28.9.2012 | 11:36
Snjóhengjan
sem vofir yfir okkur er eitt mesta vandamálið af mörgum sem við Íslendingum blasa. Það er sama hvaða ríkisstjórn tekur við, vandamálið hverfur ekki.
1200 milljarðar af peningum geta hugsanlega viljað fara sem hraðast úr landi ef þeir fengju.Sagt er að mikið af þessu fé sé bundið í stuttum skuldabréfum ríkisins. Hitt eru innistæður í bönkunum sem hefðu því betur farið á hausinn á sínum tíma.
Sum þessara ríkisbréfa eru að komast á gjalddaga þannig að þrýstingur vex á að fá ferðaleyfi. Sagt er að eigendur þessa séu í mörgum tilvikum erlendir vogunarsjóðir sem hafi keypt þau á hrakvirði, kannski 5-10%.
Hvað getum við gert? Vill einhver lána okkur tíu milljarða dollara til 50 ára á 1 % vöxtum? Hundrað milljónir dollar í vexti á ári, 2 í afborgun gera 40 milljarða á ári.Þá getum við borgað þetta út. Huang Nubo kannski?
Gefum gengið frjálst. Dollarinn hækkar um helming eða þrisvar sinnum. Sparifé okkar rýrnar um sama. Lífskjör almenning sökkva í bili og fáir munu kaupa LandKrúser það árið. Þolir þjóðfélagið það? Getum við hreinsað skuldina út með slíkri óðaverðbólgu eins og Junkararnir gerðu á sínum tíma í Þýskalandi?
Fremjum rán. Borgum bara þeim sem geta sýnt fram á á hvað þeir keyptu bréfin. Það fái þeir borgað og ekki annað. Leggjum á "útgönguskatt" ("upptökuskatt") Lilja Mós hefur talað um þá leið. Það verða þá líklega margir fúlir úti í land og þjóð.
Eða búa við gjaldeyrishöft í minnsta kosti áratug í viðbót.Verðbólgan étur allar innistæður upp á þeim tíma. Þetta jafnar sig á þeim lengri tíma.
Svo getum við dásamað framsýnina sem fólst í gerð EES samningsins og svo framvegis. Öllum þeim yndislegu paragröffum sem við höfum hólkað ofan í okkur og flækt okkar tilverustig svo um munar. Nú brjótum við samninginn á hverjum degi og enginn segir neitt. Heldur einhver að við við getum gengið í ESB við þær aðstæður? Eða fáum við upphæðina sem vaxtalausan yfirdrátt hjá Evrópusambandinu daginn sem við göngum inn?
Hvernig væri að við færum að ræða um framtíðina í alvöru? Ekki bara um stjórnarskrármál og Landspítalabyggingar. Snjóhengjan er alvörumál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3420142
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Halldór, það vill svo til að auðvelt er að bræða Snjóhengjuna. Vandamálið er þekkt og hefur verið leyst mörgum sínum.
Lausnin er fólgin í upptöku annars gjaldmiðils, hvort sem hann er innlendur eða erlendur. Þar sem hvorki ríkissjóður eða Seðlabanki hafa sjálfvirka ábyrgð á tengingu Krónunnar við aðra gjaldmiðla, fær Krónan og skuldir sem henni tengjast að fljóta á úthafi gleymskunnar.
Um leið og Ríkisdalur verður tekinn upp, með eða án myntráðs, er mikilvægt að gera eignakönnun. Í öllum siðuðum samfélögum hefði eignakönnun verið gerð strax eftir Hrunið, til að sjá hverjir stálu frá hverjum.
Eignakönnun er óhjákvæmileg ef ríkið ætlar að tryggja Krónueigendum eitthvað af Ríkisdölum fyrir Krónurnar. Þarna liggur vandamálið, því að þjófarnir stjórna ennþá samfélaginu og vilja allt fremur en afhjúpun.
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 28.9.2012 kl. 12:25
Það væri gott að þú segðir mér hvaða gengi verður á ríkisdalnum gagnvart dollara og hvað ég á að fá marga ríkisdali fyrir þúsundkallinn minn.
Halldór Jónsson, 28.9.2012 kl. 13:16
Til að auðvelda notkun á Dollar samtímis Ríkisdalnum er æskilegt að gengið sé 1:1.
Ríkið ætti að kaupa ákveðna upphæð (XXX) af Ríkisdölum, fyrir hvern landsmann og endurselja hverjum og einum landsmanni fyrir Krónur, á svipuðu gengi og er í dag. Vilji menn losna við Krónur umfram þá XXX upphæð, verða menn að leita til markaðarins eða Seðlabankans, sem ber ábyrgð á útgáfu Krónunnar.
Upphæðin XXX ræðst af mörgum hlutum, en þegar þú Halldór ert búinn að koma í gegn skiptum á gjaldmiðli landsins, skal ég sjá um að ákveða XXX.
Lotur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 28.9.2012 kl. 13:41
Gunnar Rögnvaldsson, 28.9.2012 kl. 14:08
Ég vona að Kastljós komist ekki í þetta. En þar sem um leynifund (samkvæmt teljara athugasemda) hér á bloggsíðu Halldórs Jónssonar er að ræða, þá erum við sæmilega örugg um að svo verði ekki.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.9.2012 kl. 14:31
Það er nú það Kollege Loftur. Þetta er eins og maeð saltið hans dr.Guðbrandar sem hann sagði að myndi gera alla menn betri. Það hlyti að vera hægt að finna það upp ef menn vissu til hvers ætti að nota það. Svona eitthvað XXX.
Já Gunnar,
ég er búinn að undrast þetta í nokkurn tíma en hélt að þetta vaæri bara hjá mér. En gott að þú veist að þetta er víðar. Ætli nokkuð þýði fyrir mig að rövla úr því að þeir virða þig ekki viðlits?
Halldór Jónsson, 28.9.2012 kl. 15:13
Það grátlegasta við snjóhengjuna var það að hún varð til og óx fyrir augunum á öllum talsvert fyrir hrun og að hún var sá hluti í eldivið hrunsins sem allir gátu séð hver hætta fylgdi. Ég líkti henni við Daemoklesar sverð á sínum ´tima því að ég í hópi þeirra sem vöruðu við henni og þó sérstaklega og miklu fyrr við upphaflegu fóðri hennar, sem var hin skefjalausa fíkn í þenslu á öllum sviðum sem bjó til innistæðulausa gengishækkun krónunnar með tilheyrandi neyslu- og lánafylleríi.
Ómar Ragnarsson, 29.9.2012 kl. 11:16
Takk fyrir þetta Ómar. Það er rétt að þú barðist mjög á móti framkvæmdunum á Áusturlandi sem þöndu blöðruna út. En í dag er hinsvegar óumdeilt að þær halda okkur á floti eftir hrunið. Þær voru sem sagt til miklu meiri blessunar en böls. Mér fannst of bratt í þær farið með öllum þessum innflutningi vinnaflsins. Það er eins og bankarnir ákveði alltaf vinnutempóið með vöxtunum sínum í stað þess að gefa ráðrúm til að framkvæma hægar gegn hærri vöxtum síðar. Fyrst að gera göng, svo stöðvarhús, svo stíflu svo annað , gefa sér tíu ár í stað allsherjarbrjálæðis sem sprengdi þjóðina í loft upp. Festina lente sögðu Rómverjar. Flýttu þer hægt.
Halldór Jónsson, 30.9.2012 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.