Leita í fréttum mbl.is

Voila !

Vigdís Hauksdóttir sem einhver sagði við mig á dögunum að væri hugsanlega skeleggasti þingmaður Framsóknarflokksins í ellefuhundruð ára sögu hans segir svo í Mogga:

„ Í 9. kafla sem fjallar um fjármálaþjónustu í samningsafstöðu Íslands í því aðlögunarferli sem nú stendur yfir gagnvart ESB sem birtur var 11. júní sl. á netslóðinni vidraedur.is koma fram afar einkennilegar upplýsingar. Þar stendur: "[Dóms]málinu mun væntanlega ljúka á næstu mánuðum og Ísland væntir þess að allir hlutaðeigandi aðilar munu virða niðurstöðu EFTA-dómstólsins varðandi þetta mál.

Það er engu líkara en ríkisstjórnin vilji tapa málinu og játa sig sigraða fyrirfram með þessu loforði. Ef grunnurinn að þessari yfirlýsingu er skoðaður virðast hagsmunir ríkisstjórnarinnar vera aðrir en hagsmunir íslenskra skattgreiðenda - því ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar lagði allt undir til að koma þessum birgðum yfir á landsmenn. Því fara hagsmunirnir ekki saman - sér í lagi þegar komið er fordæmi fyrir því að Landsdómur hefur verið virkjaður."

Þetta kemur mér nokkuð á óvart því ég hélt að þjóðaratkvæðagreiðslur, hvað þá tvær í röð um Icesave málið, hefðu eitthvað gildi hjá fóki sem talar hástöfum á hverjum degi um gildi beins lýðræðis og gegnsæis og nauðsyn stjórnarskrárbreytinga í því sambandi. Það á sem sagt að semja um málið við kröfuhafana.

Verður það afgreitt með lagafrumvarpi frá Alþingi sem Ólafur þarf að samþykkja eða Már bara látinn látinn ganga frá greiðslunni?

Voila! Þannig stjórnar Steingrímur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband