Leita í fréttum mbl.is

Ráðherraskólinn

sem stjórnarliðið rekur fyrir opnum tjöldum er mikið sjónarspil.Það er eins og það liggi mest á því fyrir þjóðina að sem flestir þingmenn stjórnarflokkanna fái að máta sig í ráðherastól.

Er virkilega enginn þörf fyrir neinn lærdóm eða reynslu í ráðherrastörfum? Getur Steingrímur auðveldlega farið með mörg ráðuneyti samtímis þar sem áður strituðu margir menn? Menn vissu svo sem að þeir Humpfrey og Bernard væru klárir og redduðu málunum að vanda. En að þeir væru svona klárir að það mætti skipta út ráðherrum á misserisfresti án þess að nokkur yrði var við, það vissu menn kannski ekki. En kannski er bara ekki meiri vandi að vera ráðherra en að það megi læra á svona stuttum námsskeiðum og starfskynningum.

Það er aldeilis gott að Oddný telur sig vera búna að ná sér í reynslu sem muni nýtast henni til framtíðar.

En ég segi nú bara fyrir mig og mína fjölskyldu eins og Ragnar Reykás: Gud bevare os.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Halldór,

Ég held að með þessu samkrulli í ráðuneytum þá loksins er sannleikurinn að koma fram, ráðherrar sjórna engu, það eru ráðuneytisstjórar og möppulýðurinn þeirra sem sjórna. Kanski þurfum við bara einn ráðherra til að spara í kostnað.

Var það ekki Friðrik Sófusson þá fjármálaráðherra sem sagði eitthvað á þessa leið; ég er yfirmaður skattstjóra en ráðuneyti mitt er í stöðugum málaferlum við skattayfirvöld, af því að ég stjórna engu þar á bæ, samt er ég yfirmaður þess.

Það er að koma fram að í sjálfu sér enginn þörf á Alþingi heldur, möppudýrinn gera bara það sem þeim sýnist.

Kanski er þetta bara rugl í mér en svona lítur þetta út frá mínum sjónahól séð.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 3.10.2012 kl. 02:11

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Jóhann

Friðrik þessi sagði einu sinni líka "Báknið burt". Hann tók svo þátt í að blása það út og gerðist því síðan handgenginn og lifði með því langa ævi. Nú er hann í þjónustu erlendu vogunarsjóðanna ef ekki fleiri í Íslandsbanka og berst gegn aðskilnaði viðskipta- og fjárfestingabanka.

Svona leikur lífið hugsjónamennina. Sagði ekki séra Hallgrímur. "Það sem hann helst varast vann varð þó að koma yfir hann"

Hvað ertu annars að gera í Las Vegas? Ekki lifirðu rúllettuspili eða blackjack? Hvernig er ástandið á fólkinu þarna? Manni er sagt að mafían sé þarna vel metin því hún hreinsi bæinn eins og sílamávurinn hérna hjá okkur.

Halldór Jónsson, 3.10.2012 kl. 17:34

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Halldór,

Las Vegas var hér áður fyrr með littla glæðastarfsemi miðað við aðrar stór borgir. En nú er tíðin önnur, síðan mafían svokallaða var rekin út.

Las Vegas er ódýrt að lifa og það býður upp á alskonar skemttanir og útilíf. Stutt í stóra þjóðgarða.

Ég hef verið að starfa í flugi og er sennilega að yfirgefa þá yðju næstkomandi janúar, en það gæti framlengst.

Nevada er eitt af þeim fáu ríkjum sem er ekki með ríkistekjuskatt, og hefur hingað til verið libeterian hugsunarháttur hér. En eins og sumstaðar annarsstaðar þá er það fólk sem er að flýja eyðslu og skattavitleysuna í Kaliforníu sem eru á hraðri leið að eyðileggja Nevada ríki.

Eitt sem þeir hafa hér í Nevada og íslendingar ættu að gera, þingmenn eru í part time vinnu, og þingið kemur samann annað hvert ár og verður að vera búið að afgreiða öll mál á 5 mánuðum.

Les yfirleitt bloggið þitt, oft er ég sammála því sem þú ert að skrifa um, og til dæmis þetta með ástrala og múslima, þá er það rétt að það var forystu kona í stjórnmálum sem sagði þetta í ræðu sem þú skrifaðir um hérna um daginn og svo var það utanríkisráðherra sem sagði eitthvað svipað, bara man ekki hvað þau heita. Ég var í Ástralíu þegar konan sagði þetta.

Eins og ég sagði; gaman að lesa þín blogg "keep up the good work."

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.10.2012 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 135
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband