Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll

var ekki sannfærandi að mínu mati á Sprengisandi Bylgjunnar. Hann vildi ekki útiloka neina flokka frá samstarfi við Samfylkinguna svo lengi sem það væri á forsendum hennar. Hún yrði að koma sínum stefnumálum að til þess að hún gengi til samstarfs við aðra flokka. Þannig væri hann ekki að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það er nokkuð ljóst hvað bíður þess flokks gangi hann til stjórnarsamstarfs við Samfylkinguna undir leiðsögn Árna Páls.

Árna Páli var tíðrætt um hagstjórnarmistök liðinna ára. Fróðlegt hefði verið af hann hefði verið beðinn um að útskýra hvað hann ætti við. Er þeirra aðeins að leita fyrir árið 2009? Voru þau gerð í einhverjum ráðherratíðum Jóhönnu Sigurðardótttur fyrir það ártal?

Í hverju felast hagstjórnarmistök Íslendinga ?

Árni Páll kennir gjaldmiðlinum krónunni um. Hún standist ekki svon lítil og ein í ólgusjóum. Hefur Árni Páll hugleitt hvað stjórnar gengi krónunnar á hverjum tíma? Hvað gerðist með krónuna eftir þjóðarsáttina? Hvað gerðist með krónuna eftir það um margra ára skeið fram að hruni? Hversu dugði krónan þá?

Hafa verkalýðsfélög hagstjórnaráhrif? Hvernig mun Árni Páll flokka þau áhrif ef einhver eru? Munu þau áhrif hverfa með upptöku evru? Hversvegna er atvinnuleysi á Spáni?

Því miður virtist Sigurjón M.Egilsson annaðhvort ekki hafa áhuga eða andlega getu til að spyrja Árna Pál grundvallarspurninga um hagstjórn þá sem hann muni innleiða sem leiðtogi Samfylkingarinnar í samstarfi við aðra flokka á sínum forsendum. Búi Árni Páll yfir einhverjum leiðtogahæfileikum á stjórnmálasviði þá eru þeir mér enn huldir eftir þáttinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 3420073

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband