Leita í fréttum mbl.is

Lífeyrisjóðahneykslið

heldur áfram.

Páll Vilhjálmsson geriri kerfinu góð skil á sínu bloggi.Hann segir meðal annars:

"Lífeyrissjóðir á Íslandi eru reknir af græðgisvæddum bjánum sem í ofanálag eru fullkomlega ábyrgðalausir. Bjánarnir sólunduðu almannafé í skýjaborgir auðmanna og fengu í staðinn umbun eins og að sitja í lúxusstúku á Anfield...

Starfsemi lífeyrissjóða er svo einföld að hún sankar að sér getulausu fólki, hrunið sýndi að siðleysingjar hafa líka tekið sér bólfestu þar. Kerfið er ónýtt og þarf að leggja af.

Lífeyrissjóðir starfa í skjóli laga sem tryggir innflæði fjármagns. Útgreiðslur eru aldurs- og örorkutengdar og skýrar reglur þar um. Launþegar greiða til lífeyrissjóða samkvæmt kjarasamningum. Allt er bundið og skýrt og engin samkeppni er á milli sjóðanna.

Spurningin er aðeins hvort sameina eigi alla lífeyrisjsóði landsins í einn sjóð undir ríkisforsjá eða hvort ætti að fara þá leið að hafa enga lífeyrissjóði heldur lífeyrisreikninga í fjármálastofnunum (bankar, tryggingafélög og þess háttar).

Blönduð leið fæli í sér að samtryggingarþátturinn færi til ríkislífeyrissjóðsins en lífeyrissparnaðurinn á lífeyrisreikninga í fjármálastofnunum sem væru undir eftirliti..."

Þjóðin skptist í tvennt. Opinbera starfsmenn sem halda nærri öllum launum sínum verðtryggðum þegar þeir hætta störfum á kostnað hinna sem búa við stöðugar skerðingar vegan afglapalýðsin sem var settur í sjóðina og sagt að ávaxta þá með 3.5 %. Þeir gátu það ekki heldur bara töpuðu og því bætast niðurgreiðslur fólksins sem tapaði á þeim til þess að opinberir geti haldið sínu við eymd þeirra sem lífeyriskerfinu var logið inná í upphafi.

Og enn er sjóðafurstunum trúað fyrir að gambla með skattfé ríkisins því að staðgreiðslan er tekin við útgreiðslur lífeyris sem hefur þá stórrýrnað vegna tapsins. Vandi ríkissjóðs myndi snarlagast ef hann hirti skattgreiðslurnar strax við inngreiðslur í sjóðina en léti ekki fósana sem jhann Páll er að lýsa um að valsa með þær.

Ég vil að hver maður fái verðtryggða reikninga með 0 % ávöxtun í Seðlabankanum á sinu nafni þangað sem skyldugreiðslurnar fara. Hann fær þær út þaðan þegar hann vill fara á eftirlaun. Lokum öllum vindlakössunum og rekum alla þorgeirana og lundana um leið og við leggjum kerfið niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Halldór

Starfsemi lífeyrissjóða er ekki einfalt mál. Varðveisla verðmæta er ekki einföld. Hún er gríðarlega erfitt og flókið mál og sérstaklega á tímum þar sem enga ávöxtun er að finna neins staðar í heiminum vegna samsæris og samhæfingarbrambolts stjórnmálamanna með hálm í heila stað gegn lögmálum peningamarkaða. Annars væru menn ekki að kvarta undan neinu og allir lífeyrisþegar syngjandi glaðir á meðan heimurinn brennur til helvítis hjá öðrum í hagkerfinu. 

Hvar í ósköpunum hafa menn fengið þá flugu í hausinn að lífeyrir og bótagreiðslur eigi ekki að lúta lögmálum markaðarins? Alla vega kvarta menn ekki þegar sjóðirnir græða á tá og fingri. Af hverju vilja þeir þá ekki taka á sig tapið þegar það verður.

Þið ættuð að kynna ykkur gjaldþrotin ríkisrekin lífeyrissjóðakerfi Evrópu áður en sitigð úr góðum málum hér heima og inn í eldavél kommúnista.

Þetta kjaftflæði úr ráðherranum er sölugas af verstu tegund. Einungis enn ein sprautan úr dópsölu stjórnmálamanna. Stefnan er að fá fólk á krók ríkivsvaldsins og ræna því frelsinu gegn einu atkvæði í næstu kosningum. Að fullvita fólk kaupi þetta gas er hreint ótrúlegt. 

Taktu þig saman Halldór minn og teldu upp að fimm.

Að parkera lífeyrissjóðspeningum utan virkni og áhættuþáttöku í hagkerfi þjóðfélagsins og sem fólkið lifir í, er það sama og að skera fyrirfram undan sér um aldur og án nokkurrar æfi. 

Réttara væri að einbeita sér að sukki stjórnmálamanna sem eru að gjaldþrjóta hvert ríkið á fætur öðru. Þar er sukkið. 

Hægt væri einnig að bjóða Íslendingum í skoðunarferð til Japans og Evrópu. Þar hverfur allt. Bara hverfur. Og fólkið á vinnualdri hverfur hraðast

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2012 kl. 22:17

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar minn,

ég er að reyna að spara fyrir okkur. Það er alltof dýrt að láta þesa dindla alla vera í hlutverki apans sme tók að sér að skipta ostbitanum og beit alltaf í stykkin til að jafna þau. Það verður ekkert eftir. Einn strákur í Seðlabankanum getur alveg eins lánað út eins og 400 hundruð þorgeirar og hrafnar. Stjórnmalamenn fara í þann bísness af yfirveguðu ráði til að komast í sæti apans til að skipta ostinum okkar. Eða við fáum að ráða í hverju við fjárfetum okkar reikninga sjálfir, er ekki eitthvað kerfi sme þu getur fundið upp til þess?

Halldór Jónsson, 7.8.2012 kl. 22:38

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já endilega Halldór. Hér kemur lausin.

Að sjálfsögðu á að innleiða lýðræðislegt og móralskt korrekt fjárfestingarkerfi með geislabaugs handauppréttinum við hverjar 1000 færslur á sekúndu í eignastýrikerfi sjóðsins. Valið gæti til dæmis staðið um að shotra helvítis evrusvæðið nakið eins og það leggur sig eða fjárfesta í ættleiddum öpum í dýragörðum á Vesturlöndum. Eða í bannvörum eins og sígahræddum og helstu vindlingaverksmiðjum heimsins eða í smygli á Vodka og MS-DOS. Valið ætti að vera auðvelt eftir að sjóðsfélagar hafa komið sér saman um fjárfestingar-strategíu á maraþonfundum sínum. Þeir hafa hvort sem er ekkert annað við tímann að gera en að tapa peningum sínum. Helst verða fjárfestingarnar sjóðsins að vera vistvænar og sjálfbært pólitískt sprenghlægilegar takk. Etískar maður. Þá gengur þetta.  

Ef sjóðsfélagar eru ekki ánægðir með rekstur sjóðs síns þá ættu þeir að reka stjórn hans sem fyrst. Hér er komið verðugt umhugsunarefni fyrir til dæmis lífeyrissjóð verkfræðinga, sem þóttist geta reiknað, en gat ekki neitt nema hlaupið rishallaréttskeið sitt út á báða enda þaksins sem hann byggði. 

Af hverju heldur þú að laun í hjarta fjármálagreirans, sem menn krefjast svona mikils af, verði að vera frekar hærri en í síldarbræðsusjóði verkfræðinga?

Best væri líklega að viðhafa sparnað í menntakerfinu strax á háskólastigi og áður en menn komast á upp í barnaskólastigann .

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2012 kl. 23:16

4 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Blogg PV er hreint ótrúlegur samsetningur að rakalausu bulli.

Engin rök! Engar staðreyndir! Aðeins öskur leðjuslagsumræðu! Ef umræðu má þá kalla(!)

Þú setur sannarlega niður Halldór að taka undir slíkan hugsunarlausan dómsdagsþvætting.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 7.8.2012 kl. 23:28

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar,

hvernig á ég að reka stjórnir sem ég fékk aldrei að sjá, hvað þá kjósa? Lífeyrissjóður verkfræðinga er skólabókardæmi um hvernig svona kerfi virkar.

Takk fyrir ofanígjöfina Þórhallur Birgir. Þetta var prýðis samsetningur af stóryrðum. Þú kemur með rökin við tækifæri upp úr leðjunni.

Hvorugur tekur á málinu hvort ríkið eigi að taka skattinn strax eða leyfa framkvæmdastjóranum að tapa honum í 1000 færslum á mínútu sem við líklega ekki skiljum óbreyttir

Halldór Jónsson, 8.8.2012 kl. 09:36

6 identicon

Heill og sæll Halldór; æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Þórhall Birgi Jósepsson; hygg ég vera vandaðan og góðan dreng, að öllu upplagi, og fannst mér hann sinna fréttamanns hlutverki sínu, hjá Ríkisútvarpinu forðum, af kostgæfni og einurð.

30. Júlí s.l.; kom Þórhallur inn á síðu mína, til andsvara stórskotahríð minni; verðugri, á höndur Lífeyrissjóða Mafíu sukkinu - og reyndi Þórhallur eftir megni, að verja skítbuxana, hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna, hjá hverjum hann starfar, sem einhvers konar uppfræðari, og kennileyta skýrandi.

Vitaskuld; hefir Þórhallur Birgir, þessi annarrs ágæti drengur, ekki getað svarað mér enn, af neinum myndugleik - fremur en Sveini Rosenkrantz Pálssyni, tækni jöfur ágætum, sem að umræðunni kom, að heldur.

Þórhallur Birgir Jósepsson; vænn drengur og frómur, er einungis, að reyna að verja, hina ÓVERJANDI húsbændur sína, í stein nökkvanum, sem Hús verzlunarinnar, vill láta kallast, sem kunnugt er.

Vonum Halldór; og aðrir skrifarar og lesendur, að Þórhallur sjái að sér, og gangi til liðs við okkur Hvítliða, sem allra fyrst, gegn spillingar óværunni, í landinu.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 12:52

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Halldór minn. Bið þig afsökunar á yfirhalningunni sem ég demdi yfir þig.  

EN 

Samkvæmt lögum sjóðsins er stjórn hans kjörin á aðalfundi til þriggja ára í senn. Þetta er betra en í mörgum löndum. Gott mál. Þessa stjórn er þá eins hægt að reka skyldu félagsmenn vera nægilega óánægðir til þess.  

Hvað varðar skattahrifsun ríkisvladisns á inngreiðslum versus á útgreiðslum, þá er í þessu sjóðsfyrirkomulagi einungis hægt að skatta útgreiðslun því hið berandi koncept sjóðsins er að vera sólidarískur sjóður fyrir alla meðlimi hans. Það er því í hlutarins eðli ekki hægt að skattleggja þínar inngreiðslur á meðan þeir sem fá hana eða fá af henni síðar, sleppa þá við skattinn eða eru látnir greiða einhverja frameiknaða mixútu sem í gæti hæglega verið út í hött og góða nótt, þegar tími þeirra rennur upp.  

Væru lífeyrissjóðir hins vegar lagðir alveg niður og hver maður sæi um sinn ellisparnað sjálfur - til dæmis í gegnum einkarekið "brokerage firm" þá liti málið öðruvísi út því þá væri hægt að beita fjármagnstekkuskatti á málið því ekki væri um neitt solidarískt kerfi að ræða. Þetta væri bara innan hjónabandsins. Þá væri hægt að gera það sem þú nefnir. Og þá væri einnig hægt að leggja niður svo margt annað sem ekki er hægt undir solidarísku koncepti. Til dæmis væri hægt að leggja niður stjóran hluta hins ríkisrekna bákns, því þá væri búið að vara fólk við því frá byrjun að ef það sparar ekki til ellinnar sjálft að þá er ekkert annað sem bíður þess en gaddurinn og örsmátt félagsmálakerfi til neyðartilvika. 

Gunnar Rögnvaldsson, 8.8.2012 kl. 16:42

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Góðan daginn Gunnar

Ég er alls ekki sammála þér um skatthrifsunina. Það er enginn vandi að koma þessu við. Ætlaði íhaldið ekki að skattleggja allar inngreiðslur í séreignasjóðina? Þó að ég hafi borgað inn í sjóðina skattfrjálst og borgi úna skattinn, þá er hægt að byrja öðruvísi með nýjan mann og skipta sjóðnum upp þegar hér er komið sögu.

Kosnir segirðu? Hverjir eru kosnir. Það eru bara kosnir pólitískir dindlar eftir fyrirfram röðuð prógrammi. Almennur sóðsfélagi kemur hvergi nærri. Þetta er samsúrruð ábyrgðarlaus klíka sem ræður svo stjórann uppá jeppa og boðsferðir,sem lánar stjórnarmönnum og vinum sínum og þeirra, eitt allsherjar sukk og spilling. Skil ekkert í þér sem ert annars glöggskyggn að kynna þér ekki söguna.'Eg vil ekki sjá einkarekið brokerage firm, það er bara annað nafna á glæpamönnum. Ég vil bara eiga kröfu á ríkið í gegnum seðlabankann. Auðvitað koma stjórnglæpamenn eins og nú sitja og stela en ég hef þá atkvæðisrétt.

Bara skattleggja alla inngreiðsluna með fullri staðgreiðslu og iðgjöldin verða skattfrjáls og inneignirnar erfast en falla ekki niður.

Ég þyrfti engar áhyggjur að hafa núna ef allar mínar greiðslur hefðu verið lagðar Seðlabankann verðtryggðar, ég og flestir aðrir væri að fá meira en þeir fá í dag eftir fjárvörslu fósanna á þennan hátt sem þú lýsir með stjórnarkjörum og ávöxtun. Svei þessu öllu. Lífeyrissjóðakerfi er mesta þjóðarlygi sem framin hefur verið.Og nún sitja allir pólitískir steingrímóttir snákar um að stela meiru af þeim, einhverjir dularfullir menn sitja í einhverjum framtakssjóðum og kaua í einhverjum andskotanum sem enginn veit. Svo er bara tilkynnt um tap og soorí stína, þeir tapa engu, bara lífeyririnn er skertur.

Þetta sólidaríska konsept þitt skil ég ekki fyrir mína parta og vænti útskýringa.

Halldór Jónsson, 9.8.2012 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband