Leita í fréttum mbl.is

Til enda

verða Íslendingar líklega að ganga á ógæfubraut verstu ríkisstjórnar sem nokkru sinni hefur á Íslandi setið. Og voru þær þó ekki allar merkilegar.

Þessi er þó sínu verst. Ekki endilega mest vegna þess hvað hún gerði ekki eins og flestar hinna. Heldur hvað hún gerði.

Henni tókst á stuttri ævi að koma helkulda sósílismans yfir þjóðina með gjaldeyrishöftum. Hún rikisvæddi kvótakerfið og festi það í sessi til frambúðar í satað þess að sýna fram á aðra framtíð. Hún skattleggur og eyðir veiðgjaldinu í skjóli gjaldeyrishaftanna í stað markaðsvæðingar krónunnar. Hún hefur unnið sleitulaust að því að koma Íslandi í hendur erlend valds og sparað hvorki fé né fyrirhöfn. Hún reyndi ekki einu sinni heldur oft að láta Íslendinga axla ábyrgð á skuldum óreiðumanna.Hún þóttist ætla að bæta hag verðtryggðra skulda heimilanna en kom mörgum í meiri vanda. Hún þóttist elska aldraða en tók af þeim grunnlífeyrinn flestum á fyrsta valdaári.Hún sagðist ætla að koma reiðu á ríksifjármálin en greiðir meira en 200 milljarða árlega í vexti af skuldum ríkisins. Sem hún bjó til sjálf að miklu leyti emð stanslausum lántökum og reddingarleiðöngrum Steingríms J.

Síðan hefur hún staðið fyrir allskyn bullumræðu í þjóðfélaginu um hluti sem nákvæmlega engu skipta um tímanlega baráttu fólksins. Stjórnarskrármálið. Hún reynir að halda því fram að íslenska stjórnarskráin hafi skipt einhverju máli í aðdraganda hrunsisns. Það var kvaddur saman þjóðfundur þar sem smalað var saman allskyns sérvitringum og þeir látnir búa til fyrirfram skipulagðan texta á hringborðum þar sem menn voru látnir halda að þeir réðu einhverju. Alveg eins og þegar ESB sinnar ætluðu að keyra aðild að Bandalaginu ofan í Landsfund Sjálfstæðismanna með hringborðum þar sem umræðustjórum með rétta skoðanir virtist hafa verið skipulega plantað á borðin til að afvegaleiða umræðuna. Frá hringborðunum komu algerlega misvísandi upplýsingar um hvað fundamenn voru í rauninni að hugsa. Þeir voru á öndverðri skoðun við hringborðin sem svo kom í ljós síðar á fundinum þeim þegar 95% gáfu frat í ESB.

Eftir hringborðafarsann á þjóðfundinum kom annar farsi þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi útkljá kosningu til stjórnlagaþings. Sem svo varð stjórnlagaráð eins og menn muna.

Nú á enn að fraga athyglina frá helstjórninni með þrasi um einskis nýta skoðanakönnun þjóðarinnar hvort hún vilji að ný stjórnarskrá verði skrifuð á grundvelli pródúkts stjórnlagaráðs. Og auðvitað eru spurningarnar í takt við það sem á að kom útúr þessu;Óljósar mmargræðar og því vitlausar og óhæfar. Ég freistaði þess að vekja athygli Ögmundar á því að nota kosningarnar í eitthvað þarflegra í leiðinni en það kemst greinilega ekki í gegnum þverhaus Jóhönnu Sigurðardóttur. Kjördagur um spurningarnar á að vera 30 október hvað sem líður.Vonandi munu allir rauðblóða Íslendingar sjá sóma sinn í að sitja heima. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvað út úr þessum kosningum kemur, við höfum það að engu eftir Alþingiskosningar. Þá munum við reyna að færa allt til baka sem þessi ríkisstjórn hefur gert til skaðræðisverka í stjórnsýslunni sem öðru. Og tímnn er að líða og líður hratt í sólríkju þessa dásamlega sumars.

Það er enginn lausn frá helstjórn þessa fólks þar sem á Alþingi situr nú. það er meirihluta tætingslið sem virtist hafa stjórnleysi og hatur á skipulögðum vinnubrögðum einhvers ímyndaðs fjórflokks efst í huga þegar það lét kjósa sig nú á þing. Nú geta menn horft uppá hringsnúninga þessa volaða liðs þegar enginn man lengur fyrir hvaða flokka þetta sat á þingi í fyrra eða hitteðfyrra. Og hafa heldur ekkert með að gera að muna það þar sem þetta lið hverfur brátt úr sögunni inn á fyrrheitnu lönd eftirlaunanna. Vonandi áttar fólk sig á nauðsyn þess að flokkum fækki sem mest og sérvirtringum þar með um leið.

Þjóðin verður hinsvegar að gaga sína Kanossagöngu á enda til kosninga. Vel væri ef einhverjir aðrir valkostir færu að láta á sér bera með haustinu og hættum að láta hlutina vefjast fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég sé ekki að það hafi nokkuð að segja,þótt kosið sé um samsullið frá Stjórnlagaráði.

Helga Kristjánsdóttir, 26.7.2012 kl. 20:09

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Því fleiri sem hunsa þessar kosningar því meiri verður niðurlæging smiðanna. 

Þeir hafa reyndar þrisvar verið niðurlægðir í kosningum en hafa ekki skilið það enn, enda eru foringjar þeirra siðblindar marglittur, svo ég noti mér orð úr ágætum texta hér annarstaðar.     

Þakka þér fyrir Halldór

Hrólfur Þ Hraundal, 26.7.2012 kl. 21:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hefur þér aldrei dottið það í hug að ríkisstjórnirnar sem stefndu þjóðinni í Hrunið hafi verið lélegar og að neitt af því sem nú vefst fyrir okkur eigi orsakir frá valdatíma þeirra?

Ómar Ragnarsson, 26.7.2012 kl. 22:48

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar,

Við áttuðum okkur of seint að það voru bara annaðhvort krimmar eða fáfróðir aular sem stjórnuðu bönkunum sem hrundu. Þeir hrundu af því að það var búið að ræna þá innanfráeins og kom í ljós þegar Þorsteinn Samherja þurfti að sneypast niður í Seðlabanka og viðurkenna að Jón Ásgeir og Baugur væri búinn að stela bankanum. Setja skeinibréf í Sjóð 9 hjá Illuga osfrv. Welding blessaði allt saman af því hann var svo klár bankamaður og fékk nóg kaup til að samþykkja allt og halda kj...Og Hreiðar Már, sem fékk 80 milljónir á mánuði svo hann færi ekki annað!!. Lánaði allan bankann til einhverra 5 aðila sem voru hluthafar í bankanum!! Hvar skyldi þessi maður fá inngöngu í 1.bekk í bankaskóla núna? Þetta eru og voru fífl upp til hópa en ekki bankamenn. Manstu líka hvað þeir voru dreissugir og bibbnir með sig Kaupþingsbjálfarnir þegar þeir voru að rífa kjaft?

Þegar Lehmansbræður voru látnir falla þá féllu gangesterarnir okkar líka. en hvert þeir fóru með auran virðist hvorki þessi stjórn,Eva Joly, rannsóknaneffnd Alþingis, slitastjórnir né aðrir vita. Þjófarnir sluppu allir með ránsfenginn meira og minna.

Og meira þeir eru komnir aftur margir og búnir að fá gömlu fyrirtækin sín aftur. Og margir segja að þeir hafi keypt kröfur bankanna sem Steingrímur gaf þeim á 5 % af nafnvirði og eigi bankana í dag.

Það var auðvitað heimska okkar að láta þessi bankafífl komast upp með það að dæla inn erlendum innleggjum og lána út innanlands þegar Seðlabankinn var að streða við verðbólgumarkmið með því að hækka stýrivexti sem aftur kallaði á enn meira innstremi í hávextina.

Seðlabankinn gerði ekkert til að taka gjaldeyrinn af glæpamönnunum og binda hann niður í stað þess að keyra okkur í hrunið í eyðslufylleríi því að glæpamennirnir voru líka búnir að ná tökum á almenningsálitinu, áttu fjölmiðlana og létu forsetann lofsyngja sig og fljúga með sér meira að segja.

Það eru mistök stjórnarflokkanna og forsetans sem voru þannig. Stjórnarskráin kom þessu ekkert við. Það þurfti ekkert að eiga við hana úr því að það átti ekki að laga kosningaréttinn okkar Ómar minn. Er nýja skráin þin eitthvað að gera í því?

Jú Ómar, ríkisstjórnir okkar hafa margar verið lélegar. Við fáum svo lélega þingmenn því að kaupið er lágt.Það fer enginn í atvinnupólitík nema til að frelsa sig frá kennara-eða sendisveinakaupi. Þú færð aldrei neitt afburðafólk þarna inn heldur lögfræðingalið, uppgjafa rukkara og fiskikellingar utan af landi.Gáfumenn eins og Ólafur Björnsson eða Pétur Blöndal eiga erfitt uppdráttar fyrir slifsislausum sem hafa þau einu áhrif að keyra virðingu Alþingis enn neðar.

Af hverju ferð ú ekki á þing núna Ómar? það þýðir ekkert að fara fram fyrir eitthvað flokksbrot. Farðu fram fyrir alvöruflokk og ég er viss um að þá hlustar þjóðin á þig. Ég gæti alverg verið með þér í flokki. En þú þarft að syngja og græða og verður því að láta einhvað undirmálsfólk sitja á þinginu af því að þú hefur ekki ráð á því. Svo kanntu ekki að hlusta á aðra en þapð þarf maður að gera í pólitík. Er þetta ekki lýðræðisvandinn í raun?

Hrólfur, sem fyrr erum við sammála.Algerlega.

Og Helga mín elskuleg, ég gæti ekki veri meira sammála þér þó Ómar vinur minn sé sjálfsagt ekki hrifinn af okkur..

Halldór Jónsson, 26.7.2012 kl. 23:53

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Af þeim sökum ætti Samfylkingin alls ekki að vera við völd,hvað þá í forsæti.

Helga Kristjánsdóttir, 26.7.2012 kl. 23:55

6 Smámynd: Björn Emilsson

Eg á ómögulegt með að skilja að svo islenskur maður sem Omar skuli fylkja flokki landráðamanna og vera þeirra helsti talsmaður. Svo lengi sem hann hangir þarna á hoirriminni á hann engrar uppreisnar von.

Björn Emilsson, 27.7.2012 kl. 01:52

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð grein hjá þér Halldór og þörf opnun á umræðu, sem þó ætti að vera í fullum gangi í þjóðfélaginu núna svo skömmu fyrir þessa fyrirhuguðu skoðanakönnun. Getur verið að stjórnvöld og fréttasnáparnir þeirra ætli að halda niðri allri umræðu um þetta mál, í trausti þess að skoðanakönnunin verði hagstæðari? Að þau séu búin að átta sig á að efnir þolir illa umfjöllun og treysti á vanþekkingu almennings til að fá hagstæða niðurstöðu?

Ég er hins vegar ekki sammála því að best sé að sitja heima á kjördag. Slík skilaboð skilja þau hjúin Jóhanna og Steingrímur ekki. Það sást best í ólöglegu kosningunni um stjórnalagaþingið. Fólk á að mæta á kjörstað og hafna boði stjórnarinnar, hafna því með öllu. Þeir sem ekki treysta sér til að setja sitt X við nei, geta þá skilað auðu, það telur. Að sitja heima gerir það hins vegar ekki, a.m.k. ekki í augum afturhaldsins!

Jafnvel þó um auma skoðanakönnun sé að ræða og þar að auki ekki bindandi, gefa skýr boð til stjórnvalda um höfnun betri skilaboð en hjáseta. Það mun styrkja þá þingmenn sem þó hafa reynt að standa vörð gildandi stjórnarskrár á Alþingi.

Það virðist nefnilega algerlega gleymast í allri umræðunni að í okkar stjórnarskrá er skýrt ákvæði um hvernig staðið skuli að breytingu á henni. Þó margt sé hægt að hártoga í stjórnarskránni verður þeirri grein þó ekki snúið, hvernig sem menn reyna. Samkvæmt henni er sú aðferð sem stjórnvöld nauðguðu gegnum Alþingi brot á gildandi stjórnarskrá!

Mætum á kjörstað og höfnum þessari vegferð stjórnvalda!!

Gunnar Heiðarsson, 27.7.2012 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband