Leita í fréttum mbl.is

Hver er Pútín?

Hann er karakter sem þvælist dálítið fyrir mér. Ég kann ekki rússnesku og veit eiginlega ekkert um Rússa nema það sem aðrir segja mér. Þessi heimur er lokaður fyrir mér eins og Arabaheimurinn og Íslamisminn.

Mér sýnist að Rússar séu um sumt líkir Aröbum þó sumir þeir efnuðu séu eins og við Vesturlandamenn á öðrum sviðum. En millistéttin er lágt sett og í minni hluta. Menningarstig þjóðarinnar með þeim hætti að þeir geta ekki lifað við lýðræði. Þjóðin er aftarlega í efnalegum velferðarþroska. Þeir varða að hafa sterkan mann yfir sér því þeir höndla ekki nútímann öðruvísi.Alveg eins og Arabarnir.

Saddam Hussein verkfræðingur gat bætt lífskjör þegna sinna stórlega en aðeins með harðstjórn. Þegnunum í það heila tekið leið betur undir honum en nokkru sinni þangað til Vesturlönd fóru að skipta sér af innanlandsmálum undir yfirskyni democracy sem þessar Arabaþjóðir geta ekkert með farið. Nú líður þeim öllum verr þökk sé okkur. Sömu sögu er að segja bæði af Gaddafi og Hosni Múbarak og þeirra þjóðum.

Hinsvegar hef ég ekki yfirsýn yfir hvað við gátum stolið miklu af þessum þjóðum í leiðinni og við hjálpuðum til við manndrápin þannig maður veit ekki hvort okkur líður verr eða betur ef grannt er skoðað. En auðvitað eru allar styrjaldir beinn hagvöxtur og framleiðsluörvandi framfaraskeið í öllum bísness.

Mér finnst að Pútín gæti hugsað sér að vera einskonar Napóleon Rússa. Mann sem leiðir þjóð sína fram til nýrra tíma. Hann og Napóleon eru hinsvegar ólíkrar gerðar hvað bakgrunn snertir. Napóleon var tekinn frá móður sinni 8 ára gamall til þess að alast up til að verða herforingi og heiðursmaður. Enginn brá honum um stríðsglæpi þrátt fyrir að fáir hafi staðið að meiri manndrápum en hann. Það var farið með hann sem þjóðhöfðingja eftir ósigurinn. Foringjar þriðja ríkisins voru hinsvegar margir hengdir að stríði loknu.Pútín geymir andstæðinga sína eins og Kodorkovsky í Gúlaginu.

Pútín kemur sem ungur maður í leyniþjónustu Rússa. Ekki veit ég hvort líklegt sé að sömu siðferðisgildi ríki innan NKVD og í herskólum þeim sem fóstruðu Napóleon. Að því leyti getur verið grundvallarmunur á þessum mönnum. Þó eru þeir báðir kjörnir keisarar í þjóðaratkvæði. Báðir auðguðu sjálfa sig og fjölskyldur sínar og vini og samstarfsmenn stórlega um leið og þeir efldu ríkið. Spurning er hinsvegar hvar skilur með þeim.

Napóleon hugsaði um hina smáu.Gleymdi aldrei hinum litla manni. Hann færði okkur að stofni til þá réttarvernd sem borgarinn býr við í dag á Vesturlöndum og í ótal málum breytti Napóleon því hjá fólki sem nú er talið sjálfsagt. Hann var meira með pennann á lofti heldur en sverðið, sívinnandi að framförum þjóðarinnar.

Hvað er Pútín að gera? Hversvegna lætur hann dóma ganga yfir stelpuskjátum úr Pussy Riot. Ekki er líklegt að Napóleon hefði ekki leyst svona smámál án svona upphlaups eins og Pútín verður að þola um allan heim. Hvað er hann annað að gera. Er hann að ná árangri í efnahagslífinu? Er Rússum að líða betur almennt fyrir hans tilstilli?

En það eru einmitt smáatriðin sem skipta máli. Karakter Pútíns er varla eins og Napóleons og greind hans þá líklega ekki heldur. Og mögulega getur hann verið hættulegt ólíkindatól í fleiri málum sem snerta stærri hagsmuni en þessar stúlkur. Eða þarf hann að leika hlutverk gagnvart minnihlutahópum kirkjufeðra? Hann muni leysa þetta á sinn hátt þó síðar verði. Það er eiginlega það sem við þurfum að velta fyrir okkur því við sjáum aðvitað aðeins hluta af dæminu og heyrum matreiddar fréttir okkar yfirvalda.

Hver er Pútín?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband