Leita í fréttum mbl.is

Ólögleg Alþingi

situr að völdum í landinu. Því ber að fara frá tafarlaust vegna 11.gr. stjórnarskrárinnar.

Vigdís Hauksdóttir segir enn í greininni Mogga:

"Það er með eindæmum að ríkisstjórnin skuli sitja enn og halda á málinu fyrir hönd Íslands. Steingrímur J. sagði að Icesave I væri »glæsileg niðurstaða« og Jóhanna spáði »köldum frostavetri« gengust Íslendingar ekki að kröfum Breta og Hollendinga.

Forseti Íslands vísaði Icesave í tvígang í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu sbr. 26. gr. stjórnarskráinnar - og höfðu landsmenn betur í bæði skiptin - mót meirihluta alþingismanna. Það er því dæmalaust að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa sagt af sér og boðað til þingkosninga - strax eftir fyrri þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Ef skoðað er sambærilegt ákvæði í stjórnarskránni um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu í 3. og 4. mgr. 11. gr. hennar sem fjallar um forseta Íslands þá kemur þar fram:

"Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna. Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga."

Þarna kemur skýrt fram að sé þjóð og þing ekki samstiga þá beri þinginu að víkja. Hví var ekki sótt fordæmi til þessarar lagagreinar þegar ríkisstjórnin tapaði málinu með 98% greiddra atkvæða?"

Svo undrast menn það að virðing Alþingis sé komin niður fyrir rauðvínsstyrkleika í hugum almennings?

Alþingi sem nú situr með stjórnarskrábroti er kolólögt og á að fara frá tafarlaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband