Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Ragnar

fór á kostum í Sprengisandi hjá Sigurjóni nú rétt áðan.

Hann vísaði þar ákveðið til baka að hann ætlaði að sitja bara hluta úr kjörtímabilinu sem ég hafði ekki skilið að væri skilyrt. En gott og vel. Nú setur hann þau skilyrði fyrir afsögn að ólíklegt má telja að þau skapist.

Hann minnti líka á að Adenauer var til muna eldri en hann þegar hann var kjörinn kanslari í fyrsta sinn. Þar með kvað hann uppúr með skoðanir sem ganga þvert gegn þær hefðir og reglur í samfélaginu okkar, að enginn gamlingi skuli nokkurstaðar fá vinnu. Enginn má gegna opinberri stöðu eftir sjötugt nema greinilega embætti Forseta lýðveldisins. Og allir ráðningastjórar hunsa fólk eftir aldri. Ég hef velt fyrir mér hvort þessar reglur brjóti ekki í bága við jafnrétti í stjórnarskránni okkar eða í þeim mannréttindasamþykktum sem við erum aðilar að?

En Ólafur býður sig sem sagt fram til fjögurra ára. Athyglisvert var að heyra hvernig RÚV lét eiginmann Þóru misnota aðstöðu sína til að birta slæma frétt fyrir Ólaf. Ég náði ekki dagsetningunni eða heyrði þessa frétt og væri fróðlegt að fá hana spilaða fyrir sig þó hún sé núna þögguð.

Vinur minn einn setti sig í stellingar fyrir framan mig og gerði andlitið sorgmætt og slapandi af alvöru drottinsvikabrigslum við Sjálfstæðisflokkinn: Þú ætlar þó ekki að kjósa Hann Ólaf Ragnar? Ég sagðist að ég hefði strengt pólitískt heit við seinni Iceasave afgreiðsluna. Nú ætlaði ég að standa mig í staðfestu. Til viðbótar kæmi ég ekki auga á neinn betri frambjóðanda hvað þá svona hjón til að gegna embættinu. Vinurinn sópaði saman andlitinu og færði í samt lag og málinu var lokið. En hann er áreiðanlega ekki einn á ferð í sinni afstöðu.

Því er mikilvægt að menn horfi á orð og athafnir Ólafs Ragnars í embætti. Það er vandfundinn sá maður sem menn geta fullyrt að hefði gert þetta eitthvað betur. Og embættið er valdamikið sem skiptir miklu að handhafi skilji. Yfirlýsing Þóru um að hún ætli jafnan að gjöra vilja forsætisráðherra í utanríkismálum gengur ekki í mig með ESB vofandi yfir okkur. Og fríðleikinn hjá einhverjum sætum stelpum skiptir mig engu máli í þessu sambandi enda nokkuð gamall orðinn.

Þessvegna styð ég Ólaf Ragnar og stend við það. Allir með Ólafi og Dorrit!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ólafue er betri kostur en Þórhanna.

Sigurgeir Jónsson, 13.5.2012 kl. 14:14

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Á að vera Ólafur.

Sigurgeir Jónsson, 13.5.2012 kl. 14:15

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hef ekki ennþá ákveðið hvern ég kýs sem forseta.

Ég þarf að íhuga heildarmyndina áður en ég tek afstöðu.

Ég ætlast til að allir aðrir kosningabærir einstaklingar á Íslandi geri slíkt hið sama, á ábyrgan hátt.

Lýðræði byggist á sjálfstæðum ákvörðunum einstaklinga, út frá þeirra réttlátu og lýðræðislegu hugsjónum, til að vernda lýðræði einstaklinga, og samtímis velferðar samfélagsins alls.

Þetta er flókið verefni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 17:10

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ekki veit ég hversu flókið þetta er fyrir Önnu. En eitt er víst, að enginn af okkar stjórnmálamönnum með þessa ráðherfu í fararbroddi , gaf eitt einasta færi á sér til að verja land og þjóð í fjölmiðlum erlendis. Það gerði Ólafur og gerði það með prýði. Enginn bað hann um það, en hann gerði það samt. Bara það dæmi og einnig með Icesafe, hefur hann sannað fyrir hverju hann stendur. Hann stendur með þjóð sinni. Hann stendur með lýðræðinu. Hann vill vernda lýðræði einstaklinga og lýðræðislegar hugsjónir og samtímis velferðar samfélagsins alls. Allt sem Anna sækist eftir. Að ætla sér að kjósa forseta sem fylgir utanríksstefnu ríksstjórnar hverju sinni er bara klikkun. Forsetinn á að vera sjálfstæður en ekki  einhver puntudúkka. Nú um daginn var Dorrit með landkynningu í USA of fór á kostum. Hún hefur svo sannarlega komið manni á óvart sem forsetafrú og hversu dugleg hún er við að kynna land og þjóð. Okkar sómi. Held að barnuppeldi gæfi ekki tíma til þess. Það yrði ógæfa þessa lands ef Ólafur færi burt af Bessastöðum eins og málum hátta í okkar þjóðfélagi í dag.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.5.2012 kl. 19:35

5 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Lýðræðið byggist á samsöðu fólksins í landinu, en hver og einn tekur afstöðu um hvort það fylgi hinu eða þessu. Það er mín útgáfa á lýðraðinu, Anna Sig. En skarpari náunga en Ólaf er ekki að fynna í framboði og það er það sem telur.

Eyjólfur Jónsson, 13.5.2012 kl. 19:36

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já, lýðræðið er flókið fyrirbrigði. Ólafur er mannlegur eins og við hin, með kostum og göllum. 

Það er ekki nokkrum manni/konu stætt á að hafna rökræðum um hver sé rétti forsetinn hverju sinni. Ólafur Ragnar hefur vaxið í sínu embætti eftir að hann giftist Dorit.

Það segir mér að hinn helmingurinn af Ólafi sé traustsins verður. Akkúrat núna hefði ég viljað fresta forsetakosningunum um eitt eða tvö ár. En það er ekki í boði, svo ég verð að íhuga kosti og galla þeirra sem eru í framboði.

Ég mun íhuga val mitt vel, og ég ætlast til að aðrir ábyrgir íslenskir kjósendur geri slíkt hið sama, án þess að láta háværan áróður hafa áhrif á afstöðu sína.

Það er nefnilega mikil ábyrgð fólgin í að hafa lýðræðislegan kosningarétt.

Þann rétt erum við öll skyldug til að nota í þágu velferðar fyrir lýðinn í landinu, en ekki í þágu þröngra eiginhagsmuna-hugsjóna, og stjórnmálaflokka.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 21:31

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Alþingi samþykkti árið 2009 að Ísland skyldi sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Í þingsályktuninni kemur skýrt fram að væntanlegur aðildarsamningur skuli fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viðræður hafa staðið yfir síðustu ár og ef samningar nást og nefndin kemur heim með aðildarsamning, þá afgreiðir Alþingi hann fyrst frá sér og leggur hann síðan í þjóðaratkvæði. 

Forsetinn hefur því engin áhrif á þá framvindu og á ekki að skipta sér af henni. Það sem ég hef sagt er að ef svo ólíklega skyldi vilja til að einhverjum dytti í alvörunni í hug að reyna að fara framhjá því að þjóðin eigi lokaorðið í algerlega hreinni og beinni atkvæðagreiðslu (þ.e. bara já eða nei), þá væri það dæmi um neyðartilvik þar sem forsetinn grípur inn í. Þannig að ég get fullyrt að það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um mögulega inngöngu Íslands í ESB.

Þóra Arnórsdóttir

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 21:32

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svanur Gísli. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki gleyma því! Telur þú að Þóra Arnórsdóttir geti einhverju ráðið um þjóðaratkvæða-skoðunarkönnunina? 

Ekki gleyma því að það skiptir stjórnvöld á Íslandi og ESB-veldið engu máli hvað kemur út úr ráðgefandi kosningum, sem ekki gilda meir en skoðanakönnun. Enda of seint að snúa til baka, þegar búið er að aðlaga allt að ESB-veldinu fallandi, hripleka og ólöglega.

Það væri virðingarvert af stjórnvöldum að segja sannleikann umbúðalaust, frekar en að draga sjálfa sig og aðra áfram á asnaeyrunum með blekkingum í fáránleika-leikhúsinu við Austurvöll.

Sú leiksýning kostar mikið af skattpeningum, en gefur engum neina gleði né afþreyingu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2012 kl. 00:01

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Anna og Svanur

Það er þetta með þjóðaratkvæðagreiðslur. Það er nefnilega komið í tísku að tala um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur sem eru ekki sami hluturinn.

Hefur Þóra tekið afstöðu til slíkra þjóðaratkvæðagreiðslna þegar hún skrifar þessa yfirlýringu sem Svanur tilfærir?

Halldór Jónsson, 14.5.2012 kl. 08:01

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það talar enginn um að þessi ferill árið 2009 var allur ólöglegur.Það voru framin landráð á Alþingi. Þingsályktunnin var þingsályktun en umsóknin var stjórnlaga frumvarp. Stjórnlagafrumvarp þarf undirskrift Forseta Lýðveldisins. Það var ekki gert. Þarna voru framin stjórnarskrár brot og Landráð samkvæmt kafla X grein 86/7/8. Ef fólk kann ekki að lesa þá er það slæmt en þetta er sannleikur. Það er engin þjóð sem lætur landráð afskiptalaust.

Valdimar Samúelsson, 14.5.2012 kl. 10:37

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja hérna Valdimar

Ég hef ekki heyrt neinn halda þessu svona ákveðið fram.Hefurðu einhver lögfræðiálit til að styðjast við?

Halldór Jónsson, 14.5.2012 kl. 13:29

12 Smámynd: Elle_

Ólaf kýs ég og þar hefur aldrei verið minnsti vafi.  Og flottur pistill, Halldór. 

Skömm af að hafa embættisaldurinn miðaðan við 70 og það vissi ég ekki.  Menn eru oft hæfir langtum eldri en það og ætti að fara strax í að breyta svona ólögum og setja lög um að ríkið hætti að skipta sér af svona persónulegum hlutum sem þeim kemur ekki við.  Vissulega verðum við fyrst að fá manneskjulega stjórn svo það verði.

Elle_, 15.5.2012 kl. 00:04

13 Smámynd: Elle_

Sammála Sigurði að ofan.  Forsetinn fór einn og af sjálfsdáðum og nokkrum sinnum og varði land og þjóð erlendis.  Og meðan Jóhanna og co. ekki bara vörðu okkur ekki heldur börðust af hörku GEGN landi og þjóð, eins og með kúguninni ICESAVE.

Elle_, 15.5.2012 kl. 11:07

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Elle E, þú ert venjulega ekki í neinum vafa hvað þú vilt.

Kennitalan er manns versti óvinur. Maður rekursig allstaðar á veggi þar sem hún kemur við sögu. Þetta byrjar svona við sextugt, er slæmt í nokkur ár og svo versnar það.

Eftir sjötugt er kennitalan eitruð, allir hata þig og gera þér allt til miska. Samt bannar stjórnarskráin að mismun a fólki eftir kynferði,trúararbrögðum og stöðu.

Ég á eftir að slá því upp hvernig eina stjórnarskráin í heiminum sem er alvöru stjórnarskrá, þ,e.sú bandaríska, orðar þetta meðréttindi gamals fólks.

Halldór Jónsson, 15.5.2012 kl. 17:07

15 Smámynd: Elle_

Ísl. kt. er fáránleg og þar fyrir utan getur fólk bara skoðað mann í þjóðskrá.  Samt má ekki mismuna eftir aldri og ef þú veist um það geturðu kært.  Spurning hvort maður nennir, Halldór. 

Svo er líka undarlegt að lesi maður frétt um 51 árs ungan mann, verður endilega að segja í fréttinnni: Maður Á SEXTUGSALDRI.  Ekki maður um FIMMTUGT, nei, nei.  Hann fær ekki einu sinni að vera 50 + í friði.

Já, bandaríska stjórnarskráin er afar lýðræðisleg og vönduð stjórnarskrá.  En áður en þú minntist á Bandaríkin, ætlaði ég einmitt að fara að vísa í Bandaríkin.

Þar má alls ekki mismuna eftir aldri eða neinu öðru.  Þar segir kt. ekki neitt um aldur manns.  Þar má atvinnurekandi ekki spyrja þig um aldur.  Þar veit hann ekki eða ætti ekki að vita um aldur þinn fyrr en þú hefur verið ráðinn.

Þar var aðalráðgjafi forsetans yfir 80, mig minnir 84, ekki fyrir löngu.  Það fann ég vel meðan ég var þar hvað eldra fólk var metið fyrir reynslu og þekkingu.  Þar væri 51 árs maðurinn ekki Á SEXTUGSALDRI, hann væri IN HIS FIFTIES (50´s).  Og á Íslandi væri 84 maðurinn endilega Á NÍRÆÐISALDRI. 

Það væri nær að Íslendingar færu að skilja það í stærri stíl hvað það er vitlaust að strákavæða vinnustaði.  Voru það ekki mest óþroskaðir menn og strákar sem settu bankana á hausinn??

Elle_, 15.5.2012 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband