Leita í fréttum mbl.is

"Ísland í alþjóðasamfélaginu"

er frasi sem ESB sinnar nota mikið til að slá um sig. Íslendingar eru ekki með í samfélagi þjóðanna ef þeir eru í ekki í hópi hinna 27 þjóða í ESB. Eru ekki meira en 90 önnur þjóðríki til?

Þorsteinn Pálsson sem er einn hættulegasti áróðursmaðurinn fyrir aðild Íslands að ESB skrifar svona í Fréttablaðið í dag:

"Til að bæta úr þessu þarf Sjálfstæðisflokkurinn að sýna skýrari áætlun um hvernig ná á Íslandi út úr pólitískri blindgötu stjórnarflokkanna í efnahagsmálum og trúverðugri hugmyndir um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu til lengri tíma."

"Til lengri tíma erum við öll dauð" sagði Keynes.

Eitt af því sem hefur hrjáð ESB sina lengi er að þeir halda að heimurinn sé óumbreytanlegur. Slíkt gengur aldrei lengi í pólitík og það sá Sjálfstæðisflokkurinn sjálfsagt og kaus hann frá formennskunni á sínum tíma. Á móti mínu atkvæði skal tekið fram.

Nú sendir Þorsteinn vikulega frá sér skeyti þar sem hann spáir í spilin og talar stundum eins og hann tali enn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sem hann gerir alls ekki frekar en ég. Sem tilvitnuð setning hans talar hinsvegar nokkuð skýru máli um.

Þorsteinn hefur ekki komið lengi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins svo ég hafi séð. Ef hann hefði verið á þar liðnum fundi þá hefði hann hugsanlega ekki skrifað þessa setningu á þennan hátt. Flokkurinn hefur nefnilega alveg skýra sýn á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Flokkurinn vill frjálst og sjálfstætt Ísland sem talar á jafnréttisgrundvelli við aðrar sjálfstæðar þjóðir. Hann er búinn að móta afstöðuna í gegnum miklar umræður þar sem þau sjónarmið urður ofaná með gríðarlega afgerandi hætti.

ESB er hernaðarbandalag eftir að Vestur-Evrópusambandið rann inn í það 2006. Það er alveg kýrskýrt að þjóðirnar 27 eru í því bandalagi og engin getur skorist úr sameiginlegum ákvörðunum. Sr. Þórir Stephensen þrætir fyrir þetta ennþá við mig í Sundlaugunum og svo er um marga hjartahreina Evrópusinna hérlendis. En þeir hafa bara ekki lesið textana nægilega vel. Enda eru textarnir lipurlega orðaðir en samt skýrir og ákveðnir.

ESB er tollabandalag gegn restinni af umheiminum. Það er heldur ekki umdeilanlegt ef textarnir eru lesnir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið á þeirri skoðun að Ísland eigi að ganga þarna inn vegna sértöðu landsins í ríkidæmi. Sama hvað Þorsteinn Pálsson og aðrir skeleggir menn reyna að ýja að því að til séu einhverjir Evrópu-armar í flokknum.Þeir eru þá í hæstalagi fálmarar eða bifhár, svo litlir eru þeir.

Þorsteinn heldur svo áfram að sá í framtíðina.Líklega hefur hann rétt fyrir sér þegar hann veltir Framsóknarflokknum fyrir sér:

"...að Framsóknarflokkurinn hafi verið í harðri stjórnarandstöðu er ólíklegt að hann vilji láta kosningarnar snúast um það hvort stjórnarandstaðan eigi að leysa ríkisstjórnina af hólmi. Hann mun því halda hinum kostinum jafn opnum að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Það þýðir aftur að enginn veit fyrir hvað flokkurinn stendur. Hann á því litla möguleika á berja í bresti trúverðugleikans.

Vandi Sjálfstæðisflokksins er sá að hann getur ekki bent á Framsóknarflokkinn sem öruggan samstarfsflokk. Þá mun Morgunblaðið ekki fallast á samstarf við Samfylkinguna jafnvel þó að svo ólíklega færi að hægri armur hennar næði undirtökunum. Málefnalega er síðan erfitt að benda á VG sem eftirsóknarverðan kost til að vinna með.

Að þessu virtu virðist Sjálfstæðisflokkurinn eiga meiri möguleika en aðrir til að koma ár sinni betur fyrir borð fái hann meiri tíma. Ekki er þó víst að honum takist að nýta hann til þess eða hafi hug á því. En eini öruggi krókur stjórnarflokkanna á móti slíku bragði er að efna til kosninga í haust. Herkænska af því tagi er þó heldur ólíkleg."

Um margt er ég sammála Þorsteini þarna. Það eru margir að velta þessum málum fyrir sér um þessar mundir. Hvað sé eiginlega Sjálfstæðisflokkurinn og hvað hann sé að hugsa. Og vissulega eru margir Sjálfstæðisflokksmenn í óvissu um núverandi getu flokksins til að takast á við vandamálin eða hvort hann nái vopnum sínum saman ef hann þyrfti að mynda stjórn núna strax. Því er til að svara, að núverandi þingflokkur er ekki sá sami og mun standa frammi fyrir stjórnarmyndunarviðræðum að þessu Alþingi gengnu. Það gerist ekkert nema með nýjum kosningum. Vötn eru ekki öll fallin til sjávar í Dýrafirði hvað þetta varðar sem betur fer fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur. Tíminn er ekki kominn en hann kemur.

ESB sinnar eiga óvíða vísan stuðning innan flokksins sem stendur og mér segir svo hugur um að það atriði muni vega þungt í prófkjörum flokksins. Þorsteinn Pálsson getur ekki frekar en ég dæmt um skoðanir Sjálfstæðisflokksins á stöðu Íslands í þessu svonefnda "alþjóðasamfélagi" til skamms tíma fyrr en liðsveitin liggur fyrir. En við skulum vera skýr á því að það eru til þjóðir utan Evrópusambandsins og ekki alhæfa eins og þeir ESB sinnar gera svo oft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Eg er sammála að Þorsteinn sé einn hættulegasti áróðursmaðurinn í þessu máli, Halldór.  Hann og nokkrir enn.  Kannski Jón Hannibalsson? Nema fólk skynjar að hann segir of oft ósatt.  Sigurður Líndal sagði hann ekki skirrast við að segja ósatt.  Og það var varðandi ICESAVE.  Skrif þín met ég líka mikils þó eitt okkar sé óflokksbundið og hitt alls ekki. 

Elle_, 13.8.2012 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband