Leita í fréttum mbl.is

Fráhvarfseinkenni

fann ég greinilega um helgina. Ég fór með tölvuna í bústaðinn og ætlaði að grípa í ýmislegt. En þá uppgötvaði ég að ég var punglaus. Pungurinn varð eftir heima og ég nennti ekki að að fara að sækja hann. Þessi pungur er lykillinn að internetinu og án hans er talvan ekki í neinu sambandi við umheiminn.Ekkert hægt að sækja. Allt í mínus.

Það var verið að skrifa um það í blöðunum að unglingarnir væru orðnir tölvufíklar. Ég er greinilega orðinn það líka þó gamall sé.

Fyrir bragðið varð maður að finna sér eitthvað til dundurs. Ég fór í Sólheima þar sem Björn Thoroddsen spilaði í kirkjunni. Það var sko upplifun í lagi. Maðurinn er þvílíkur snillingur að maður trúði vart sínum eigin augum eða eyrum að hægt væri að framleiða svona mikla tónlist úr ekki stærra apparati en gítar. Áhorfendur voru líka allir bergnumdir og fögnuðu ákaflega. Mér fannst verst að fá ekki að borga eitthvað fyrir þessa skemmtun því verður er verkamður launa sinna finnst manni. En Björn bara brosti sínu blíðasta og reytti af sér brandara til viðbótar.

Frábær listamaður er hann Björn og á áreiðanlega fáa sína jafningja í heiminum öllum. Ég gleymdi fráhvarfseinkennunum drjúga stund eftir þetta.

Helgin leið og maður komst að því að það var kannski ekkert sem ekki gat beðið. Þó bölvað sé að vera punglaus þá líður það hjá. Því eins og Murphy segir: Ef þér líður vel þá skaltu ekki hafa af því áhyggjur. Þú kemst yfir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er með svipað apparat og þú,síminn vill vera penn og kallar það netlykil,hjá Nova er það pungur.Áður var ég með router sem er erfitt að færa með sér.Björn er snillingur,hef meira heyrt til hans í djassinum,þar sem bóndi minn var með dellu í,eins og hann sjálfur orðaði það. Það er augljóst á blogginu að margir eru í fríi.

Helga Kristjánsdóttir, 16.7.2012 kl. 21:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Helga. Það er sumar eins og margir hafa séð og sól. Hver nennir að blogga. Þessi pungur minn er þrælgóður. Ég hef einn aðalpung og svo undirpunga sem fylgja hinum og kosta einhvern 500 kall hvor ofan á hinn af því ég er með fleiri tölvur undir. Þetta hefur gagnast mér vel nema þegar ég gleymi honum í bænum eins og gerðist.

Já Björn er góður, er hann ekki orðinn heimsfrægur?

Halldór Jónsson, 16.7.2012 kl. 23:13

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Þú hefur bara farið í tölvufráhvarfs-meðferð á Sólheima, og notið listarinnar ómetanlegu .

Við hefðum ekki þolanlegt líf án listarinnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.7.2012 kl. 14:18

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir vinkona Anna Sigríður, Þú hefir alveg getað skroppið líka úr Hólunum.

Halldór Jónsson, 17.7.2012 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband