Leita í fréttum mbl.is

Nýjar kennitölur!

í stað þessara sem við höfum.

Kennitölur eru óvinur okkar eldri. Ef við segjum kennitöluna einhversstaðar þá mætum við höfnun og andúð. Ef við sækjum um vinnu þá setja viðmælendur upp vorkunnarsvip og viðtalið er tilgangslaust. Kennitalan er eitruð eftir sextugt. Þjóðfélagið allt hatar gamlingja. Stjórnmálamenn, stjórnendur, allir með tölu þó þeir ljúgi öðru um blákosningar.

Ef konur á óræðum aldri eru þvingaðar til að segja upp kennitölu sína í heyranda hljóði er það niðurlægjandi fyrir þær. Hvaða kona vill láta eitthvað skælbrosandi skítapakk sem ekki kemur það neitt við flissa yfir aldri sínum? Það væri alveg nóg að gefa upp sama númer og væri á ökuskírteini eða Vísakorti til að sanna hver persónan er. En engum kemur fæðingarárið ra.....við nema viðkomandi sem þarf ekkert að gefa það upp vegna eins né neins. Það eru bara persónuréttindi sem eiga að varða við lög um persónuvernd hvort viðkomandi er skyldur til að að gefa upplýsingar um aldur sinn eða fæðingardag. Hvað þá að blöðin séu að gramsa í aldri fólks og segja hver á afmæli í dag. Svei þessu öllu saman!

Núverandi kennitala sem tilkynnir um afmælisdag og fæðingarár er óþolandi. Hún er áreiðanlega brot á persónufrelsi, brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, Kristnirétti og brot á Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands. Það engin ástæða til þess að hún sé notuð í núverandi mynd. Það má dulkóða hana á ótal vegu eða hún á ekki að innihalda neinar persónuupplýsingar sem geta skaðað viðkomandi persónu. einfalt seríunúmer gerir sama gagn eins og passanúmerin til dæmis A 19562 eða svoleiðis.

Ég skora á Femínista að ganga til liðs við mig og við stofnum hreyfingu til að fá þessu hnekkt. Við getum kært þetta til Brüssel, SÞ eða til páfans í Róm. Burt með hina íslensku þrælatattóveringu sem hin íslenska kennitala er.

Nýjar kennitölur á línuna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Aftur sammála þér, Halldór.  Ísl. kennitalan er ekki bara fáránleg, heldur óþolandi eins og þú segir.  Kæmi ekki á óvart að þetta númer bryti í bága við persónuvernd eins og þú segir.  Og ég vissi ekkert að þú værir búinn að skrifa þennan pistil þegar ég svaraði þessu þarna:

Ólafur Ragnar

Elle_, 16.5.2012 kl. 00:15

2 Smámynd: Elle_

Var að lesa nánar og get ég ekki verið alveg sammála að ´þjóðfélagið allt hati gamlingja´.  Það er kannski ýkt?:)  Það er samt skítapakk sem heimtar að hafa mannbrjótandi númer að dragast eftir eldri mönnum. 

Það getur enginn verið þvingaður út í að segja eitt eða neitt í heyranda hljóði ef hann vill það ekki.  Það er bara óþolandi lenska á Íslandi og fólk lætur bankamenn og hina og þessa plata sig í að standa þarna eins og það ráði sér ekki sjálft og gefa upp sitt persónulega númer.

Elle_, 16.5.2012 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband