Leita í fréttum mbl.is

Hvaða rétt eigum við?

til að selja landið? Hvort kemur á undan, við núlifandi eða landið Ísland? Ekki bara í 17.júni bulli heldur í alvöru.

Óli Björn Kárason skrifaði athyglisverða gein á dögunum. Hann vekur athygli á þeirri miklu þenslu sem hefur verið í opinberum rekstri síðustu áratugi. Þetta skeður hægt og hljótt og við tökum ekki eftir því. Við erum að veðsetja landið og börnin okkar. Okkar viðbjóðslega græðgiskynslóð sem skilur ekki upp né niður í ungmennafélagsandanum gamla.

Ég man eftir því að Borgaraflokkurinn komst í stjórn einu sinni. Þá vantaði ráðherrastöðu fyrir hann og þá var búið til Umhverfisráðuneyti til bráðabirgða. Allir reiknuðu með að sá óþarfi myndi hverfa eftir kjörtímabilið. Ekki aldeilis. Nú er þetta orðið að skrímsli.

En grípum niður í Óla Björn:

"Frá árinu 1980 hafa útgjöld hins opinbera nær þrefaldast að raunvirði (mælt á verðvísitölu landsframleiðslu samkvæmt útreikningi Hagstofunnar). Fyrir 32 árum námu útgjöld ríkis og sveitarfélaga um 258 milljörðum króna á verðlagi ársins 2011. Á síðasta ári voru útgjöldin um 751 milljarður króna, þrátt fyrir nokkurn niðurskurð. Árið 1981 var meðalfjöldi Íslendinga rétt liðlega 228 þúsund en á síðasta ári 319 þúsund. Útgjöld á hvern Íslending voru því 1,1 milljón árið 1980 en tæpar 2,4 milljónir króna 2011. Þannig tvöfölduðust útgjöldin að raungildi á hvert einasta mannsbarn."
Leið okkur ekki bara vel árið 1981? Líður okkur eitthvað betur núna með fæðingarorlof og endalaust fleiri stúdenta? Og kvótakerfið? Hvað hefur brest?

Óli Björn segir enn:

"Meginreglan hefur verið sú að útgjöld hins opinbera hafi verið hærri en tekjur eða í 22 ár af 32 frá árinu 1980. Samtals nemur hallinn rúmlega 525 milljörðum króna. Þennan halla verða skattgreiðendur framtíðarinnar að greiða með einum eða öðrum hætti. Í raun er hallinn enn meiri því með skipulegum hætti hafa ýmsar skuldbindingar verið faldar og það sem er verra; skatttekjur framtíðarinnar verið færðar til að standa undir rekstri samtímans líkt og gert var þegar samið var við álfyrirtækin um fyrirframgreiðslu skatta. Þannig er verið að svindla á komandi kynslóðum.

Draga verður í efa að réttlætanlegt sé að greiða liðlega 400 milljónir í laun til listamanna, sem flestir eru fullfrískir, á sama tíma og menntastofnanir líða skort og nemendur þurfa að taka afleiðingunum. Sú spurning vaknar hvort ekki sé hægt að reka velferðarráðuneytið fyrir lægri fjárhæð en 920 milljónir á sama tíma og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni þurfa að sæta stórkostlegum niðurskurði. Varla munu himinn og jörð farast þótt tekið sé til hendinni í umhverfisráðuneytinu sem kostar í heild 8,5 milljarða og þar af 327 milljónir vegna rekstrar aðalskrifstofu. Getur verið að eitthvað sé að í forgangsröðun þegar ekki er hægt að endurnýja lífsnauðsynleg tæki á sjúkrahúsum en talið er rétt að reka Umhverfisstofnun fyrir 922 milljónir króna?"

Mér hefur oft dottið í hug hvort núlifandi Íslendingar hafi rétt til að selja land sitt til erlendra kónga. Hvort komandi kynslóðir hafi ekkert að segja um það?. Ef ég á Grímsstaði á Fjöllum þá get ég selt þá til Kína? Engan varðar um það að dómi Samfylkingarinnar? Getur ólýðræðislega kjörið Alþingi ráðstafað Íslandi án samráðs við íbúana?

Óli segir enn:" Þjóð sem telur sig neydda til að skera niður í löggæslu hefur ekki efni á því að reka forsætisráðuneyti sem kostar 1,2 milljarða króna á ári"

Er eignarhald á jörð eitthvað sem ekki kemur öðrum við? Tilheyrir bújörð ekki Íslandi? Tilheyrir kvótinn á miðunum Íslandi? Getum við selt miðin? Skuldum við Íslandi ekkert fyrir að hafa fæðst hérna og komistí álnir sum hver?Er landið minna en við sem nú lifum? Höfum við engar grundvallarskyldur við landið?

Óli Björn er nefnilega að benda á það að okkar kynslóð er að selja landið og veðsetja í útlöndum. Hversu langt nær okkar umboð gagnvart landinu umfram þeirra sem lifðu á því í gamla daga og gáfu það ekki? Það þurft þá Einar Þveræing til að koma í veg fyrir það. Metur það einhver einhvers lengur? Er réttur peningaveskisins alger á þessu landi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir þetta Halldór og þakkir til Óla Björns fyrir greinina. 

Pókerspilarar þessarar ríkisstjórnar hafa margsýnt í verki að þeir munu ekki hika við leggja landið okkar undir í pókerspili sínu. Ríkisstjórnin, sem meðal annars er þétt mönnuð kosningasvikurunum, spilar póker með bæði fullveldið, sjálfstæði Íslands og frelsi Íslendinga.

Svona fer þegar menn fá viðstöðulaust að spila á kostnað annarra en sín sjálfra og starfa í algeru umboðsleysi kjósenda sem herfilega voru sviknir af Vinstri grænum eftir kosningar 2009.

Við þurfum viðstöðu og trausta varðstöðu um landið okkar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.8.2012 kl. 20:38

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir þetta með ykkur Halldór og Gunnar.

Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2012 kl. 03:17

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er lítið við þetta að bæta, nema kannski að þessu verður ekki breytt undir stjórn afturhalds vinstristjórnar.

Þar liggur afturhaldið í öllu sem skapar verðmætin, en framsókn í öllu er snýr að blýantsnögurunum.

Undir slíkri stjórn er engin framtíðarsýn, einungis svartnættið í öllu sínu veldi!!

Gunnar Heiðarsson, 5.8.2012 kl. 08:16

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka ykkur öllum fyrir að lesa þetta skrif mitt og undirtektir. Það hressir mann að heyra í ykkur sem ég tek alltaf mark á.

Gunnar Rögnvaldsson, ég hef velt því fyrir mér hverju VG getur lofað fyrir næstu kosningar? Geta þeir í rauninni nokkuð annað en skipta um nafn á flokknum og ná sér í nýtt fólk í framboð. Verður ekki bara hlegið að þeim annars?

Gunnar Hreiðarsson

Það er líka hætta fyrir lýðræðið að fljóta með í meðvirkni eins og kallarnir sem fannst lítið mál að gefa Grímsey. Nytsamir sakleysingjar voru þeir kallaðir af kommúnistunum. Það er þetta fólk sem sífellt er verið að rægja fjórflokkinn við. Reyna að fá það í lið með glundroðaöflunum með því að hafa helst dúsín af flokkum á þingi.

Nytsamir sakleysingjar skilja ekki að nú til dags eru flest mál unnin af samtaka teymum manna eins og um borð í frystitogara eða hópi Kínverja að byggja virkjun fyrir Íslendinga.

Halldór Jónsson, 5.8.2012 kl. 12:34

5 Smámynd: Elle_

Eg er sammála ykkur öllum.  Og vonandi er ég ein af þeim sem Halldór tekur alltaf mark á eða kannski oftast.  VG er ónýtur að mínum dómi, Halldór, þó þú hafir nú að vísu spurt Gunnar.  Það getur enginn flokkur lifað eftir svona rugl. 

Elle_, 5.8.2012 kl. 17:37

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Kæra Elle, þú hefur fylgt mínu bloggpári staðfastlega í gegnum tíðina og alltaf skrifað marktækar athugasemdir sem ég þakka allar saman. Þú ert trúaðri á skynsemd kjósenda heldur en ég, því ef marka má fundi hjá VG þá virðist að vera fátt sem Steingrímur getur ekki logið niðurum kokið á þeim flestum, þó sérvitringar eins og Jón Bjarnason og Ömmi séu með rövl

Halldór Jónsson, 5.8.2012 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband