Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur

er líklega eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem ég hlusta á. Því hann hefur oftar en ekki eitthvað skynsamlegt að segja. Sem er í algerri mótsetningu við forsætisráðherra og allsherjarráðherra sem blaðrar sýnu mest og vitlausast yfirleitt. Hinir segja yfirleitt sem minnst og þá sjaldan það er, þá fer það fyrir ofan garð og neðan hjá mér því það er um helst ekki neitt sem máli skiptir.

Nú síðast benti Ögmundur á það, að Reykjavíkurflugvöllur er ekkert að fara. Borgin þurfi að átta sig á því að völlurinn stendur að stórum hluta á ríkislandi. Það er því óskynsamlegt af Reykjavíkurborg að vera að skipuleggja inn á svæðin næst ug inná flugvöllinn.

En það er einmitt það sem hefur verið að gerast nú um langt skeið. Borgin er sífellt að þrengja að flugvellinum sem stöðugt rýrir gildi hans. Það sem vantar er að Ögmundur setji stopp á þessa innrás og nái öllu svæðinu undir ríkið. Það þarf að byggja margt áflugvellinum til að styrkja rekstur hans. En Borgin er með svæðið í einelti og setur sig þvert fyrir öll framfaramál á þeim slóðum.

Ég er þeirrar skoðunar og byggi á skoðun meira en 6000 manna sem hafa skrifað álit sitt á síðuna hjá mér, að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera kyrr. Öruggur meirihluti þjóðarinner vill að svo verði.

Ögmundur má því gera það sem hann getur til að verja völlinn vilji hann verja hagsmnuni þjóðarinnar gegn hundaþúfudekri borgarfulltrúa í Reykjavík.

Áfram Ögmundur. En farðu í annan flokk ef þú vilt eiga sjéns áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Þessi aðdáun þín geta varla talist góð tíðindi fyrir Ögmund.

En það segir svo sem alveg sína sögu að þegar þingmenn eru orðnir tækifærissinnaðir og útbrunnir, þá fer ykkur sjöllum fyrst að líka við þá

hilmar jónsson, 12.7.2012 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband