Leita í fréttum mbl.is

Nubo og nýtingin

á Grímsstöðum er kannski ekki það sem hann heldur að hann sé að kaupa.

Í Sturlungu er oft greint frá eigendaskiptum að löndum eftir að sæst hefur verið á vígaferli. Menn urðu stundum saupsáttir yfir gras-og skógarnytjum og dangluðu þá í hausinn á hverjum öðrum misfast. Aðalatriðið var að land var til landbúnaðar ætlað.

Líklega hefur verið lengi í lögum á Íslandi að menn geti ekki haldið landi utan við rækt fyrir öðrum sem vantar það til nytja. Þjóðernið hefur ekki þvælst fyrir mönnum á þeirri tíð þegar Austmenn voru hér um allar sveitir og líklega talað sama málið. Drumboddstaðir, Kjallaksstaðir og allskyns nöfn benda til einhverskonar fjölmenningar í landinu þó að ribbaldar og höfðingjar virðist hafa verið flestir íslenskir nema þá helst biskupar. Staða-Árni hóf jarðasöfnun kirkjunnar eftir að Sturlungaöld lauk og lauk með því að kirkjan átti mikið jarðnæði sem bændur svo höfðu ábúð á. Eigendum Eiða og stöku stórbændum á kirkjujörðum tókst að forðast að missa jörð sína til kirkjunnar með sérstöku harðfylgi en það er önnur saga.

Í gildi eru ábúðarlög og jarðalög sem miða öll að því að halda landinu í rækt. Menn geta ekkert setið á landi fyrir öðrum sem vill ábúð. Réttur landeigandans er oft mun minni en ábúandans sem margir þekkja. Ekki veit ég hvernig Nubo kallinn ætlar að hafa það né heldur hvernig Noregskóngi myndi ganga með eignarhald sitt á Grímsey ef af hefði orðið og útgerð þaðan gagnvart áðurnefndum lögum. Önnur afbrigði af landasölu til erlendra yfirvalda eru auðvitað þekkt eins og Guantanomo á Kúbu, Alaska og Louisiana svo eitthvað sé nefnt.

En sannast sagna finnst mér það eins og Einari Þveræing að það sé tóm vitleysa að erlendir menn geti keypt eða íslenskir selt hluta úr Íslandi undir langskip sín og aðrar græjur. Erlendur peningafursti getur vinkað seðlum upp að nefi íslensks afdalakalls sem vill óður selja auðvitað. En það eru ótal lagaákvæði sem hindra slík viðskipti ef menn vilja. Það mætti alveg skerpa á þeim andkratíska skilningi að Ísland sé fyrir Íslendinga en ekki aðra. Þó við séum almennt séð nógu mikil fífl til að fara í háaloft yfir svona uppákomum, þá er það alls ekki rakið fyrir Nubo að nýta Grímsstaði undir herflugvöll ef við viljum það ekki.

Og svo ættum við nú kannski að hætta að gleypa svona kínverska milljónera hráa. Það getur alveg verið að Nubó sé nýttur frekar af stærri skipulagsheild en að hann hafi nýtt sér heimsku og spillingu einhverra kínverskra embættismanna til að græða peninga. Menn eru til þess að gera fljótir að vinna sér fyrir réttinum til að kaupa sér kúlu í hausinn þar austur frá ef flokksforystan telur ástæðu til. Kínverjar eru nefnilega eldri en tvævetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Að kaupa sér kúlu í hausinn eru sennilega að gera þessir umboðsmenn kínverskra valdamanna. Þetta er allt hið versta mál fyrir samskipti Kína og Íslands og hissa er ég á að þetta hafi ekki verið stoppað öðruhvoru megin fyrir löngu síðan. Nema að það sé plan B þarna einhversstaðar á bakvið.

Eyjólfur Jónsson, 10.10.2012 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband