30.9.2012 | 12:08
Þorsteinn Pálsson
spáir í framhald stjórnmála landsins af Kögunarhóli sínum í Fréttablaðinu á laugardaginn.
Mér finnst hann að vanda skrifa allmikið útfrá hugsjón sinni um inngöngu í ESB og upptöku evru sem kannski er ekkert óeðlilegt fyrir baráttumann og einlægan Evrópusinna.
Grípum niður í Fréttablaðinu:
"Í þessu samhengi er ástæða til að nefna tvö mál: Annars vegar er meðferð stjórnarskrármálsins. Hins vegar er mótun stefnu í peningamálum og órjúfanleg tengsl þess máls við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og spurninguna um Evrópusambandsaðild. Óhjákvæmilegt er að horfa á þessi viðfangsefni í samhengi þegar að því kemur að ákveða hvernig haldið skuli á málum...."
Þarna útilokar Þorsteinn þann möguleika að við getum rekið peningamálastefnu eins og við rákum fyrir hrun. Sterk króna virðist leiða til ófæru að hans mati og á þá væntanlega við ástandið sem leiddi til hrunsins.
En er það svo?
Voru þær aðstæður sem leiddu til hrunsins ekki skortur á stjórnun í meðferð jöklafjármagnsins? Má ekki rekja vandann í dag til þess að Seðlabankinn brást og lét bankana taka áhættur með erlendu peningana?
Ekki er fyrirsjáanlegt að aðstæður sem ríktu fyrir hrun komi aftur hér á landi fyrr en eftir talsvert langan tíma. Það mun hugsanlega taka tvö næstu kjörtímabil að komast út úr núverandi vanda. Eftir það eigum við eftir að byggja upp traust umheimsins aftur og líka að ná sáttum við okkur sjálf.
Inn á við á þjóðin erfitt með að horfa upp á það að gömlu víkingarnir ætli að sleppa meira og minna með feng sinn.Land-og atgerfisflótti verður áfram vandamál og það er langur vegur til betri tíma hvernig sem næstu kosningar fara. Sættir eru langt undan hjá þjóðinni innbyrðis.
Þorsteinn gerir sér réttilega grein fyrir núverandi stöðu EES samningsins:
"...Allt bendir svo til að við þurfum að setja strangari varúðarreglur um frjálst flæði fjármagns en önnur Evrópulönd. Það kallar á undanþágur frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Þá gæti það orðið þrautin þyngri að halda viðskiptafrelsinu óskertu til frambúðar á öðrum sviðum samningsins. Óbreytt samningsstaða við Evrópu er því ekki kostur lengur...."
Við getum auðvitað ekki uppfyllt samninginn frekar en við höfum gert frá hruni og eigum hugsanlega enn eftir að brjóta hann enn freklegar en orðið er.
Síðan segir Þorsteinn:
"...Engum vafa er undirorpið að mikill meirihluti fólks vill eitt af þrennu í stöðunni: 1) Halda í krónuna og byggja á Evrópska efnahagssvæðinu með endurnýjuðum samningi. 2) Taka upp evru og ganga í Evrópusambandið. 3) Hafa báðar leiðir opnar enn um sinn. Hugmyndin um að ganga út af Evrópska efnahagssvæðinu á fáa formælendur. Mismunandi sjónarmið um lausn á peningamálunum kalla því á stjórnarskrárbreytingu...."
Einhverskonar mynd af möguleika 3) er væntanlega það sem framtíð okkar felur í sér.
Þorsteinn Pálsson rígheldur í hugsjónir sínar um möguleika 2). Hann gerir sér samt ljóst að sá tími er ekki núna. Hann hefur hinsvegar áhyggjur af því hvernig eigi að ná þjóðinni til fylgis við nauðsynlegt fullveldisframsal.
Hann bindur enn vonir við að sitjandi Alþingi nái að afgreiða stjórnarskrármálið áður lýkur nösum nú á næstu vikum eftir skoðanakönnunina 20 október.
Þorsteinn segir enn:
".... Er nokkur vandi á höndum? Liggja ekki fyrir hugmyndir að nýrri stjórnarskrá þar sem ráð er fyrir því gert að deila megi fullveldisréttinum í alþjóðasamvinnu? Það er rétt. En málið er flóknara.
Á það er að líta að í fyrsta skipti í sögu stjórnarskrárbreytinga hefur ekki verið leitað eftir víðtækri samstöðu á Alþingi um vinnulag og efnistök. Fyrir vikið standa fyrir dyrum miklar þrætur þegar efnisumræður hefjast loksins. Þar að auki er málið komið í tímaþröng.
Hvort sem menn eru hlynntir þeirri heildarbreytingu sem um er rætt eða ekki má öllum vera ljóst að teflt er á tæpasta vað með afgreiðslu á svo stóru máli fyrir þinglok. Jafnvel þó að það takist bendir flest til að það verði samþykkt með naumum meirihluta.
Stjórnarskrárbreytingar þarf að leggja fram á nýju þingi til endurstaðfestingar. Það er gert til þess að kjósendur geti tekið í taumana ef þeim sýnist svo. Verði þeir sem væntanlega greiða atkvæði gegn stjórnarskrárfrumvarpinu í meirihluta að kosningum loknum verður að líta svo á að kjósendur hafi stöðvað málið. Auðvitað er ekki unnt að fullyrða að svo fari. Hitt væri barnalegt að viðurkenna ekki að í öllu falli eru líkurnar á því jafn miklar.
Gerist það er búið að loka báðum aðalleiðunum í peningamálum fyrir allt næsta kjörtímabil. Vilja menn taka þá áhættu með því að heimta annað hvort allt eða ekkert í stjórnarskrármálinu? Eða: Vilja menn sýna list hins mögulega og semja um framgang þeirra breytinga sem brýnastar eru? Af svörunum má ráða hvaða alvara býr að baki afstöðu einstakra flokka til þeirra miklu mála sem eru í uppnámi af þessum sökum."
Þorsteinn heldur fast í þann möguleika að Sjálfstæðisflokkurinn verði að semja um Evrópumálin eftir kosningar.
Hann heldur áfram:
"Í tillögum stjórnlagaráðs segir að kjósendur eigi að greiða atkvæði um samning sem Alþingi hefur samþykkt um framsal á fullveldisrétti í alþjóðasamstarfi. Hins vegar er engin krafa gerð um lágmarks þátttöku eða stuðning. Einfaldur meirihluti í þjóðaratkvæði á að ráða úrslitum án tillits til þátttöku.Ýmis rök mæla hins vegar með því að eitthvert lágmarks hlutfall allra atkvæðisbærra manna styðji ákvörðun Alþingis. Það þýðir að í raun yrði gerð krafa um aukinn meirihluta eftir því sem þátttaka í kosningunni er minni. Hugsunin er sú að gera eigi ríkari kröfur um ákvarðanir sem lúta að skipan fullveldisréttarins en almenn löggjafarmál.
Vilji menn leita eftir samstöðu um þetta brýna stjórnarskrárákvæði er óvitlaust að hugleiða þennan kost. Ekki er ólíklegt að þeir sem hikandi eru við að opna slíkar stjórnarskrárheimildir væru fúsari til samkomulags ef vilji væri til slíkra breytinga. Þetta eina álitaefni sýnir hversu brýnt er að brjóta stjórnarskrárumræðuna betur til mergjar."
Þorsteinn er greinilega hlynntur því að Alþingi geti endanlega afgreitt inngöngu í Evrópusambandið frekar en að þjóðaratkvæðagreiðsla þurfi að koma til.
Hann hefur áður og enn í dag á Sprengisandi áréttað þá skoðun sína að ekki megi hætta aðildarviðræðum við ESB vegna þess hversu slíkt tefur Íslendinga á leið sinni í ESB, þeirri leið sem þeir verði að fara þar sem þeir geti ekki staðið á eigin fótum.
Það er eins og hann muni ekki áratugina nærri tvo fram að hruninu og fordæmi þann tíma sem leiddi til þess að þjóðin fór svo bratt upp að hún datt út um þakgluggann. Það er eins og ekkert hafi gerst fyrir þennan atburð sem sanni neitt um getu þjóðarinnar hvað þá að hún búi yfir meira afli en nokkru sinni Evrópusambandið.
Það er dapurlegt að verða vitni að slíkri vantrú hjá þeim leiðtoga sem maður fyrrum fylgdi.
Ég er raunar enn þeirrar skoðunar að Þorsteinn Pálsson sé sá maður sem Samfylkingin ætti að velja sem formann sinn nú þegar formannstóllinn er laus.
Samfylkingin yrði þá stórum fýsilegri samstarfsflokkur en hún er í dag. Þorsteinn Pálsson er sá sem getur fyllt upp tómarúmið í flokknum eftir brotthvarf Jóhönnu Sigurðardóttur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 3419729
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það eru fleiri en beljurnar sem rata alltaf á básinn sinn, , að lokum.
Helga Kristjánsdóttir, 30.9.2012 kl. 17:11
Ekki er vinkona mín Helga orðlaus frekar en fyrri daginn. Það eru mörg máltækin. Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur er eitt. Það dugði ekki lengi að losna við Dani 1944. Menn sækja í haftið aftur og tala nú um samfélag þjóðanna í því sambandi. Þær eru 27 um þessar mundir en eitthvað 95 standa utan ESB.
Halldór Jónsson, 30.9.2012 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.