Leita í fréttum mbl.is

Verðtryggingarræðan

bylur sýknt og heilagt frá Sögu-stöðinni. Afnám verðtryggingar er allra meina bót á þeim bæ og fastra fyrirlesara þjóðarsálarinnar.

Það yrði gaman ef venjulegir Íslendingar færu að hugsa um hvernig þeir geti hætt að vera lánafíklar og færu að hugsa um hvernig hægt sé að leggja fyrir og mynda eign. Færu að velta því fyrir sér hver sé munur á lánskrónu og sparikrónu. Stjórnmálamenn færu að huga að því að gefa fólki tækifæri til að vinna sjálft með eigin höndum að eignamyndun í stað þess að hugsa bara í félagslegum úrræðum.

En það eru ekki margir kostir um þessar mundir sem bjóðast sem sparnaðarleiðir. Hver þorir að binda peningana sína í 3 ár þessum bönkum sem geta farið á hausinn þegar minnst varir bara til þess að peningurinn rýrni hægar?

Það vantar hérna alvöru banka eins og Steypustöðin var í gamla daga þar sem menn gátu átt steypukrónur inni. Fyrirtækinu treystu allir og lögðu hiklaust inn aurana sína án frekari tryggingar en kvittunar frá gjaldkeranum. Meira segja ríkið tók þessar kvittanir uppí skatta. En við þorðum ekki annað en að setja kvóta á innleggin og miklu færri fengu að leggja inn en vildu.Ef við hefðum verið útrásarvíkingar hefðum við getað stungið af með gríðarlegar upphæðir. En við vorum ekki þannig upp aldir. Orð stóðu stundum í þá daga. Þetta var á verðbólguárunum þegar peningaseðillinn brann upp fyrir augunum á þér ef þú gast ekki komið honum í eitthvað fast efni eins og steypu.

Þeir sem væla hæst núna um afnám verðtryggingar virðast ekki vilja hugsa um það atriði að fólk myndi einkasparnað. Þeir vilja bara lán sem brenna upp í verðbólgu. Og af því að enginn vill lána þeim til langs tíma óverðtryggt þá heimta þeir ríkislán fyrir sig og sína. Þeir viðurkenna ekki samband milli lána og sparnaðar eða frjálsra samninga eins og Hraðpeningafyrirtækin bjóða uppá.

Vextir eiga að vera svo háir sem til eru fífl að borga, sagði gamli Sveinn. Það þarf alltaf tvo til lánsviðskipta. Lántakandann og lánveitandann. Báðir verða að hagnast. Ekki bara lántakandinn eins og umræðustjórarnir halda fram.Það eer ekkert sem þú verður að kaupa hvað sem það kostar.

Vaxtasíbyljan gengur alla daga. Atvinnureksturinn þolir ekki þessa vexti er vælt og vælt. Ef hann þolir þá ekki þá eru bara ekki tekin lán og eitthvað gert annað. Að gefa út steypukrónur var ein leið í gamla daga. Vextir eiga að vera frjálsir eins og önnur vara og þjónusta. Vaxtasamráð er hinsvegar samsæri gegn almenningi og á að meðhöndlast sem slíkt í stað þess að greiðast með fálkakrossum eða sektum á fyrirtæki frekar en stjórnendur.

Nú treystir enginn öðrum fyrir horn. Heiðarlegt fólk er orðið undantekning frekar en reglan og frásagnir af þjófnuðum svikum og skjalafalsi eru aðalfréttirnar. Menn eins og Snorri í Húsasniðjunni heyra sögunni til en þeir bréfaguttar komnir í staðinn sem þykja mestir sem hafa tekið mesta snúningana á almenningi eins og Pétur Blöndal er að sýna á myndbandinu sínu þessa dagana á Facebook. Svoleiðis karaktérar tróna nú margir hæst í viðskiptalífi landsmanna.

Allir þurfa þak yfir höfuðið. Þjóðfélagið á skilyrðislaust að hjálpa fólki til að eignast fyrstu íbúð án þess að drukkna í vöxtum. En lóðaokrið hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu er svo svakalegt að það er lamandi fyrir heilbrigt samfélag. Borgaðu 17 milljónir áður en þú færð að byggja lítið einbýlishús ! Þetta veldur því að fólk verður frá að hverfa.Sama lóð kostar brot af þessu úti á landi. Samt er ekkert gert nema vælt og þvælt um Ebítur og ávöxtunarkröfur en ekkert um raunhæfa hluti eins og fólk skildi á dögum smáíbúðahverfsisins.

Vertryggingaræðurnar hjá Sögustöðvar-spekingunum eru löngu gengnar sér til húðar sem raunhæft innlegg í vandamál unga fólksins. Það vantar einhverskonar New Deal eins og Rossevelt sagði í gamla daga. En það verður víst bið á því. Fólk getur líka misst af sjónvarpsþætti ef frítíminn er ekki í heiðri hafður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Halldór þú gleymir að segja fyrir hverja verðtrygging vinnur í dag!!!það er fyrir bankana sem lánuðu óspart en vertryggt og þufa eeki að hafa áhyggur með belti og axlabönd lifa góðu lífi á þvi bara þurfa litið að lána/ég hefi lifað alla þessa daga sem þu talar um ,eg trúi að við séum samt flokksbræður,en lýsingar þínar á hér áður eru ekki alveg svona/Kveðja P/S en um stjórnarfarið erum við mikið sammála/sami

Haraldur Haraldsson, 25.8.2012 kl. 23:02

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hef víst sagt þér það áður,en ég ,rukkaði,hét það fyrir Steypustöðina,byrjaði að leysa Erlu Magnúsdóttur,systur Ástþórs af. Það var alltaf kátína í höfuðstöðvum Steypustöðvarinnar,þar sem Alli,var hrókurinn.Þægileg vinna fyrir konu með fullt hús af börnum. En um það leiti ráku þeir einnig steypustöð Suðurlands á Selfossi.

Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2012 kl. 00:19

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Verðtryggingin hefur marga galla Halldór og full ástæða að skoða hvort ekki sé rétt að afnema hana.

Fyrir það fyrsta er þessi aðferð ekki réttlát. Hún skilar ekki þeim tilgangi sem til er ætlast, að menn greiði til baka jafnvirði þess er að láni var tekið. Verðtrygging leggst við höfuðstól og verðtryggist þar. Þetta veldur því að meira er greitt til baka, í raungildi. Svona svipað og ef steypurúmeterinn hefði rýrnað í geymslu Steypustöðvarinnar. Það veit ég þó fyrir víst að gerðist ekki.

Í öðru lagi þá er þetta lánsfyrirkomulag, að leggja verðtrygginguna á höfuðstólinn, til þess fallið að auka lántökur. Afborgun í upphafi lánstíma er með þessu gerð of létt, ekki í neinu samræmi við lántökuna. Að vísu hafa sumir bankar boðið upp á svokallað þak á vexti lána með breytilegum vöxtum, en þar er í raun verið að taka upp einn hellsta galla verðtryggingar, þar sem þeir vextir sem fara uppfyrir þakið leggjast við höfuðstól og taka á sig vexti.

Í þriðja lagi virðist sem þessai verðtrygging skili sér ekki til sparifjáreigenda, nema að mjög takmörkuðu leyti. Þetta sést ef skoðaðar eru reiknivéla bankanna. Ýmsar ástæður geta legið fyrir þessu en sennilega sú sem mestu skiptir, að við útlán reiknast verðtrygging við hver mánaðamót og byrjar að taka á sig verðtryggingu. Við innláni fer þessi reikningur hins vegar fram einu sinni á ári. Þessa skekkju taka bankarnir svo til sín og skammast sín ekkert fyrir.

Það má finna fleiri neikvæða kosti við verðtryggingu og auðvitað jákvæða líka.

Í sjálfu sér er verðtrygging sem slík í lagi, það er aðferðafræðin sem er röng. Ef lánþegi þyrfti að greiða reiknaðar verðbætur við hver mánaðamót, í stað þess að hún leggist á höfuðstól, væri málið skárra, orðið líkar lánum með breytilegum vöxtum. En það er þó ljóst að engum dytti í hug að veita lán með breytilegum vöxtum, sem breyttust við hver mánaðamót. Þá er einnig ljóst að enginn sparifjáreigandi fengi slík kjör.

Það er vissulega rétt hjá þér að hér á landi þarf að verða viðhorfsbreyting. Þjóðin lifir ekki lengi á lánum, hvorki ríkissjóður né einstaklingar. Það væri liður í þessari viðhorfsbreytingu að afnema verðtryggingu. Þá yrði fólk að hafa tekjur til að greiða af þeim lánum sem það tekur, fyrstu mánuði lánstíma. Þetta byggist auðvitað á því að bankarnir fari ekki í einhverjar æfingar.

Þetta myndi draga mjög úr lántökum og fleiri sem færu þá eðlilegu leið að spara fyrir því sem það ætlar að kaupa, að hluta eða öllu leiti. En þessu þarf að fylgja einhverjar ráðstafanir til þess að fólk geti fengið þak yfir höfuð sér. Það sér hver heilvita maður að ungt fólk sem er að stofna fjölskyldu hefur ekki úr miklu að moða til að spara og hætt við að mörg ár taki fyrir það að spara fyrir eigin húsnæði. Þann tíma þarf með einhverjum hætti að brúa, því enginn býr með fjölskyldu á götunni.

Húsnæðisleigumarkaður hér á landi er mjög frumstæður. Bæði er allt of lítið af slíku húsnæði í boði, sem og að leiguverð er oft á tíðum allt of hátt. Ung fjölskylda með börn hefur enga möguleika til sparnaðar á þeim leigumarkaði sem hér er, margt hefur vart efni á að leigja sér húsnæði. Þetta þarf að laga samhliða afnámi verðtryggingu.

Gunnar Heiðarsson, 26.8.2012 kl. 10:05

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvorki kúlulánþegar né aflandskrónueigendur hafa áhyggjur af verðtryggingu. Og meðan þeir una glaðir við sitt, af hverju skyldum við þá ekki gera það líka?

Sigurður Þórðarson, 27.8.2012 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband