24.10.2012 | 08:09
Margt er spaklegt í Mogga
dagsins.
Þar ber fyrst að telja það sem segir í leiðara um stjórnlagaráðskosninguna og hversu fáránlega allt það mál ber að. Sigurður Líndal er kallaður til vitnis um það mikla "merkingarleysi og mótsagnir" sem allt of víða er að finna í textanum sem Þorvaldur Gylfason heldur að okkur að sé jafnvirði heilags grals.
Það sem uppúr stendur að þriðjungur kjósenda samþykkti textann sem grundvöll í skoðanakönnuninni en tveir þriðju lýstu frati á þetta brölt allt. Og aumingjans forsætisráðherrunni okkar finnst þetta jafngilda því að mál málanna sé fundið fyrir Alþingi að rísla sér með það sem eftir lifir meðan Róm brennur.
Svo kemur hann Óli Björn sem margt spaklegt hefur skrifað um þjóðmál þannig að fáir láta fram hjá sér fara. Nú fannst mér nokkra prófkjörspest leggja af skrifunum þegar hann vekur athygli á slæmum vaxtakjörum ríkisins sem virðast nema yfir 20% á skuldina sem er 774 milljarðar. Óli Björn vill selja ríkiseignir eins og Landbankann en nota andvirðið til að lækka skatta á almenningi. Auðvitað eru þeir háir en almenningur er samt skuldarinn.
En ég er fyrir mitt leyti búinn að fá upp í kok af þessu tali um sölu ríkiseigna. Ég minni á hvílík vitleysa var gerð þegar Síminn var seldur og lenti mest í höndum ótíndra gæðamanna. Vonandi hirðir ríkið hann til baka við þetta tækifæri en afhendir hann ekki fyrri "eigendum".
Þjóð á ekki að selja undan sér grunnforsendur eins og Alþingi, vegakerfi, skólakerfi, fjarskipti,sjúkrahús, lögreglu,famgelsi, hafnir, flugvelli. Braskarar mega annast alla aðra þætti. Óli Björn þarf ekki að útiloka að ríkið geti ekki rekið neitt og vil ég benda á að til dæmis Landspítalinn virðist ná árangri í rekstri sínum með réttu fólki. Mætti til dæmis ekki árangurstengja laun í ríkisrekstri eins og í einkabankageiranum? Eða verða allir að fá jafnt, Humpfrey eða séra Humpfrey?
Svo skrifar vinur minn Ragnar Önundarsson grein sem sama fnyk leggur af. Ragnar hefur farið hart fram gegn sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins og telur hann eiga óuppgerð mál við hrunið í augum almennings. Má vera að andlegur skyldleiki dragi menn að hvorum öðrum til bardaga eins og Cecil Lewis lýsir í bók sinni Sagittarius Rísandi sem er holl lesning hverjum sem er.(Er fáanleg hjá pistlaskrifara fyrir lítið). En víst er að Ragnar sér ýmsa hluti í fjármálum betur en aðrir menn og ekki verður ónýtt fyrir þessa þjóð að eiga þá Óla Björn báða í liði flokksins í fjörunni á næsta kjörtímabili og treysti ég þá auðvitað á flokkshollustu þeirra til að berjast hart með liðinu hvaða sæti svo sem kjósendur úthluta þeim í prófkjörinu.
Pólitík á nefnilega að vera samstarf liðsheildar en ekki einleikur fyrirliðans eins og allir þekkja úr boltanum. Megi Mogginn minna okkur stöðugt á það.
Margt er læsilegt í Mogga að vanda og væri erfitt fyrir okkur gamlingjanna og íhaldspúkana að hugsa sér morguninn án þess "að fá línuna" eins og Benni heitinn Davíðs vinur minn kallaði blaðið þegar við hittumst í Sundlaugunum í áratugi. Þá sjaldan sem ég fletti öðrum blöðum því meira sannfærður er ég um nauðsyn Morgunblaðsins enda var ég ólatur við að halda því að vini okkar allra pottverja, ljúfmenninu honum "Benna komma" í þann tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:16 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 3420091
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.