Leita í fréttum mbl.is

Guðlaugur Þór

var góður á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn. En þeir halda fjölmenna fundi a hverjum laugardagsmorgni kl 10 með kaffi og kruðeríi. Þar koma valinkunnir menn og tala um ýmisleg og auðvitað helst stjórnmálatengd málefni.

Að þessu sinni kom Guðlaugur Þór á fundinn en hann hefur verið ólatur að mæta til viðræðna við okkur Kópavogsíhaldið hvenær sem eftir því er leitað.
Sem allir vita og ekki síst kommarnir er Guðlaugur einn alstarfsamasti maðurinn á Alþingi og virðist óþreytandi að kryfja mál til mergjar og vera maður sem aldrei tekur nei fyrir svar. En sem kunnugt er þá er leyndarhyggja og baktjaldamakk aðalsmerki ríkistjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Jóhanns. Liðsmenn hennar er enda mjög duglegir að ausa Guðlaug auri við öll tækifæri. Það er auðvitað að vonum því þeir óttast einbeittan málflutning Guðlaugs og dugnað þar sem af fáu er af að státa í árangri ríkisstjórnarinnar. Svo er Gulli glaðsinna og fjörugur í framgöngu sem seint verður sagt um fyrrnefnd skötuhjú.

Áróðurinn gegn Guðlaugi Þór hefur því miður náð langt inn í raðir okkar Sjálfstæðismanna sem sumir hafa lagt trúnað á rangupplýsingar og skipulagðar álygar um allskyns fjármálamisferli. En það er sannast mála fyrir þá sem nenna að kafa í málin að þar er ekkert að fela og hefur þingmaðurinn að mínu viti löngu gert grein fyrir einstökum atriðum. Einn vinur minn kom til dæmis á fundinn fullur fordóma og efasemda og hafði til þessa lítið vilja kynna sér málflutning Guðlaugs þessvegna. Hann viðurkenndi að hann hefði snúist mjög í afstöðu sinni til Guðlaugs eftir fundinn vegna þess hversu skýrt og skilmerkilega hann hefði lagt stjórnmálin fram. Auðvitað verða menn aldrei yfir gagnrýni hafnir. En mestu máli skiptir að menn séu einlægir og trúi sjálfir því sem þeir segja.


Guðlaugur er maður græjuglaður og byrjaði því á að spila myndband sem hann hefur gert um orð og efndir ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum. Þetta myndband er aðgengilegt á heimasíðu Guðlaugs og segir það sannleikann um atvinnumálin með þeirra eigin orðum. Samtals hefur 24.000 nýjum störfum verið lofað meðan störfum hefur fækkað í raun og veru.

Guðlaugur fór vítt og breitt yfir og rifjaði upp hvernig hann hefði orðið að draga upplýsingar út töngum um hvernig álitsgjafir sérfræðinga úr Háskólanum til ríkisstjórnarmála hefðu beinlínis verið kostaðar af almannafé á bak við tjöldin. Álitsgjafar ríkisstjórnarinnar hefðu verið beinlínis verið á launum hjá ríkisstjórninni við að skrifa álitsgjafir.

Fundarmenn fóru víða í spurningum til Guðlaugs. Bankamálin komu á dagskrá og
lýsti Guðlaugur miklum áhyggjum af framtíð bankanna í höndum vogunarsjóðanna sem myndu ekki hafa miklar hugsjónir í því að reka banka fyrir Íslendinga heldur fremur vilja draga út eignir og hagnað. Hann lýsti því hvernig höftin væru að byrja að mynda fasteignabólu m.a. í samspili við Lífeyrissjóðina svo fáranlegt sem það væri við okkar aðstæður.

Hann rakti með talnadæmum hvernig verðbólgan hefði leikið skuldsett heimili og hvernig heiðarleg fyrirtæki stæðu höllum fæti í samkeppni við allskyns fyrirtæki sem hefðu verið endurreist af bönkunum með afskriftum lána.

Hér væri raunveruleg vá fyrir dyrum hjá þjóð þar sem 5 einstaklingar hefðu flutt úr landi hvern einasta starfsdag ríkisstjórnarinnar. Tap þjóðarbúsins af þessum ástæðum og vegna atvinnuleysisins næmi nær fimmtíu milljörðum á ári hverju. Við þessar aðstæður hefði ríkisstjórnin ætlað að innleiða hækkun á innistæðutryggingum úr 20.000 evrum í 100.000 evrur í gegnum Alþingi og setja þær beint á ríkið þó slík stefna sé hvergi verið uppi innan ríkja Evrópusambandsins.


Það er virkileg ástæða til að hrósa mönnum eins og Guðlaugi Þór sem leggja á sig ómælt erfiði við að fá fram réttar upplýsingar um stöðu mála hjá þjóðinni sem ekki fást með frá yfirvöldum sem virðast fremur líta á almenning sem fjandmenn sína frekar en frændur í tilgangslausum slímsetum sínum við stjórnarstólana sem allir sjá að þau valda hvergi, hvað þá tilvera þeirra sé að skila árangri til þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Okkur vamtar svona Guðlaug þór í Suðurkjödæmið...

Vilhjálmur Stefánsson, 7.10.2012 kl. 16:42

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Allt kann það að vera rétt hjá þér að Guðlaugur Þór er einn af okkar duglegustu þingmönnum.

En Halldór, ég skil þig svo að þú leggur þá engan trúnað á meinta aðför Guðlaugs Þórs gegn Birni Bjarnasyni, fyrrv. þingmanni Sjálfstæðisflokksins og fyrrv. dómsmálaráðherra, og stuðnings þess fyrrnefnda við Baugsveldið? Sömuleiðis aðkomu Guðlaugs Þórs að háum styrkjum til Sjálfstæðisflokksins, sem formaður flokksins varð að skila, og skaðaði ímynd flokksins?

Jón Baldur Lorange, 7.10.2012 kl. 20:02

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Vilhjálmur

Þið eruð nú með hann Árna Johnsen sem er forkur duglegur, Ragnheiði Elínu með" rauða eyrnasnepla" (af frekju og dugnaði að sögn Margrétar Tryggva) og fleiri góða menn.

Jón Baldur

það á enginn neitt í pólitík. Hvorki Björn Bjarnason eða Þorsteinn Pálsson svo einhverjir séu nefndir. Það var bara hjólað í þá af krafti og þeir urðu undir. Báðir menn sem ég studdi á þeim tíma.

En svona er nú pólitík, það er fólkið (eða þessir helvítis kjósendur sem maður stundum öskrar í bræði sinni)sem velur. Björn er megafúll ennþá eins og lesa má í Þjóðmálum. Hann varð bara undir í þessum slag þó hann sé í mínum augum einn duglegasti og klárasti maður sem verið hefur í pólitík og ég hef í hávegum. Ég held nú ekki að Jói hafi gert andskoti mikið með auglýsingunum sínum á móti Birni en þó: Sérhvert hár gerir skugga.

Gulli var andskoti duglegur að skrapa peninga fyrir bæði sitt prófkjör og svo fyrir flokkinn. Og það var ekkert ólöglegt við það nema að peningarnir frá Baugi voru sagðir síðar vera þýfi frá þjóðinni, uppsafnaður afslátturinn sem fólk fékk í Bónusi sem var kannski bara stolinn annarsstaðar frá. Var það nú allur galdurinn við lágvöruverslunina?

Peningar eru hlutlausir og ekki var ég hrifinn af ákvörðun Bjarna formanns að skila þeim og skilja flokkinn eftir staurblankann og á leið með að tapa ofan af sér Valhöll. Enginn þakkar neitt fyrir þá gjörð nema þeir sem gleðjast yfir óförum Sjálfstæðisflokksins.

Ég hef staðið lengi í því að reyta saman peninga fyrir flokksstarf, líka byggingu Valhallar. Átti ég að neita peningum frá þessum eða hinum af því að þeir gætu verið eitthvað dúbíusir eða ættu fortíð? Nei Jón minn L´Orange þannig virkar ekki kerfið. það gengur fyrir peningum, annað eru bara krúsidúllur eins og kallinn hjá Ford sagði, ég man ekki hvað hann hét.

Halldór Jónsson, 7.10.2012 kl. 21:59

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón, ég man að við fengum Framsóknarmann sem var vinur minn til að keyra í grunninn hjá Albert þegar hann var að rífa upp Valhöll. Ekki flökraði honum við þeirri grús. Finnur þú til einhverrar ógleði núna?

Halldór Jónsson, 7.10.2012 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband