Leita í fréttum mbl.is

Skipting banka

í fjárfestingar-og viðskiptabanka nýtur stuðnings 80 % þjóðarinnar samkvæmt könnun Capacent.

Samt er staðföst ákvörðun að hafa þetta að engu. Af því að bankastjórninar vilja það ekki. Þær vilja óbreytt ástand. Þær vilja hafa frelsið til að framleiða rafkrónur að vild og stjórna efnahagslífinu áfram án tillits til vilja kjörinna fulltrúa. Þeim til afbötunar er það að andlegt stig kjörinna fulltrúa er yfirleitt með þeim hætti að þeir hafa takmarkaðan skilning á þjóðhags-og efnahagsmálum yfirleitt. Það er mikið um að láglaunafólk fer á þing til að leita betri kjara. Ná sér í þægilega innivinnu eins og einn hreinskilinn maður í opinberri stjórnsýslu orðaði það. Að vísu hefur nú Frosti Sigurjónsson boðið sig fram í prófkjör Framsóknar og er honum og flokknum óskað velfarnaðar þó óleyst sé skákin milli Sigmundar og Höskuldar.

Bankavaldið liggur annars eins og mara yfir þjóðlífinu. Úttútið, ofvaxið, samkeppnislaust með samræmdar aðgerðir gegn heimilum landsins en að sama skapi atkvæðalítið í atvinnulífinu.Enda að mestu í eigu erlendra vogunarsjóða ef ekki verra. Auglýsir mest þjónustu við þig og þína sem er þó frekar tilraun til að ginna auðtrúa fólk í þrælkun vaxtamunar tveggja stafa tölu. Hvar á sparnaður fólksins að verða til við þessar aðstæður?

Vonandi verður uppskipting banka tekin til athugunar eftir kosningar. Þangað til skeður fátt í farsanum í boði núverandi Alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Starbuck

Góður pistill!

Starbuck, 2.10.2012 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband