Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur er snillingur

það sá ég eftir flokkstjórnarfund VVG á Hólum. Ekkert get ég ímyndað mér nema gargandi snilld í Icesave stíl þurfi til að fara á fund flokksbræðra sinna með málefnapakka eins og Steingrímur ber á bakinu og fá þá alla til að rétta upp hendur eins og sprellikalla sem togað er í.

Slétt sama þó fyrrum ráðherrar mættu ekki á fundinn sem var vel falinn á útnára í lok sumarleyfa, það kom nóg fólk á 5 borð sem hægt var að mynda og setja í RÚV. Sama hvaða svívirðingar sem tíndar hafa verið til á formanninn. Ekkert hreif: Hallelúja! Áfram vinstri stjórn eftir kosningar.

Urðu ekki fleiri en ég andvaka af áhyggjum yfir framtíðinni? Getur það verið að við bara sjáum ekki snilldina sem hann sér?

Er hann kannski raunverulegur snillingur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Pestin sem Steingrímur er haldin er reyndar erfðasjúkdómur og er stundum kallaður siðblinda.  Þegar heiðarlegum manni er bent á að hann hafi farið með rangt mál þá tekur hann það nærri sér og biðst afsökunar. 

En það er alveg sama hverju er troðið ofaní Steingrím, hans eigin lygum eða rökstuddum staðreyndum gegn hans máli.  Hann er alltaf jafn kokhraustur og honum tekst alltaf að kjafta samflokks menn sína til að horfa framhjá axarskafta klambri hans og fá þá til að samþykkja að þeirri smíði skuli fram haldið. 

Það útaf fyrir sig  segir heilmikið um hjörðina hans Steingríms sem líkist mjög Rússum, Þjóðverjum og Ítölum seinni heimstyrjaldar, þar sem þær voru siðblindum mjög leiðitamar.      

Hrólfur Þ Hraundal, 29.8.2012 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband