Leita í fréttum mbl.is

Flugmálastjórn Íslands

er stofnun sem virðist vera gríðarlega ánægð með sjálfa sig.

Á vefsíðu stofnunarinnar er m.a. viðhorfskönnun frá 2010 þar sem stofnunin er í fjórða sæti í samanburði við aðrar stofnanir á eftir Landhelgisgæslunni sem mælist með 5,8 stig, lögreglunni sem mælist með 5,4 stig og Háskóla Íslands sem mælist með 5,2 stig. Tæp 72% ber mikið traust til Flugmálastjórnar Íslands en 5,7% bera lítið traust til stofnunarinnar. Viðhorfskönnunin var framkvæmd 15. -22.. febrúar 2010 með netkönnun og var úrtakið 1393 manns 18 ára og eldri af öllu landinu, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Svarhlutfall var 62%

Hvert skldi hlutfallið vera ef svona könnnn væri gerð meðal flugfólks en ekki slembiúrtaki úr þjóðskrá? Tiltölulega lítið brot þjóðarinnar lætur sog flugmál varða. Mér býður í grun að stofnunin myndi ekki koma svona út þá.Margir þeir sem almannaflug stunda er ekki beinlínis jákvæðir í garð þessarar eftirlitsstofnunar sem sýnir slíku flugi fátt annað en síþyngjandi regluverk sem er því fjötur um fót.

Hafi einhver viðleitni birst hjá stofnuninn til að lyfta undir almannaflug síðustu ár þá hefur það farið fram hjá mér. Það er þá helst að stofnunin hefur frestað framkvæmdum á einhverjum evróputilskipunum en þó aðeins frestað. Hún ver engann fyrir vitleysunni sem er að ganga að GA dauðri í Evrópu vegna síaukins kostnaðar og gjalda. Sama þróun er hérlendis. Sportið er að þróast yfir í ríkra manna sport. Venjulegt fólk getur reynt fisflug og dreka sem er heldur reglugerðarlega auðveldara þó slíkt sé útlægt af flugvöllum. Við sem munum flugmálastjórana Agnar Kofoed Hansen og Pétur Einarsson höfum samanburð á grasrótarfólki og bírókrötum þegar kemur að almannaflugi.

Nýjast afrekið stofnunarinnar er að kyrrsetja gamla þristinn vegna þess að það þekkir enginn alla viðhaldssögu þessarar öldnu flugvélar. Af skiljanlegum ástæðum kannski þar sem hún var smíðuð í seinni heimstyrjöld. Hvernig skyldi vera ástatt almennt um flugvélar frá þessum tíma í Bandaríkjunum? En þau eru líklega eina nágrannalandið þar sem frelsisandinn sem felst í flugi fær enn að dafna? Þó Bandaríkjamenn tali um FAA stundum með takmarkaðri virðingu þá er ég hræddur um að Flugmálastjórn Íslands skipi ekki sama sess í hgum flugfólks á Íslandi.

Enda segir heimsókn á vefsíðu okkar stofnunar sína sögu. Þar eru kynntar reglugerðir og álögur og hvaða snillingar leggi þær á og líti eftir. Ekkert sem er jákvætt fyrir neinn flugáhugamann.

Nú er haldin árleg flughátíð í Múlakoti. Skyldi æðstu menn flugmála koma þangað? Kannski mæta eftirlitsmenn Flugmálastjórnar til að fylgjast með reglunum? Það er allavega búið að tryggja að þristurinn fljúgi þar ekki eins og hann hefur gert um árabil. En þar verður nóg af mörgu öðru og er öllum hátíðargestum óskað til hamingju með þessa daga í grasrótinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband