Leita í fréttum mbl.is

Einn gegn öllum

hinum sjö er ráðherra allra atvinnuvega landsins við ríkistjórnarborðið ef unnið verður eftir skemmdarverki stjórnarliðsins á Stjórnarráði Íslands sem þeir börðu í gegn 28 á móti 21.

Friðrik Pálsson vakti réttilega athygli á þessari staðreynd í útvarpsþætti Aðeins einn ráðherra er fulltrúi allra þeirra atvinnuvega sem tekjurnar skapa á móti sjö eyðslumálaráðherrum. Þar á meðal eins fánýtisráðuneytis eins og Umhverfisráðuneytis, sem Forsætisráðuneytið hefði eins getað haft í skúffu hjá sér ef tilgangurinn hefði verið að spara í rekstrinum. En í núverandi mynd hefur þetta ráðuneyti aðeins stórskaðað land og lýð.

Við þetta borð er aðeins Steingrímur J. Sigfússon sem á að tala máli tekjuöflunarmálaflokka sjávarútvegs, landbúnaðar, iðnaðar og stóriðju, orkunýtingar á móti útgjaldaráðuneytunum þar sem hver blindinginn öðrum meiri sitja á fleti fyrir.

Þetta er eftir öðru af þeirri ógæfu sem stjórn þessa fólks er að leiða yfir land og þjóð. Það nálgast sem betur fer sá dagur sem öllu þessu verður mokað út á öskuhaug lyðveldissögunnar. En tjónið verður ærið til þess dags þar sem tapað tækifæri kemur aldrei aftur. Einn gegn öllum hefur aldrei gengið upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Til þess að svona stjórnunarlegur flumbrugangur eins og Jógríma er, endur taki sig ekki, þá þarf ekki nýja stjórnarskrá, heldur smávægilega lagfæringu á okkar gömlu ágætu til að sjá við siðleysi nútímans.

Varðandi atkvæðagreiðslu í þinginu. 28-21 og svo hjásetu rolan, þá er um það að segja að fólk er ekki kjörið á þing til að sitja hjá.  Afstöðu er krafist.  

Alþyngi er ekki til orðið handa málóðu fólki til að ausa af skálum misviskusinnar, heldur til að taka afstöðu.  Það fólk sem lætur kjósa sig á þing og nennir svo ekki að taka afstöðu er ekki að vinna það verk sem það lofaðist til fyrir kosningar,  burtu með það.

Niðurstaðan er um 36. Þingmenn og að banna samsteypustjórnir.  Menn geta svo þvaðrað um Það hvort það á að hafa tvennar kosningar eða bara nota stærsta flokkinn.

Því fleiri flokkar því meiri lygar og plat.  Þetta á við um alþyngi og ríkisstjórnir.  Aldrei tvo flokka í stjórn.    

 

   

Hrólfur Þ Hraundal, 12.5.2012 kl. 14:41

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Hrólfur

Hætt er nú við að erfitt sé að ná þessu í gegn. Best væri að við stjórnuðum þessu bara tveir sem upplýstir einvaldar.

Halldór Jónsson, 12.5.2012 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband