Leita í fréttum mbl.is

Prófessor Júlíus Sólnes

er alþjóðlega virtur vísindamáður og einn færasti sérfræðingur þjóðarinnar í hönnun mannvirkja. Hann skrifar grein sem kemur óneitanlega við kaun okkar Íslendinga með grein í Morgunblaðinu í dag. Hann ræðir byggingaráform fangelsisins á Hólmsheiði.

Ég tók sjálfur þátt í samkeppninni og að mínu viti skilaði ég auðvitað inn bestu lausninni þar sem min lausn tók ein á öllum tæknimálum fangelsisins ásamt því að geta byggt ofan á það og margfaldað fangarýmið með mun lægri tilkostnaði á fanga en samkeppning bauð uppá.En hvern varðar um það.

Samkeppnin snerist auðvitað upp í samkeppni um hefðbundna grafík og litanotkun að því að mér fannst eftirá. Ég hafði ekki hugmyndaflug til að skilja hversvegna væri miklu betra að mati dómnefndar að snúa sjónsviði fanga um 30 gráður þegar hann horfði út um gluggan sinn heldur en beint út.(Aukakostnaður áreiðanlega talsverður.) Dómnefndin þóttist ekki geta skilið teikninguna mína af því að hún væri held ég í of smáum mælikvarða. Þó var hún ekki viss nema að fangelsið fúnkéraði hugsanlega eða eitthvað í þá veru?. Ég nenni ekki að fara að rifja þetta upp.

En ég var alveg klár á því að þetta yrði dýr bygging og lúxusinn utanum hvern fanga samkvæmt prógramminu yfirþyrmandi. En þetta var allt bundið í forskrift frá Danmörku,(Sem voru búnir að hanna fangelsi sem Arkitektafélaginu íslenska líkaði ekki og þeir þvinguðu fram útboð) sem var búið að gera um velferð fanga með sérstökum kynlífsálmum auk annarrar lúxus afþreyingar sjálfsagt að norræni velferðarhugmynd Ögmundar, með innigörðum, bókasafni,verslun, líkamsrækt, skóla en ekki aðstöðu til messuhalds.

Það er því að vonum að ég las grein Júlla vinar míns með athygli.

Grípum niður í grein prófessors Sólnes:

"..Ögmundur segir að tukthúsið muni rísa og virðist mjög ánægður með nýja fangelsið á Hólmsheiði, sem á að kosta á þriðja milljarð króna, eða um 20-25 milljónir bandaríkjadala. Líklegt er að sú upphæð eigi eftir að hækka mikið, eins og venja er um opinberar framkvæmdir.

Fangelsið virðist helzt eiga að verða minnisvarði um arkitektúr hrunáranna 2007-2008, enda ekkert til sparað í undirbúningi þess, og dýrustu lausnir valdar. Þegar hefur verið bent á, að gamla fólkið, sem dvelur á hjúkrunar- og elliheimilum, myndi gjarnan vilja skipta við fangana, því að aðbúnaður þess er mun lakari.

Í fyrravetur var ég staddur í Florida og hitti þar bandarískan vin minn. Hann er gamall byggingarverktaki og þekkir byggingariðnaðinn í Bandaríkjunum út og inn. Ég sagði honum, að til stæði að byggja nýtt fangelsi fyrir um 50 fanga á Íslandi nálægt Reykjavík. Það ætti að kosta um 25 milljónir Bandaríkjadala.

Hann missti málið um stund en sagði svo: »Ég get tekið upp símann, hringt og pantað eitt stykki fangelsi fyrir 50, 100 eða 150 fanga af lager. Tilsniðið efni yrði afgreitt og sent á byggingarstað innan sex vikna frá greiðslu. Það myndi síðan taka um þrjá mánuði að reisa og ljúka byggingarframkvæmdum. Kostnaður við byggingu 50 fanga fangelsis ætti ekki að verða meiri en sem nemur tveimur milljónum bandaríkjadala« (um 250 milljónir króna).

Sem sagt, í Bandaríkjunum er kostnaður við að byggja sambærilegt tugthús um 10% af því sem nýja fangelsið mun kosta. Og nýlega hefur komið fram, að kostnaður við arkitektasamkeppni um hönnun hins nýja fangelsis er svipaður og heildarkostnaður við að byggja bandaríska fangelsið. Sem sagt, teikningarnar einar sér á Íslandi kosta meira en fangelsið í Bandaríkjunum.

Er nema von, að þessi þjóð sé á hausnum? Var ekki hægt að kaupa vinnubúðirnar á Reyðarfirði og flytja þær á Hólmsheiði?"

Nú hefur heyrst að kaupa eigi afplánun undir tvo alvöruglæpamenn okkar í útlöndum. Þetta eru harðsoðnir menn sem er varla á okkar færi að meðhöndla.
Er ekki hægt að fá samanburðartölur um það á hvaða verði við getum keypt afplánun fyrir sérvalda glæpamenn okkar, t.d. erlenda ríkisborgara sem yfirfylla fangelsins okkar.

Bjóða þetta út alþjóðlega og fá tilboð frá þessum vini Júlla í Florida. Nú og svo frá Brasílíu, Malaga, Tælandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi svo einhver lönd séu nefnd.

Hvað kostar árið þar per fanga og hvað kostar árið á Hólmsheiði?

Og ef við yfirfærum þetta svo á fyrirhugaðar óstöðvandi nýbyggingar Landspítalans við Hringbraut, hvað eiga þær lausnir að kosta per fermetra? Hvað aðferðum á að beita þar? Sérsniðnum arkitektalausnum í grafík, eðilegum litum og Cinemascope eins og gæðin voru mæld með í gamla daga?

Kannski prófessor Sólnes geti hringt í vin sinn í Florida?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi

Er það rétt skilið hjá mér að reiknað sé með því að hver klefi þarna muni að meðaltali kosta yfir 50 milljónir króna eða svipað og sæmilegt einbýlishús?

Ég þekki til þar sem menn hafa reist heilu íbúðaþorpin og skrifstofubyggingar úr sérstökum  gámum.  Þetta eru prýðis vistarverur og hafa þann kost að ekkert mál er að stækka eða minnka samstæðuna eftir þörfum, fyrir utan að þetta kostar aðeins brotabrot af því sem lúxushótelið á Hólmsheiði mun kosta.

Ágúst H Bjarnason, 3.10.2012 kl. 09:19

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já frændi sæll, ég held að þú kunnir alveg sæmilega að reikna.

Úti í Örfirisey held ég að Reykjavíkurborg hafi látið gera gistiskýli úr gámum. Þar fá heiðarlegir ógæfumenn skjól fyrir vetrarkuldum. Hvervegna skyldu óheiðarlegir ógæfumenn þurfa hundraðfalt dýrara gistirými?

Snertlan hjá þér er mjög skemmtileg. Þar sést hvað hugvitsmenn hafa gert úr gámum. ég sé ekki betur en að glæsibyggingar og stórhýsi hafi verið gerð úr tómum gámum. Ég hafði mjög gaman að þessu þar sem ég hef lengi verið mikill gámaunnandi og velt svona byggingum fyrir mér.Kærar þakkir fyrir þessa ábendingu

Halldór Jónsson, 3.10.2012 kl. 13:01

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Og til viðbótar frændi

Maður heitir David B. South í Monolithic Constructions í USA. Hann blæs upp blöðrur og byggir hin fegurstu mannvirki með því að sprauta einangrun og svo steypu innan á blöðruna. Hann gæti td. líklega breytt Hamarshöllinni í steinsteypt hvel sem þolir atómsprengju. Svo býr hann til einbýlishús, kirkjur, menntaskóla, gastanka ofl.úr þessu.Billegt og gott. Innan í svona hveli er hægt að hafa fangelsi og sjúkrahús.

Halldór Jónsson, 3.10.2012 kl. 16:28

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Og er ekki merkilegt annars frændi að það hefur ekki neokkur maður áhuga á þessu nema við og Júlíus? Fólki er andskotans sama hvernig er farið með peningana þegar þeir eru á ríkisins snærum.

Halldór Jónsson, 3.10.2012 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband