Leita í fréttum mbl.is

Bankarnir hunza Hæstarétt!

og ætla að láta kné fylgja kviði og bíta og rífa allt sem þeir geta af einstökum málum.

 Þeir eru búnir að stofna samráðshóp,( SIC, hvar eru samkeppnislögin sem banna samráð?)

Þeir komast að bardagaáætlun gegn fólkinu í landinu:

" 14 blaðsíðna samantekt á niðurstöðum hópsins var kynnt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þar kemur fram að enn sé eftir að finna lausn á 22 álitaefnum áður en endurútreikningur umræddra lána geti hafist.

 Samráðshópurinn telur að fjögur þeirra vegi þyngst, það er

-hvenær lántaki sé í skilum með lán

-hvort dómur Hæstaréttar frá því í febrúar taki til lögaðila

-hvenær beri að reikna Seðlabankavexti  

-hvaða reikningsaðferð skuli nota."

Alþingi tekur orðalaust á móti svona ólöglegum verðsamráðshópi fjármálafyrirtækja. Skyldu þeir taka svona á móti samráðsnefnd Olíufélaganna  ef hún berði að dyrum? Hefur þetta Alþingislið enga sjálfsvirðingu?

Bankarnir ætla að berjast um hvert einasta mál sem þeir geta. Teygja, toga og snúa útúr. Það er hliðin sem snýr að viðskiptavinunum á bak við glansauglýsingarnar.

Andlit ófreskjunnar sem hunzar Hæstarétt ef hún bara getur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband