Leita í fréttum mbl.is

Tilgangsleysi flokksbrota

endurspeglast í öllu atferli þeirra á Alþingi.

Þegar rúllukragapeysan hélt innreið sína á Alþingi með Þór Saari seig virðing þess niður merkjanlega. Nú koma þingmenn í pontur eins og slátrarar með flakandi frá sér í hálsmálinu. Og spekin og málflutningurinn eftir því.Ætli Jón Ólafsson, sá "alheimskjaftur" hafi séð þetta fyrir sér þegar hann fékk þingmenn til að hætta að ávarpa hvorn annan með svívirðingum og nafngiftum og nota heldur hæstvirtur osfrv. Það er alveg hægt að svívirða menn án þess að brúka munnsöfnuð. Og virðing fæst aðeins með virðulegri framgöngu. Einar Magg sagði við mig að Kristin Ármannson myndi verða góður Rektor "því það rífur enginn kjaft við séntilmann"

En burt séð frá hálstauinu þá hefur líklega aldrei jafn ósamstillt mannval setið á Alþingi Íslendinga eins og nú. Enda er brautarsagan(track-record)eftir því. Flest stóru tökin enda bara sem vitleysa eins og almenningur er búinn að lýsa skoðun sinni á í skoðanakönnunum um virðingu þingsins.Nú á að bjóða almenningi uppá enn ein skrípafarsann með því að fara í stjórnarskárumræður meðan Róm brennur.

Hluti af þessu vandamáli er tætingslið allskyns nýrra framboða sem komast inn ef þeir ná 5 % atkvæða. Þessi þröskuldur er greinilega of lágur. Flokkahlaup fólks inni á þinginu er eitthvað sem á algerlega að koma í veg fyrir. Þingmaður sem getur ekki verið í sínum gamla flokki á að hypja sig af þingi. Kjósendur hans varðar ekkert um sannfæringu hans lengur.

Svo eru það fjármál flokkanna. Þeir eiga ekki að fá krónu af opinberu fé. Heldur eiga þeir alfarið að vera kostaðir af frjálsum framlögum félagsmanna og fyrirtækja. Og skandall er að þingið sé að ákveða eftirlaun og kjör sjálft.

Fjármál flokka og frambjóðenda koma engum við nema þeim sjálfum frekar en saumaklúbba. Þeir mega upplýsa það sjálfir ef þeir vilja. Þetta vilja litlu flokkarnir auðvitað ekki því enginn vill styrkja neinn sem ekki er líklegur til árangurs. Svo horfa menn uppá sprenghlægilegar fjárdeilur þegar litlu flokkarnir klofna og þeir sem fara vilja fá hlut í ránsfengnum.

Litlir flokkar á Alþingi eru bara til bölvunar. Burt með þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

É tel það rétt hjá þér enda hef ég aldrei skilið það hversvegna þingið kærði ekki meðferð á ESB umsóknarferlinu þar sem málið fékk ekki eðlilega meðferð sem stjórnarerindið og fór ekki fyrir stjórnarráðsfund samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Ég hef reynt að fá upplýsingar um þennan stjórnarráðsfund en þær liggja ekki á lausu. Ég kalla það ekki opið upplýsingaflæði.

Valdimar Samúelsson, 26.10.2012 kl. 20:54

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gott mál Halldór, burtu með þá sem aldrei geta unnið heilt kjörtíma bil með öðrum.  Svei þeim sem taka við sem sínum fullgildum þingmönum, þá sem létu kjósa sig á þing í nafni andstæðings. 

Fimm prósent er of lágt hlutfall því það vantar ekki sundrungu á alþyngi.  Innan flokksbrota eru að jafnaði ónytjungar og ekki líklegir til gagns.  En fólk að gagni er hentugt að velja á þing.  Sá skrípakarl sem ekki getur sætt sig við að klæðast í þingsal svo sem regla hefur verið er utan reglu og þingforseti ætti að vísa slíkum úr þingsal. 

Það er vinnuveitandinn, þjóðin sem ræður því hvernig þingmenn eru klæddir.  Þannig að þeir skussar sem ekki geta komið fram af virðingu við vinuveitanda sinn á náttúrulega að reka og það hlýtur að vera þingforseti sem ber skyldu til að framkvæma það verk. 

Að öðrum kosti getur landin krafist þess að þingforseti klæðist náttfötum þar til hann hefur sannað virðingu sína fyrir vinnuveitandanum.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.10.2012 kl. 20:59

3 Smámynd: Björn Emilsson

Hvað eru margir nýir ´stjórnmálaflokkar´ í boði nú til Alþingis? Fimm, eða kannske fleiri. Maður sæi fyrir sér fimm ný forsetaframboð í Bandaríkjunum. Danir eru þeir sem komast næst islendingum með fjölda stjórnmálaflokka. Árangurinn er eftir því. Sem ESB ríki hafa danir ekki annað að tala um en velferðarmál, enda flestir á bótum þar í bæ eða á ríkisjötunni, nú þegar.

Björn Emilsson, 27.10.2012 kl. 00:02

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja segðu Valdimar, haltu áfram með þetta og láttu þá ekki sleppa.

Hrólfur,

þú ert ákveðinn að vanda.Mér finnst þetta lið svo lágkúrulegt að það er tómt mál að tala um virðingu Alþingis meðan það hleypur um eins og útburðir. Mig minnir að Einar Magg hafi kallað þetta "niðuráviðsnobberí"

Já Björn, það hefur verið gæfa Bandaríkjanna og gert þau stór að fklokkar hafa verið fáir. Berðu svo saman við hið gjöfula land Ítalíu þar sem þeir dæma sinn besta son Berlusconi í tukthús fyrir álognar sakir. Alveg eins og Landsdómur hér að undirlagi lítilmenna eins og Steingríms J. og Magnúsar Orra Schram reyndi að ljúga upp sökum á Geir Haarde úr því að þeir náðu honum ekki öðruvísi. Smáflokkar yfirþyrmandi og gerði að verkum að Íalía var stjórnlaus árum saman,

Halldór Jónsson, 27.10.2012 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband