Leita í fréttum mbl.is

Getur einhver útskýrt fyrir mér

hversvegna svona mikið er rifist um Vaðlaheiðargöng eða byggingu nýs Herjólfs meðan ekkert er rifist um Norfjarðargöng eða Dýrafjarðargöng ?

Í Vaðlaheiðargöngum á umferðin að borga göngin hversu langan tíma sem það nú tekur. Í Herjólf borga menn fargjald sem borgar skipið. Af hverju eru menn að rífast meira um þetta en ókeypis framkvæmdir? Breikka einbreiðar brýr sem enginn sér annað en geti beðið, hér eftir sem hingað til, á að rjúka í?

Það á að vera ókeypis í Dýrafjarðargöng og Norfjarðargöng eins og er í Vestfjarðagöng, Héðinsfjarðargöng og Almannaskarð. Hreinar þingmannaframkvæmdir greinilega úr því að enginn rífst. Hitt er á viðskiptagrundvelli og þá má það helst ekki?

Ef allar meiriháttar vegaframkvæmdir væru á viðskiptagrundvelli eins og Hvalfjarðargöngin, þá gætum við notið landsins gæða miklu fyrr. Ég þyrfti ekki að hafa verið steindauður í mörg ár áður en þetta gerist. Ég verð að lifa og deyja án þessara stórkostlegu breytinga fyrir landið og þjóðina. Sem nægur mannafli og verkfæri er til fyrir að byrja á morgun og klára í hvelli.

Af hverju er ekkert hægt að gera á jafnréttisgrundvelli í þessu landi? Af hverju þessi Orwellismi um að sum dýr skuli vera jafnari en önnur? Hestamenn fái ódýrari hús en svínabændur, rollukallar, bátaeigendur og einkaflugmenn?

Getujr einhver útskýrt þetta fyrir mér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband