Leita í fréttum mbl.is

Hver er Sigmundur

Davíð?

Margir Sjálfstæðismenn ganga með þá grillu að þeir séu sjálfkjörnir í ríkisstjórn með Framsókn eftir kosningar. Þeir sömu hefðu gott af að fara til dæmis á www.Eyjuna.is og spila kosningaauglýsingu Framsóknar fyrir kosningarnar 2009 í boði Egils Helgasonar. Þar er boðað stjórnlagaþing og þjóðaratkvæði um niðurstöðina lýst í smáatriðum.

Kosningin 20. október er því í beinu boði Framsóknar nema auðvitað útþynnt af böslugangi Jóhönnu og Steingríms sem létu ónýta kosninguna fyrir sér af almennum aulahætti vinstri manna til allra verka. Hugmyndafræðin er Sigmundar Davíðs. Það er verið að gera vilja Framsóknar með þessari þjóðaratkvæðiskosningu fyrst og fremst. Það eru þeir Framsóknarmenn sem eru arkitektarnir að árásinni á stjórnarskrána, og þá líka þeirri botnlausu eyðslu í þetta bullustarf allt og ómarktæka skoðanakönnun landsmanna þann 20 október n.k.

Svo geta menn spilað ræðu Sigmundar á flokksþingiinu 2011. Dæmigerður Framsóknarmálflutningur um góðverk fyrir alla birtist þar í tærustu mynd. Hann er bara fúll í ræðunni yfir því að hafa verið niðurlægður með því að vera haldið utan stjórnarinnar sem hann setti á stofn á hinum dimmu dögum eftir áramótin 2009 sem enginn skyldi gleyma honum. Það er þessi fýla sem kannski verður auðveldast að spila á í stjórnarmyndunarviðræðum við hann eftir kosningar.

En þessi maður er beggja handa járn. Allt er betra en íhaldið hugmyndafræðin gengur enn ljósum logum í Framsóknarflokknum með eða án Guðmundar Steingrímssonar. Það er því enn óútséð með það hvert sá flokkur hallar sér eftir kosningar. Af reynslunni vitum við að hann fer ávallt til vinstri ef hann getur. Bræðingsstjórn Framsóknar, Samfylkingar og leifanna af VG er því meira en algerlega í spilunum eftir kosningar. Öllum þessum flokkum er mikið í mun að niðurlægja Sjálfstæðisflokkinn sem mest.

Slík stjórn verðu tæplega líkleg til að brjóta blað í atvinnumálum landsmanna. Hún myndi halda áfram vegferðinni í aðildarviðræðum við ESB. Einhverjar stóriðjuframkvæmdir eru þó ekki útilokaðar. Engar breytingar verða á Schengen eða innflytjendastefnunni. Heilbrigðismál og löggæsla verða áfram í niðurskurði.Hægt verður á fangelsisbyggingu á Hólmsheiði og framkvæmdum við Landspítalann. Utanríkismálin verða óbreytt og rekstur sendiráða. Landflóttinn heldur áfram og gjaldeyrishöftin verða út kjörtímabilið í það minnsta.

Sjálfstæðismenn gerðu rangt í því að vanmeta Sigmund Davíð og getu hans til illra verka fyrir flokkinn okkar.

Úlfur í sauðargæru sveitakommans. Sigmundur er ekki allur þar sem hann er séður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú er ljóst, Halldór að Sjálfstæðisflokkur mun ekki ná hreinum meirihluta í næstu kosningum og er það í raun ótrúlegt miðað við það stjórnarfar sem hér ríkir.

Því verður Sjálfstæðisflokkur að biðla til einhvers annars flokks um samstarf. Hvorn þeirra flokka vildir þú fá sem samstarfsaðila Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingu eða Framsóknarflokk? VG þarf varla að nefna, enda líklegt að sá flokkur verði örflokkur að loknum næstu kosningum.

Sjálfstæðismenn verða virkilega að skoða sín mál. Sú staðreynd að flokkurinn skuli ekki hafa meira fylgi í skoðanakönnunum er geigvænleg og þar er ekki hægt að leita saka hjá öðum flokkum. Eftir þetta kjörtímabil afturhalds ætti Sjálfstæðisflokkur að vera kominn með hreinann meirihluta kjósenda að baki sér. Hvers vegna er ekki svo?

Sú hugmynd að mynduð verði ríkisstjórn Framsóknar, Samfylkingar og VG eftir næstu kosningar er skelfileg, en varla raunhæf. Það er ljóst að VG mun gjalda afhroð í þeim kosningum og ekki víst að þingmannafjöldi þeirra verði mikill, ef nokkur. Samfylking er enn óskrifað blað og mun formannskjör þar sjálfsagt skipta nokkru. Sá flokkur hefur þó nokkuð öruggt fylgi aðildarsinna, um 20%. Hvort það muni verða meira kemur í ljós.

Þá er nokkuð ljóst að smáflokkarnir, nýju framboðin, gætu komið inn fólki á þing. Það er ljóst að ekki verður mynduð tveggjaflokka ríkisstjórn nema með aðild Sjálfstæðisflokks og hann mun því hafa valið, hvort áfram verði haldið í átt til Brussel eða hvort snúa skal kröftunum að vanda Íslands.

Þriggjaflokka stjórn verður vart möguleg, þannig að ef halda á Sjálfstæðisflokki frá ríkisstjórn, gæti þurft samstarf fjögurra eða jafnvel fimm framboða. Slíkt stjórnarsamstarf er í raun óhugsandi og gæti aldrei gengið lengi.

Það er því ljóst að Sjálfstæðisflokkur mun verða í næstu ríkisstjórn, en þar sem flokkurinn virðist ekki geta náð sínum vopnum, mun hann þurfa að leita eftir samstarfi við annað hvort Framsókn eða Samfylkingu. Það er því í raun nokkuð mikilvægt fyrir kjósendur að vita hvert flokkurinn mun leita, svo hægt sé að greiða atkvæði. Það er ljóst að mitt atkvæði fer ekki til Sjálfstæðisflokks ef möguleiki er á að flokkurinn muni halla sér að Samfylkingu eftir næstu kosningar og þá um leið að Brussel.

Gunnar Heiðarsson, 4.10.2012 kl. 19:51

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki hreinan meiruhluta í næstu kosningum, vegna þess að sem betur fer er það minnihluti þjóðarinnar sem er illa haldinn af gullfiskaminni.

Þórir Kjartansson, 4.10.2012 kl. 22:12

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk báðir

Sjálfstæðisflokkur 36%+Samfó 18%

" 36% +VG 12 %

" 36% +B 14 %

Sjalfstæðisflokkur 36% + 4x5% smáflokkar

Samfó er óstjórntækur flokkur þaulreyndra svikahrappa og ESB sinna.

Framsókn er tæpur kostur með Ásmund Daða flokkahlaupara innanborðs.Stefnulítill og hvikull undir stjórn Sigmundar Davíðs. Guðni Ágústsson er ekki lengur í áhrifastöðu,

Fyrirgefið, en hversvegna á maður að vera bjartgsýnn?

Það verður því enginn Sjálfstæðisflokkur í næstu stjórn ef hann getur ekki breytt sér.

Hvað er að flokknum?

a.Hugsjónirnar og sjálfstæðisstefnan?

b.Fortíð framámanna?

c Vantrú kjósenda á hæfileika framámanna?

Hafið þíð svarið?

Halldór Jónsson, 5.10.2012 kl. 08:40

4 Smámynd: Björn Birgisson

Vinna með Framsókn? Flokknum sem vildi Geir fyrir Landsdóm, 7-3. Þokkalegt það.

Samfylkingin kaus 9-11 Geir í hag. Sumir hafa gleymt því.

Björn Birgisson, 5.10.2012 kl. 10:29

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Björn, takk fyrir að rifja þetta upp, ég var búinn að gleyma þessu. Sigmundur sagði þó nei

Halldór Jónsson, 5.10.2012 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband