Leita í fréttum mbl.is

Brotlegir hælisleitendur

eru dæmdir í 30 daga fangelsi á okkar kostnað fyrir skjalafals þegar þeir framvísa eða ekki röngum skilríkjum eða segjast aðrir en þeir eru. Hvað kemur okkur við hvað þetta fólk gerir? Af hverju er þetta okkar vandamál en ekki landsins sem þeir komu frá? Eru þeir að gera út á okkar ræfildóm?

Er engin leið að almenningur fái upplýsingar um hvort einhverjar breytingar á ferðafrelsi þeirra hælisleitenda hafi orðið sem ítrekað hafa orðið uppvísir af brotlegri hegðun hérlendis, stroktilraunum osfrv? Gerum við eitthvað í þessu? Framfylgjum við lögum og reglu?

Ennfremur hvervegna tafarlausum endursendingum er ekki beitt eins og heimilt er að gera. Flutningsaðili sem kemur með manneskju sem segist engin skilríki hafa verður að standa ábyrgur fyrir því hvernig viðkomandi komst um borð. Hann getur ekki boðið okkar yfirvöldum uppá það að bera ekki ábyrgð. Honum ber að fjarlægja farþegann sjálfur.

Hvaða meðferð fær skilríkjalaus persóna í Bandaríkjunum sem kemur þangað með Flugleiðavél? Dvalarleyfi með ferðafrelsi? Er það útlátalaust fyrir flytjandann að koma með svona persónu ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór.

Ég er algjörlega sammála þér. Vandamálið er það helst, að hið skrifaða orð líkt og mælt mál virðist ekki duga til. Þessir embættismenn, sem eiga að gæta okkar hagsmuna virðast vera einhverskonar dofnir "uppvakningar" Ég, þú og ótal margir hafa reynt að skrifa mismunandi kurteisislegar ábendingar til þessara "daufdumba" aðeins til að benda þeim á skyldur sínar, en ætíð án árangurs. Það væri kannski vænlegt til árangurs ef að reffilegur karl á borð við þig tæki sig til og gæfir einhverjum þessara máttlausu kauða ærlegt spark í afturendann og það auðvitað á almannafæri?

Jónatan Karlsson, 4.9.2012 kl. 09:38

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi.

Er ekki staðan þannig að þeir sem koma frá Schengen landi þurfa ekki að sýna skilríki við brottför þaðan eða komuna til Íslands.

Þá vaknar spurningin: Hve margir skilríkjalausir rölta einfaldlega inn í landið án þess að nokkur athugasemd sé gerð?   Hve margir skilríkjalausir eru þegar í landinu?  Auðvitað veit það enginn þegar landamæraeftirlit milli Íslands og annarra Schengen landa er ekkert.

Ágúst H Bjarnason, 4.9.2012 kl. 09:52

3 identicon

Ég hef ekki enn náð því að komast skilríkjalaus í gegnum flugvöll í Evrópu.. Hefur þú gert það Ágúst?

Til að svara spurningu höfundar um ræfildóm.. Þá er svarið nei - við erum aðilar að alþjóðlegum sáttmálum um meðferð á t.d. flóttamönnum sem þarf að fara eftir

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 12:26

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þegar við ferðumst milli Schengen landa með t.d. bíl eða lest, og brunum í gegn um landamæri þjóða, segjum Danmörk-Þýskaland-Holland-Belgía-Frakkland, o.s.frv...  Þá minnist ég þess ekki að þörf sé á að sýna vegabréf.

Þegar flogið er milli staða innan Schengen þarf oft að sýna vegabréf í öryggisskyni. Það eru ekki endilega landamæraverðir sem sinna slíku, heldur starfsmenn flugvalla og flugfélaga. Verið er að tryggja öryggi flugfarþega fyrst og fremst, held ég.

Ágúst H Bjarnason, 4.9.2012 kl. 15:12

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

  Það er búið að segja þetta allt saman svo oft, en það virkar ekki. Það er búið að benda á svo mörg dæmi  og reynslu annarra af því að sofa á verðinum í svona málum, en það virkar ekki. 

Mál dugar ljóslega ekki í þessu máli og gildir einu hvaða stjórn er við völd.  Annað hvort verðum við að sætta okkur við þetta svona, eða leggja af stað í aðgerð.    

Hrólfur Þ Hraundal, 4.9.2012 kl. 23:14

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð grein hjá þér Halldór og efnislega hverju orði sannari. Það er þó eitt smáatriði sem þú klikkar á, en það er að kalla þetta fólk hælisleitendur. Það er ekki með nokkru móti hægt að kalla þann sem reynir að komast ÚR landi, hælisleitenda.

Það má kalla þetta fólk flóttafólk, sumt að flýja hörmungar heimalands síns, annað að flýja í von um berta atlæti og svo þeir sem eru að reyna að flýja Ísland.

Hælisleitendur eru einungis þeir sem hingað koma í þeim tilgangi að óska eftir að setjast að á Íslandi, þeir sem vilja búa hér á landi. Því miður er það þó einungis lítið brot þeirra flóttamanna sem hér lenda, sem það vilja. Flestir eru teknir við að reyna að komast vestur um haf, eru stöðvaðir hér vegna þess að við erum útvörður Schengen til vesturs. Það fólk á að senda samstundis til baka til þess lands sem þeir síðast dvaldi í og uppfylla þannig okkar þátt í Schengen samstarfinu.

Þeir sem hingað koma í þeim staðfasta tilgangi að fá hér landvistarleyfi, eiga vissulega að fá afgreiðslu sinna mála hjá útlendingastofnun.

Svo eru það hinir, sem reyna eftir ólöglegum leiðum að yfirgefa landið. Þá á að senda úr landi með fyrstu vél. Þeir hafa sýnt að þeir ætla sér ekki að setjast hér að og alger óþarfi að eyða tíma og fé útlendingastofnunar í slíkt fólk.

Svo er það hitt málið, uppihaldið. Auðvitað verður að fæða það fólk sem hingað vill koma, meðan það fær afgreiðslu sinna mála. En að skaffa því dagpeninga sem nemur hærri fjárhæð en íslenskir öryrkjar og atvinnuleysingjar fá, er auðvitað gjörsamlega út í hött. 

Það er svo auðvitað ótrúleg ósvífni að það fólk sem kallast flóttafólk skuli vera utan laga og reglna þess lands sem það dvelur í, að það geti brotið ítrekað af sér og ekkert hægt að gera í málinu. Ég leifi mér að efast um að þetta sé réttur skilningur alþjóðalaga um flóttafólk, það hlýtur einhver misskilningur vera í gangi.

Gunnar Heiðarsson, 4.9.2012 kl. 23:42

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt hjá þér Gunnar. 

En þarna eru líka þeir sem eru að flýja frá sínum eigin afbrotum og villa á sér heimildir.  Svo eru líka þeir sem eru óþjóðhollar skræfur og þora ekki að hjálpa félögum sínum að berjast fyrir réttlæti í sínu eigin landi. 

Við eigum nóg af slíkum og þurfum ekki á innflutningi að halda í því efni.   

Hrólfur Þ Hraundal, 5.9.2012 kl. 07:49

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Jónatan

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort einhver Guðjón bak við tjöldin stjórni þessu öllu. Hann kemur aldrei fram eða svarar neinu sem við erum að spyrja um. Það er erfitt að sparka í rass á slíkum huldumanni. Svo er ég líka orðinn feitur,gamall og stirður og myndi varla hitta þó ég reyndi. En málið er að það svarar enginn fyrir vandamálið þó verið sé að ræða þetta.

Ágúst frændi

Maður sem er skilríkjalaus og fer skilríkjalaus hingað var ólöglegur á Schengensvæðinu áður en hann fór upp í flugvélina. Hann verður ekki löglegur hér með því að gefa sig fram sem hælisleitandi. Það er einfalt að kveða á um passaskyldu í flugvélar og flugfélagið geymi passann og afhendi hann í viðurvist útlendingaeftirlitsins hér. Þá getur enginn rifið skilríkið og æpt asyl asyl. Flugfélagið ætti að geta greint talsvert af vandanum áður en brottför er. Bandaríkin leysa þetta með ESTA kerfinu, þangað kemur enginn nema forskráður í kerfið. Mér finnst öðruvísi að ferðast á milli Hollands og Belgíu og mili þessara landa og Íslands sem þú ferðekki gangandi eða á bíl.

Kemur einhver skilríkjalaus hingað inn?. Ekki fæ ég að koma inn í landið nema sýna passa og heldur ekki Jón Bjarni Steinsson ? en við erum víst Íslendingar og kannski grunsamlegri en aðrir? Gegnir öðru máli með vændiskonur frá Ítalíu?

Um þessi mál gildir tilskipun ESB

Directive 2008/115/EC of the European Parliament and of the Council of 16 December 2008

Í kafla II grein 6 lið 1 segir:

1. Member States shall issue a return decision to any third-country national staying illegally on their territory, without prejudice to the exceptions referred to in paragraphs 2 to 5.

Það er alveg skýrt að þriðjalands borgari sem kemur hingað ólöglega var líka ólöglegur þar sem hann koma af Schengen svæðinu.

Menn geta lesið þessa tilskipun í heild á www.eur-lex.eu .

Hún er löng og full af undantekningum sem við virðumst fylgja út í æsar án þess að taka nokkuð tillit til þess sem okkur leyfist. Við erum nefnilega alls ekki varnarlaus eins og útlendingastofnun virðist gefa til kynna þá sjaldan sem hún tjáir sig. Vilji er allt sem þarf.

Ég veit að Gunnar Heiðarsson væri manna vísastur til að fræða okkur um lagalegar hliðar málsins. ég er honum sammála um að menn séu ekki hælisleitendur þegar þeir eru búnir að reyna strok. Uppihaldið er rétt samkvæmt ofangreindri tilskipun. En Gunnar þú nefnir að fjárhæðin sé meiri en íslenskt fólk fær. Það þarf ekki að vera annað en nauðsynlegt vegna aðstöðumunar.

En samkvæmt ofangreindri tilskipun sýnist mér nokkuð víst að þeir sem reyna strok eða verða berir að öðru ósæmilegu, eiga að fara í fangelsi þar til þeir eru fluttir nauðugir eða viljugir úr landi.

Já Hrólfur,

Ég hef stundum átt bágt með að skilja þegar 16 ára unglingur segist vera svo hættulegur einræðisherranum heima hjá sér að sá vilji drepa hann af stjórnmálaástæðum einum.Og fleira í þeim dúr. Svo uppgötvast að maðurinn er kannski axarmorðingi eftir a tveggjaára dvöl hérlendis.

Halldór Jónsson, 5.9.2012 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband