Leita í fréttum mbl.is

Burt Rutan

er sá maður sem ég hef orðið fyrir hvað mestum áhrifum af að sjá og heyra. Bara við það að hlusta á hann tala við tilfallandi fólk á rampinum úti í Oskosh. Ég hafði vit á að þegja og hlustaði þess betur. Hann stóð þarna með kábojhatt við flugvél sína Defiant og skeggræddi við nokkurn hóp landsmanna sína sem stóðu í kring um hann. Hann var svo skýr, svo blátt áfram og alþýðlegur að maður gleymdi stað og stund. Það eru mörg ár síðan og síðan hafa komið frá honum ótrúlegustu smíðisgripir sem hafa gjörbylt mörgu í smíði flugvéla og geimferða.

Hann dró sig í hlé frá Scaled Composites snemma á þessu ári. Hann ætlar að sinna öðrum hugðarefnum sínum. M.a. að smíða sér vatnaflugvél til eigin nota. Og hún verður ekki venjuleg ásýndum frekar en geimfarið hans sem nú er búið að reynslufljúga og aflaði honum 10 milljón dollara verðlauna frá Paul Allen. Með því verður hægt að kaupa farseðla út í geim innan tíðar.

Annað áhugamál Burts er hnattræna hlýnunin. Hann er búinn að sökkva sér ofan í málið og menn geta kynnt sér á www.burtrutan.com. Hann segist meira að segja hafa lagt á sig að lesa bók Al Gore, sem hann ekki hefur mörg orð um eftir það.

Í stuttu máli beitir hann aðferðum á loftslagsmælingar sem hann hefur notað allt lífið til að rýna í flóknar rannsóknaniðurstöður sem hann varð að gera til að láta furðuhluti sína fljúga. Þessi maður veit hvað hann er að tala um þegar kemur að því að rýna tölur og spyrja spurninga.

Niðurstöður hans eru sláandi fyrir þá sem varla sofa vegna hlýnunar jarðar af mannavöldum. Það er að hlýna já já. En það er allt eðlileg hegðun jarðar og sólar sem öll hefur farið fram áður í sögunni. Maðurinn á minnstan þátt í þessu þó hugsanlega einhver séu. Framlag hans mælist sem dropi á ári í vatnstunnu. Stóratburðir eins og árekstrar við smástirni breyta næstu árum á jörðinni og áhrif á lífríkið hafa orðið svakaleg í sögunni eins og þegar risaeðlurnar dóu út. Þegar það var CO2 miklu hærra en nú og hlýrri og jörðin græn póla á milli. Slíkur atbuirður er hætta sem er raunveruleg en ólíkleg.

En það er mikil hætta fyrir mannkynið í því fólgin að falsa rannsóknaniðurstöður til að hagræða sannleikanum. Það hefur verið gert í "loftslagfræðunum". Það var gert þegar áróðurinn og bannið gegn DDT kostaði milljónir mannslífa.

Ég vil hvetja fólk til að heimsækja Burt á síðuna hans. Þetta er svo óvenjulegur maður að það er þess virði að kynnast honum fyrir hvern sem er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 30.9.2012 kl. 19:44

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta frændi. Það er hægt að horfa á myndbönd um Rutan tímunum saman.Gúgli menn hann þá opnast heill heimur, slíkur maður sem hann er einstakur. Ég fór að fylgjast með honum þegar orð fór að fara af honum í sambandi við sænku VariViggen vélina sem var fyrst hervélin af Kanard gerð minnir mig. Svo komu öll þessi furðumódel. Það var held ég Sigurður sálugi Benediktsson kollegi þinn sem fyrstur vakti athygli mína á kallinum. Hann og prófessor Þorbjörn vörðu mörgum árum í að smíða variEze flugvél en þeim tókst ekki að ljúka smíðinni held ég. Ég man að Burt sagði þarna í Oskosh að aðeins lítill hluti af módelunum sem hann seldi flygju nokkru sinni. En það væri heldur ekki aðalatriðið sem hann þurfti ekki að útskýra frekar fyrir því fólki sem þarna var.

Halldór Jónsson, 1.10.2012 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband