Leita í fréttum mbl.is

Þjónusta Landsbankans

er líklega alveg eins og ég man hana í gamladaga. Þá hafði blankur maður á tilfinningunni að bankar litu niður til viðskiptavina sinna sem biðu niðurlútir eftir afgreiðslu sumir í von von um náðarvíxil. Svo komu Björgólfarnir og þá átti allt að vera svo þjónustvænt, bankinn var orðinn vinur þinn sem bara hugsaði um að þjónusta þig og þú gast allt í einu fengið lán meira að segja.

Nú er bankinn aftur orðinn ríkisbanki og fyrir utan bíður horaður almúginn eins og sagði í kvæðinu hans Ladda um Austurstræti.

Ég stakk debetkortinu mínu í hraðbanka Lsndsbankans á Dalvegi á föstudagskvöldi því ég átti ekki neinn pening í buddunni.(Hm, þessi banki er í ríkinu) Kassinn gleypti kortið og fór ssvo að spila fyrir mig myndasýningu á skjánum um ágæti Landsbankans.

Ég hamaðist á tökkunum en allt kom fyrir ekki, Ekki fékk ég kortið til baka. Gefið var upp neyðarnúmer til að hringja í. Ég var svo sljór að ég stóð við kassann og hringdi. Fólkið í röðinni fór að ókyrrast og spyrja mig hvort ég væri ekki að verða búinnn. Einn spurði hvort kassinn væri bilaður aftur. Ég sagði svo vera. Röðin hvarf en innan skamms kom starfsmaður frá ÁTVR og setti skilti með límbandi á kassann sem stóð á "bilaður-broken" og gat ég þá farið af vettvangi með góða samvisku.

Í neyðarnúmerinu var mér tjáð að það yrði litið á kassann eftir helgina og þeir myndu senda kortið í viðskiptabankann. Það væri engin neyðarvakt eða soleiðis. Það kæmi einn hópur manna að gera við kassann og annar hópur að taka kortið og skila því.

Ég sparaði öll útgjöld um helgina og hringdi í neyðarnúmerið á mánudaginn og fékk uppástungu frá elskulegri stúlku um að hringja í viðskiptabankann. Þeir myndu senda kortið með símanúmerinu mínu þangað. Enginn hringdi á mánudaginn. Á þriðjudaginn hringdi ég um hádegið í stúlkuna til að spyrja frétta og þá sagði stúlkan skyldi spyrjast fyrir um þetta. Eftir langa bið komu þær fréttir að kortið yrði sent til viðskiptabankans í dag með pósti og ég gæti spurt um það þar á morgun eða svo. Takk, frábær þjónusta sagði ég og stúlkan sagði takk fyrir það og var mjög ánægð að heyra.

Ég hef séð að í lyftum eru gefin upp neyðarnúmer til að hringja í ef lyftan bilar. Skyldi vera sama biðin í að fá svörun? Maður geti búist við að verða hleypt út á næsta virkum degi? Skyldu þeir segja sorrí Stína við mann þegar maður kæmi út?

Er þetta ásættanlegt að bankar fái að hafa svona þjónustutæki sem geta auðvitað bilað og étið kortin þín án þess að nokkuð sé hægt að gera nema labba burtu? Ekkki veit ég, en auðvitað raskar þetta í engu áliti mínu á hinu íslensku ímynd Landsbankans að hann sé vinur minn og til þjónustu reiðubúinn.

Kannski fæ ég hringingu frá útgáfubankanum Íslandsbanka við Gullinbrú á morgun um að ég megi sækja kortið. Ég skal láta ykkur vita um framhald málsins og frekari þjónustu Landsbankans ef ég verð fyrir henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Eg lenti nákvæmlega í því sama í hraðbanka Landsbankans í Umferðarmiðstöðinni. Þetta skeði á föstudags eftirmiðdegi. Lofað var öllu fögru að kortið yrði í viðskiptabanka mínum nk mánudag. Nú eru liðnir fimm mánuðir síðan, og kortið ennþá ókomið.

Björn Emilsson, 14.8.2012 kl. 16:06

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað segirðu Björn

ég er þá bara rétt að byrja að bíða.!

Halldór Jónsson, 14.8.2012 kl. 21:31

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Klukkan er 17 á miðvikudegi. Hvorki hósti né stuna frá hvorugum bankanum. Er þetta ekki frábær þjónusta. Skyldi þetta verða eins og hjá Birni?

Halldór Jónsson, 15.8.2012 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband