15.5.2012 | 22:00
Loksins maður með viti!
til að tala okkur út úr heljartaki kommúnistanna í ríkisstjórn og Seðlabanka, þessa lýðs sem ætlar að festa Íslendinga í kreppunni. Robert Wessmann segir svo:
..."að er hins vegar til önnur leið út úr þessum vanda. Sú leið myndi auka hagvöxt á Íslandi og fjölga atvinnutækifærum. Þessa leið mætti kalla „íslensku leiðina”, en með því að velja þá leið, þurfum við hvorki að reiða okkur á inngöngu í Evrópusambandið né taka upp erlendan gjaldmiðil. Ísland getur metið kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið í framhaldinu, óháð núverandi gjaldeyrisvanda landsins og þannig tekið upplýsta ákvörðun á eigin forsendum, án þess að vera stillt upp við vegg í efnahagslegu tilliti.
....Lausnin felst í því að ríkissjóður gefur út út langtíma skuldabréf í evrum eða bandaríkjadal til lengri tíma, t.d. til 20 til 30 ára á lágum vöxtum. Þessir vextir gætu verið fastir vextir, ef til vill 2,0% árlegir vextir. Til samanburðar fór ríkissjóður nýverið í skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum þar sem vextir voru 6% á skuldabréfum til 10 ára. ( Innskot Þar er Már í Seðlabankanum að greiða með láninu milljarða í vöxtum þar sem það leggur peningana inn á 0,5 % erlendis)
Þeim sem eiga krónur á Íslandi væri gefinn kostur á að skipta á krónum og þessum bréfum með 40% afslætti. Þeir sem hinsvegar nýta sér ekki slíkt skiptitilboð verða fastir með krónueign sína á Íslandi þangað til búið er að greiða upp þessi skuldabréf. Á sama tíma myndi ríkið þrengja, og í reynd takmarka, alla þá fjárfestingakosti sem þessum krónueigendum stæðu til boða, sem skapar frekari vilja til að kaupa þessi erlendu skuldabréf ríkisins."
Róbert segir að miðað við þessar forsendur myndu erlendar skuldir ríkisins hækka um 600 milljarða. Hinsvegar megi reikna með að hægt sé að minnka gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands um svipaða upphæð. Samhliða eignist ríkið um 1.000 milljarða í íslenskum krónum. Skuldastaða ríkissjóðs lækki því sem nemur 400 milljörðum íslenskra króna. Ríkið gæti því mögulega komið til móts við skuldsett heimili, en mjög hefur verið kallað eftir raunhæfum aðgerðum í þeim efnum. Áætlað er að að flöt 20% lækkun verðtryggðra lána hjá Íbúðalanasjóði myndi kosta ríkissjóð um 120 milljarða, svo dæmi sé tekið.
"Við slíkar aðgerðir mun allt efnahagsumhverfið á Íslandi breytast verulega. Ríkið myndi lækka gjaldeyrisforðann og greiða niður að hluta innlendra skulda. Á móti reiknast vextir af nýju erlendu skuldabréfi. Mjög gróflega áætlað gæti því ríkið sparað um 50 milljarða íslenskra króna á ári með þessum aðgerðum, einungis í vaxtagjöldum. Til samanburðar má geta að verðmæti þorskaflans uppúr sjó eru um 50 milljarðar íslenskra króna á ári. Er þá fjölmargt annað ótalið sem reikna mætti til ávinnings í beinhörðum peningum," segir Róbert ennfremur.
Ég er að vísu mjög ósammála því að reyna að svíða eigendur krónubréfanna með nokkru móti. Við eigum þvert á móti að sýna þeim fyllst vinsemd, bjóða þeim háa vexti til langs tíma bara af því að við getum ekki annað i augnablikinu sem við biðjum þá vinsamlega að skilja. Við þurfum á trausti umheimsins að halda og náum því ekki með því að bölva og sparka eins og naut í flagi eins og Jóhanna og Steingrímur.
Ef við sýnum þeim vinsemd þá verða þeir góðir við okkur. Maður nær nefnilega ekki ástum kvenna með því að byrja á því að lemja þær og hrekja. Það verða Íslendingar einhverntíman að skilja og fara að hegða sér eins og siðaðir menn sem beita ekki bara gjaldeyrishöftum og sértækri skattlagningu eins og núverandi stjórnarfífl okkar.
Allavega talar þarna loksins maður með viti í stað kommúnistabullsins sem flæðir frá ríkisstjórn og Seðlabanka. En þar verður að skipta um áhöfn hið fyrsta til að endurreisnin geti hafist.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Gott og vel Halldór. En ég fæ með engu móti skilið afhverju ekki að stórauka fiskveiðarnar, amk uppí 500 þúsund tonn, eða jafnvel 1000.000 - Milljón tonn - og feta þar í fótspor ekki ómerkari þjóða en Noregs, Russlands og Bandaríkjanna. Þessi núverandi sparðatíningur 160.000 kvóti gefur í Landskassanum 40% af tekjum Ríkisjóðs. Eftir hverju eru menn að bíða? Að þorskurinn drepist úr hor, æti hverfi og fuglalífi stefnt í voða. Eða hvað? Það er fullkomlega tími til kominn að framkvæmdamenn fái frelsi til athafna.
NB. Það má líkja þessu við, að ef td Boeing verksmiðjurnar, sem eru með meir 1000 pantanir af flugtvélum, segðu.. nei við ætlum sko ekki að framleiða meir an 100 flugvélar, Afhverju? Ekkert svar. Svo má líkja fiskveiðunum á Islandi við bílaiðnaðinn í Bandaríkjunum. ´Það opinbera´ jós peningum í bílaverksmiðjurnar. Árangurinn lét ekki á sér standa. Ford Motor Company voru þeir einu sem þurfu ekki á aðstoð að halda. Af hverju, Nýi forstjórinn þeirra kom nefnilega frá Boeing.
Björn Emilsson, 15.5.2012 kl. 23:45
Já segðu Björn
Hér veður allt í golþorski sem hafró hefur ekki hugmynd um hvaðan kemur. Þessi fiskur er á leið að tapast okkur.
Önnur aðferð til að laga ríkisfjármálin er að skattleggja inngreiðslurnar í lífeyrissj´´oðina og hætt að láta þessa spekinga vera að feilspekúlera og tapa þessum skattpeningum ríkisins. Reiknaðu staðgreiðslu af öllu tapi lífeyrissjóðanna og gáðu hvaða tölu þú færð út. berðu það sevo saman við fjárlagahallann og alla launaveltuna í landinu. Til hver erum við að láta þess þorgeira alla tapa peningum ríkissjóðs.
Halldór Jónsson, 16.5.2012 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.