Leita í fréttum mbl.is

trausti Trausti

Eiríksson var í viðtali við Ingva Hrafn.

Þessi hógværi maður býr á Lækjarkoti í Borgarfirði og framleiðir hátæknifiskvinnsluvélar fyrir allan heiminn.Er með flotta vélsmiðju í nýju húsi sem smíðar úr ryðfríu stáli(sem er ekki einfalt efni að hantéra)ótrúlegar vélar með innbyggð mörg framsóknarvit eins og Stephan Stephensen lýsti gáfnafari hestsins síns honum Roy heitnum. Enda eru honum allar dyr íslenskra sjóða lokaðar. Líklega skilja þeir ekki að hann vill bara fá að vera í friði með sína vinnu, vill ekki stækka eða spila Matador í Kauphöllinni. Flytur út fyrir 25 miljónir á mánuði og hefur 10-20 manns úr sveitunum í vinnu. Byggði gestahús til að þeir geti gist. Er ánægður að fá að lifa og starfa.

Nærri 100 % fer í útflutning um allan heim. Hann er að hanna verksmiðju í rússneskan hörpuskelsbát hinu megin á hnettinum. Trausti á 19 einkaleyfi sem Íslendingar stela að vild því það er svo erfitt að verja sig fyrir lögfræðingaherjunum. Við horfuðm á þann her í Baugsmálinu.

Fróðlegt var að heyra Trausta lýsa viðskiptum sínum við Bankann sinn í hruninu.Hvernig hann tapaði öllu lauslegu í bankann sem hirti af honum aleiguna.Og situr svo líklega upppi með húsið verkefnalaust.

Hann Trausti hafði svo sem upplifað þetta allt áður hversu bankinn er mikill vinur manns þegar gamla og fyrsta Traust lenti í hremmingum vegna svika Norðmanna. Trausti lét ekki deigann síga heldur hélt áfram á eigin spýtur. Síðast fór hann upp í Borgarfjörð eftir blíðuhót bankanna og byrjaði bara að smíða það sem hann kunni, finna upp nýtt aftur og selja Norðmönnum og öllum öðrum meiri vélar. Hann er einn í söludeildinni á sjötugsaldrinum, yfirsmiður og hönnuður allra hluta.

Mikil er aðdáun mín á svona manni sem ekki lét bugast. Bankafíflin vita ekki neitt hvað maðurinn sem þeir eru að flá hefur í hausnum. Þeir geta hirt af manninum allt lauslegt alveg eins og í meistarar Gúlagsins gerðu við Soljschenitsin. En hausinn geta þeir ekki tekið. Það voru mistök þeirra að láta Trausta fara með hausinn með sér af því að þeir skilja ekki hvað í honum bjó.

Megi Trausti vera laus við bankana sem allra mest og halda áfram að lifa á hausnum á sér sem er troðfullur af reynslu og hugmyndum sem venjulegir bankabjánar geta aldrei skilið.

Hann er Trausti trausti í mínum augum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek undir hvert orð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.8.2012 kl. 21:47

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Við Trausti vorum á sama tíma og í sömu skólum hérlendis og erlendis í menntaskóla og háskólum. Þar af í sama bekki í HÍ.

Ágúst H Bjarnason, 31.8.2012 kl. 06:21

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Heimir.

Ágúst frændi, var hann ekki traustsins verður þá líka? Þetta var fjörkálfur er mér sagt. Tek fram í þessu tilefni að ég get varla sagt að ég þekki manninn hið minnsta nema að hann var einu sinni tengdur einni frænku okkar. Hef varla hitt hann. Horfi bara á verkin hans.

Halldór Jónsson, 31.8.2012 kl. 12:09

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi.

Auðvitað var Trausti fjörkálfur á þessum tíma og traustsins verður. Það vorum við allir meira og minna á námsárunum.

Ágúst H Bjarnason, 31.8.2012 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband