Leita í fréttum mbl.is

Verðtryggingin

er tískuumræðuefni. Við krefjumst afnáms verðtryggingar étur hver upp eftir öðrum alveg án þess að rifja upp söguna eða orsakirnar. Lesa hvað Jóhanna Sigurðardóttir sagði þá um nauðsyn verðtryggingar og fleiri menn.

ASÍ, þaðan sem flestir verðbólguvaldar Íslendinga rekja ættir sinar til hvernig sem á það er litið, deildi um verðtryggingu á fundi sínum.Svo sagði í fréttum af sverðaglamri:

"Þing ASÍ felldi í dag tillögu um afnám verðtryggingar. 103 studdu tillöguna eða 46% atkvæða, en 121 greiddu atkvæði á móti eða 54%.

Miklar umræður urðu á þingi ASÍ um verðtryggingu. Þingfulltrúar deildu um hvort verðtryggðin væri meinsemd sem hefði leitt fjölda heimila í gjaldþrot eða hvort orsakanna væri að leita annars staðar.

Þeir sem gagnrýndu verðtrygginguna lögðu fram tillögu fyrir þingið þar sem sagði: "Þing ASÍ skorar á Alþingi að afnema verðtryggingu á neytendalánum til einstaklinga og heimila enda er hér um að ræða samfélagslegt mein sem hefur leikið skuldsett heimili skelfilega á liðnum árum og áratugum. Einnig skorar þingið á Alþingi að setja lög sem mæli fyrir þak á vexti á húsnæðislán."

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, gagnrýndi tillöguna og sagði að tillaga um að setja þak á vexti fæli í sér að lánveitendur yrðu ekki tilbúnir til að lána ef þeir fengju ekki ávöxtun á fjármagn sitt. Afleiðingin yrði sú að til yrði ástand sem væri svipað því sem var á sjötta og sjöunda áratugnum þegar fólk þurfti að betla lán frá bankastjórum og helst að þekkja einhvern valdamann til að fá lán.

Kristján Þórður tók dæmi af óverðtryggðu láni sem stóð í 20 milljónum í ársbyrjun 2009. Verðbólgan fór upp í 18% það ár. Kristján Þórður sagði að þetta þýddi að mánaðarlegar afborganir af láninu hefðu farið úr 172 þúsund krónur í 400 þúsund. Ef lánið hefði verið verðtryggt hefðu afborganir farið úr 110 þúsund í 111 þúsund. Höfuðstóllinn hefði vissulega hækkað mikið, en hann sagðist ekki sjá hvernig fólk gæti ráðið við afborgun upp á 400 þúsund á mánuði.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og einn tillöguflytjenda, sagði að afleiðing verðtryggðarinnar væri sú að 50% heimila á Íslandi væru tæknilega gjaldþrota. Hann sagði að verðtryggðin væri meinsemd sem verkalýðshreyfingin ætti að berjast gegn. Fjármagnseigendur væru með belti og axlabönd á meðan lántakar hefðu allt sitt á þurru. Verkalýðsfélag Akraness hefur ásamt Hagsmunasamtökum heimilanna ákveðið að höfða dómsmál til að fá úr því skorið hvort verðtryggingin sé lögleg.

Birgir Már Guðmundsson, stjórnarmaður í VR, sagði rétt sem fram hefði komið í umræðum á þinginu að það væri ekki nægilegt að horfa bara á verðtrygginguna. Meinsemdin væri verðbólga og óstjórn í efnahagsmálum hér á landi. Birgir sagðist hins vegar taka undir að losna þyrfti við verðtrygginguna. Hann sagði að hún hefði leikið sig grátt og hann væri í hópi þeirra sem ættu ekki lengur neitt í húsnæði sínu.

Fríður Birna Stefánsdóttir, stjórnarmaður í VR, sagði að efnahagsstjórn í þessu landi væri "ömurleg" og hún yrði það áfram þó að við gengjum í Evrópusambandið. Hún sagði að aðferðin við að eignast húsnæði væri að spara og leggja fyrir áður en farið væri af stað. Það gengi hvergi í heiminum að kaupa húsnæði á 100% lánum."

Ég hef aldrei náð því hvaðan fjármagn eigi að koma ef ekki myndast sparnaður í landinu? Í gamla daga stóð fólk í biðröðum í Steypustöðinni með koffort full af sparipeningum sem það vildi skipta fyrir verðtryggða steypu. Þá var engin önnur verðtrygging í boði fyrir peninga. Engin trygging nema kvittun frá okkur Svenna. Þá höfðu sumir traust sem er víst bara sagnfræði nú til dags eftir að svik og lygar komust til hávega og daglegs brúks.

Bankarnir núna neita að láta leggja inn á verðtryggt nema bundið í 3 ár. Þetta finnst mér della. Af hverju má ekki fólk velja hvort það vill eiga sparifé verðtryggt til færri mánaða og vaxtalaust eða á núverandi skítavöxtum sem eru minni en verðbólga? Þarna blasir bankasamráðið grímulaust við. Kallað samsæri gegn almenningi ef einhverjir aðrir eiga í hlut en fjármálafyrirtæki.

Fólk ætti að geta valið um verðtryggingu eða óverðtryggð lán.Gengislán eða íslensk lán. Frelsið er það sem okkur skortir en ekki forræðishyggju og fantabrögð gjaldeyrishafta.

Það þarf að gera eitthvað fyrir fólkið sem hrundi á. Stökkbreytingin sem þá var gerð var af mannavöldum. Það gengur ekki að gera ekki neitt í því. Það gengur ekki að láta erlendu bankana halda svona áfram að kyrkja allt og alla. Það gengur ekki að láta allt fara í sama farið og afhenda eignirnar til sömu glæpamannanna aftur.

Við vorum á Landsfundi Sjálfstæðismenn til að gera akkúrat það. Hvað skeði þar? Hver er skýringin á því á því að fólk þar náði ekki betur saman?

Sjálfstæðisflokkurinn er sá eini vettvangur sem fólk getur bundið vonir við að geri eitthvað af viti í verðtryggingunni sem öðru. Það er gott að eiga ASÍ að bandamanni í því máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband