Leita í fréttum mbl.is

Fæst enginn þjóðþekktur?

sjálfstæðismaður til að ganga fram fyrir skjöldu og lýsa stuðningi við Ólaf Ragnar? Svo spyr Björn Bjarnason á sínum vef.

Það skiptir víst litlu máli að við óþekktu peðin séum að segja eitthvað um forsetakosningarnar. Það er rétt hjá Birni að það vamtar einhvern þekktan Sjálfstæðismann til þess að lýsa yfir stuðningi við Ólaf svo það liggi nú fyrir hvað flokkurinn vill. En það er auðvitað býsna þunnt hljóðið hjá flokksmönnum þó að mesta fylgið við Ólaf komi frá Sjálfstæðismönnum sem virðast ætla að hafa sjálfstæða skoðun á forsetaefnunum ef marka má Capacent. Enda líklega fjarri þeim að að fara að kjósa með Samfylkingunni forseta sem ætlar að hafa jafnan sömu skoðun á utanriksimálum og forsætisráðherrann hverju sinni.

Mér fannst Ólafur sjálfur tala líka merkilega ef ekki bara grunsamlega vel um Davíð í þættinum. Hann er kannski að vona að eðlið hafi breyst eitthvað í kallinum í áranna rás. Hann hefur kannski ekki lagt í að biðla til Björns svo komnnu máli.

Það er hugsanlegt að einhverjum Sjálfstæðismanninum reynist erfitt að kjósa Ólaf vegna fortíðar hans. Enda sagði maðurinn að menn skyldu muna það þó við séum vondir þá eru aðrir verri, þjóðþekktir eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ólafur hefur staðið sig frábærlega síðustu árin. Þetta Icemál kom upp í hendurnar á honum og hann vann úr því eins og best verður á kosið.

Ekki er líklegt að aðrir gerðu betur. Það er ekki öllum gefið að tala í fjölmiðla beint og blaðalaust og gera það með glans.

Þjóðin mun örugglega muna þá góðu frammistöðu.

Svo hefur hans betri helmingur komið þægilega á óvart. Verið alþýðleg og enga tilgerð af nokkru tagi.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 14.5.2012 kl. 16:59

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að sjálfsögðu fæst enginn til slíks í Sjallaflokki. Að sjálfsögðu ekki.

það hefur alltaf verið meginafstaða Sjallaflokks, allt frá byrjun, Ólafur Thors, Bjarni Ben eldri etc., að forseti væri valdalaus. þetta hefur verið grunnprinsippafstaða Sjallaflokks.

þekkja Sjallar svona illa sögu flokks síns? Og halda menn að núv. þingmenn ætli barasta að yfirgefa grunnprinipp sín og söguna rétt si sona? Út af einhverju tímabundnu skammtímalýðskrumi.

Ennfremur vita menn ekki alveg hvað þeir eru að segja þegar þeir dásama einveldistilburði forseta. þetta þýðir þá að vald stjórnmálaflokka minnkar! Menn átta sig á því eða?

Heldur fólk virkilega að flokkar með sögu sem vita hvað það er að fást við stjórnun lands, eins og Sjallafllokkur vissulega er, að þeir vilji endilega fá einhvern gæja útí bæ sem getur hringlað í öllum málum eftir behag og fokkað öllu upp reglulega? Að sjálfsögðu vill enginn flokkur það og allra síst Sjallaflokkur sem hefur verið einráður hér mest allan lýðveldistímann.

Sko, fólk áttar sig á því að það kemur stjórn eftir þessa stjórn eða?

Fólk er ekki að hugsa hálfa hugsun í essu efni og allr síst eina hugsun til enda. það er stórvarasamt og stórhættulegt að setja mann í forsetaembætti sem ætlar að taka sér einræðisvöld ef honum dettur það í hug í það og það skiptið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.5.2012 kl. 18:45

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Herlufsen,

að vanda eru þínar skoðamir ekki langt frá mínum.

Ómar Bjarki. Veistu að mér finnst þú gera Sjallaflokknum upp skoðanir. Þekkir þu eitthvað til þar innandyra? Svo finnst mér þú tala ansi frjálslega um að forsetinn ætli að hringla í öllum málum sem hinum detti í hug. Að því leiti finnst mér þú hafa hlustað og grannt á stjórnmálafræðinginn úr Háskólanum í útvarinu og alhæft útfrá því.

Það er út í Hróa að segja að forsetinn hafi tekið sér alræðisvald ef hann skýtur máli til dóms þjóðarinnar. ekkert er fjarri lagi. Hversu mörg mál þolir þjóðin á mánuði af slíku? Þú hlýtur að sjá að þetta gegnr aldrei upp. Og munndu líka að Alþingi getur tekið valdið af forsetanum þar eð sjórnarskrárvaldið liggur hjá því en ekki forsetanum. Miklu frekar myndi ég óttast að skötuhjúin Steingrímur og Jóhanna geti hugsað sér að nota þingstyrk snn til að koma þjóðinni nauðugri í ESB og fá það staðfest með nægilega mörgum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslum.

Halldór Jónsson, 14.5.2012 kl. 22:59

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

„Dalai Lama norðursins“ mun svíkja þá sjálfstæðismenn sem honum trúa eins og alla aðra. En því ekki að fá Geir Haarde í framboð? Það mundi setja allt á annan endann og alls ekki útilokað að hann mundi sigra.

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.5.2012 kl. 01:34

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Er það ekki nokkuð seint fram komið Vilhjálmur? En Geir yrði sterku frambjóðandi þó ég sé búinn að vinna mitt heit.

Halldór Jónsson, 15.5.2012 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband