Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur bætir um betur

í Fréttó í morgun í flugvallarmálinu. Þar stingur hann uppá því að þjóðin greiði atkvæði um völlinn burt eða kjurt.Ekki bara Reykjavík.

Hvernig væri nú að Ögmundur fengi Jóhönnu til þess að bæta einni spurnigu við í þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnlagaráðið í haust. Það þýðir líklega ekki að stinga uppá spurningu um ESB við hana.

En þessi atkvæðagreiðala sem kostar sitt mætti nota til að fá ráðgefandi álit þjóðarinnar á ýmsum málum sem stjórnin gæti svo notað.

Til dæmis mætti fá styrk við umboð í makríldeilunni handa Steingrími til að fara eftir en Útvarp Saga er ekki viss um hvort honum sé treystandi til að standa í lappirnar gagnvart Stefáni Fúla.

Svo mætti spyrja um veiðigjaldið, kvótakerfið,Schengen, stóriðju, þjóðkirkjuna og fleira sem væri allt gott fyrir framboðsfólk í næstu kosningum. Þetta yrði til þess að ég færi til dæmis á kjörstað sem ég ætlaði annars ekki að gera vegna stjórnlagaráðsspurninganna eintómra. Þarna væri tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að auka þáttöku í þessum kosningum sem annrs gætu kannski orðið enn verri vegna þáttökuleysis.

Hvernig væri þetta Ögmundur?

Bættu nú um betur í flugvallarmálinu og taktu svo landið eignarnámi að atkvæðagreiðslunni lokinni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Ögmundur vill beita aðferðafræði Evrópusambandsins. Ef spurningu er hafnað í atkvæðagreiðslu, þá er bara að breyta spurningunni smávegis og láta lýðinn kjósa aftur.

Ögmundur hefur raunar þróað aðferð ESB örlítið lengra, með því að bera fram sömu spurningu, en fyrir stærri hóp kjósenda. Samkvæmt aðferðafræði Ögmundar, verður Evrópska efnahagssvæðið spurt nærst álits á flugvellinum, ef landsmenn allir hafna honum. Gæfa okkar er að Ögmundur ráðalausi mun ekki sitja öllu lengur í ráðherrastóli.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 13.7.2012 kl. 20:06

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll kollege Loftur

Ef Öggi er skárstur hvernig finnast þér þá hinr?

Halldór Jónsson, 13.7.2012 kl. 20:22

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Halldór, þessi spurning krefst langrar umhugsunar !

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 13.7.2012 kl. 22:02

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ögmundur er mér að skapi.

Hann er skeleggur og hefur margar góðar skoðanir sem ég er sammála honum um.

Auðvitað er kosning allra landsmanna hið eina sanngjarna varðandi flugvöllinn.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 14.7.2012 kl. 00:58

5 Smámynd: Björn Emilsson

Skrítið að fylgjast með umræðum á landinu góða. Menn tala eins og við værum furstadæmi með ómælda uppsprettu peninga. Menn vilja byggja nýjan flugvöll, án þess að nokkur komi með neinar tölur um kostnað. Nýtt sjúkrahús er í byggingu má segja, án þess að kostnaður liggi fyrir. Og nú bætast Vaðlaheiðargöng við. Hvað kemur næst? Væri ekki nær að kíkja aðeins í tóman sparibaukinn, áður en lengra er haldið.

Að lokum vert að minnast á þær óhemju fjárhæðir sem þetta ESB innlimunarflan hefur kostað. Svo og sá kostnaður sem kemur til við innlimun Islands í gjaldþrota bandalag.

Björn Emilsson, 14.7.2012 kl. 02:26

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ágæti Halldór og allir aðrir hér að ofan.Það er góð hugmynd að tengja kosningu (eða skoðannakönnum um Reykjavíkurflugvöll (og fleiri mál)) við kosningu um stjórnarskrá, nær hún verður?

Björn það er margt undarlegt á Fróni um þessar mundir !

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 16.7.2012 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband