Leita í fréttum mbl.is

Afnám málskotsréttar

hafa þeir Jakob Björnsson og Styrmir Gunnarsson gert að umræðuefni.

Í stað málskotsréttar stingur Jakob upp á :

"Hitt er svo allt annað mál að Alþingi hefði gott af meira aðhaldi kjósenda. Hugsa mætti sér að eftir eitt ár eða meira frá alþingiskosningum gætu 60% eða svo kosningabærra manna afturkallað umboð Alþingis og krafist nýrra kosninga. Slíkt ákvæði gæti verið alþingis-mönnum hollt aðhald. Hlutfallið 60% er það hátt að spjátrungar eða sérvitringar gætu ekki knúið fram kosningar"

Þessir menn skauta samt báðir framhjá þeirri staðreynd að Alþingi er ekki þverskurður af þjóðinni. Atkvæðisréttur manna er búsetu-og flatarmálsbundinn og því engan veginn lýðræðislegur. Jakob virðist hinsvegar hugsa sér jafnan atkvæðisrétt manna til að krefjast kosninga sem er óneitanlega spor í áttina. En forsetakjör er eina kjörið sem fer fram á landsvísu með jöfnum atkvæðisrétti og er að því leyti gallað að kjósa ekki milli tveggja efstu manna í seinni umferð.

Og það virðist óhjákvæmilegt að hafa einhvern öryggisventil á þingræðinu, hvort sem menn hafa það í gegnum forseta eða svona undirskriftir um nýjar kosningar. Og ekki myndi þessi ríkisstjórn hafa kembt gráu hærurnar svo lengi ef þessi leið hefði verið opin. Icesave sýndi glögglega hvernig dómgreind hinna kjörinna fulltrúa getur gersamlega brugðist í síðustu Icesave afgreiðslunni þegar þjóðin væri nú þegar búin að greiða hundrað milljarða eða svo í vexti samkvæmt þeim "ísköldu" samningum.

Afnám málskotsréttar hlýtur að tengjast kjördæmamálinu. Spurning er hvað Hreyfingin ætlar að gera í því í skiptum fyrir að framlengja píslir þjóðarinnar fram eftir árinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband