Leita í fréttum mbl.is

Leikhús fáránleikans

birtist manni við að hlusta á ræðu Steingríms J. á fundi á Egilsstöðum um sjávarútvegsfrumvarpið. Þar sat hópur prúðbúins fólks og hlustaði með andakt á kommúnistann fimbulfamba um eitthvað sjávarútvegsfrumvarp sem mun leggja sjávarútveginn mishratt í gröfina.

Steingrímur rifjaði upp að eigið fé útvegsins hefði verið neikvætt um 60 milljarða 2008, komið á núll 2009, jákvætt um 60 milljarða 2010, jákvætt um 120 milljarða 2011 og yrði jákvætt um 160 milljarða 2012. Ergo útgerðin gæti borgað honum mikið auðlindagjald núna úr því að hún vaæri farin að ganga svona vel undir hans ríkisstjórn. Hann sagði ekki beint að hann væri jú þvílikt séní að hann hefði stjórnað þessu öllu sjálfur en það lá í loftinu. Og salurinn mótmælti ekki. Þessi gróði hefði ekki verið ókeypis fyrir alla viðurkenndi Steingrímur að vísu og virtist hugsa augnablik til fátæka fólksins sem kaus hann. En það er eins og enginn af fjöldanum vilji sjá raunverulega hvað er að gerast. Þó blasir það við.

Kommúnistarnir í ríkisstjórn og Seðlabanka settu á gjaldeyrishöft og stilla gengið á helming þess sem var 2008. Er einhver furða að útgerðin tvöfaldi tekjurnar? Nei nú er þetta orðið eitthvað flókið. Útgerðin græðir svo mikið að hún er orðin aflögufær að gjalda í sjóði Stengríms J..

Hver hefur borgað fyrir þetta? Eru það ekki heimilin í landinu sem hafa lagt alla þessa peninga til? Borgað hærra bensín, mat og hvaðeina? Eiga þau ekki að fá neitt til baka?

Nei það það er kommúnistinn Steingrímur J. sem ætlar að hirða peningana og setja þá í sitt EinkaSovét. Öðrum orðum gæluverkefni í Þistilfirði, borga fyrir Evrópusambandsaðildina osfrv. allt nema lina þjáningar fólksins í landinu sem þessi snákur þóttist elska svo heitt.

Eru Íslendingar fífl? Ég held það svei mér þá að svo sé ef þeir geta staðið fjölmennir á svona fundum og rætt við svona strump eins og Steingrím um veiðigjald. Og enn meiri fífl eru þeir sem ræða um þetta frumvarp eins og að það sé það per se sem úrslitum valdi fyrir þjóðina. Hvernig stendur á þeví að menn komast upp með svona málflutning?

Það er einfaldlega gengið á útflutningsverðmætunum sem máli skiptir. Setjið útgerðina á eitthvað annað markaðsgengi, fyrir hrun ríkti hér markaðsgengi, og mun þá ekki málið stilla sig sjálft án þess að landkrabbar eins og Steingrímur og Ólína þurfi að skrifa svona vitleysisfumvörp?

Það eru höftin sem greiða kommúnismanum leið í gegnum ofurdýrtíð á lífsnauðsynjum, stórhækkun skulda heimilanna vegna verðtryggingarinnar sem hækkar allar skuldir vegna dýrtíðarinnar og keyrir okkur áfram í dauðaspíral verðhækkana og kauphækkana sem við þekkjum svo vel úr sögunni. En hann byrjar ávallt þegar efnahagshálfvitar fá völd í okkar þjóðfélagi og slíkt gerðist sannarlega í síðustu búsáhaldakosningum.

Í Almáttugsbænum hættið að tala um grundvallarstaðreyndir hagfræðinnar útfrá einhverri sovétbjögun kommúnista á heilbrigðri hugsun. Það eru gjaldeyrishöftin sem eru undirrót alls ills. Það er snjóhengjan sem er vandamálið. Semjum frið við hana og fáum hana til liðs við okkur með háum vöxtum. Það er verðið sem við greiðum.

En burt frá kommúnismanum, burt frá Steingrími J., Má Guðmundssyni og allri þeirri brengluðu kommúnistahugsun sem er að keyra þessa þjóð í gröf kreppu og landflótta.

Efnahagssannleikurinn einn mun gera yður frjálsa.

Sjávarútvegsfrumvarpið og farsinn í kring um það er bara leikhús fáránleikans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ekkert annað að segja um þessa grein þína Halldór, en TAKK

Gunnar Heiðarsson, 18.5.2012 kl. 00:34

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar

þessi klausa þín, komandi frá þér sem glöggskyggnum manni, gerir það að verkum að mér finnst þetta betur skrifað en óskrifað þó ég hafi nú verið heldur tungulangur kannski í stuðinu sem ég var í eftir góða skemmtiferð með góðum vinum um Snæfellsnes. Fegurð landsins í gær æsir mann upp þegar maður horfir á fólk sem er að fara illa með það í undirferli sínu en saklaust fólk hlýðir í óvitaskap.

Halldór Jónsson, 18.5.2012 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband