Leita í fréttum mbl.is

Hrægammabankarnir

Íslands-og Aríonbanki eru fleirum en Lilju Mósesardóttur íhugunarefni. En þessir tveir bankar eru að komast eða eru komnir í eigu óprúttinna vogunarsjóða eða hrægamma eins og Lilja nefnir þá.

Þessir bankar standa því greinilega gegn hagsmunum íslenskra heimila þrátt fyrir fagurgala um annað í auglýsingum sínum. Geðleysi Íslendinga skýrir svo velgengni þeirra á markaði sem fylkja sér um þá eins og ekkert hafi í skorist.

Lilja veltir fyrir sér hvað sé til ráða gegm snjóhengjuvandanum sem uppgjör gömlu bankanna ber með sér. Hún segir meðal annars:

"Hrægammasjóðir munu við slit þrotabúa Glitnis og Kaupþings, eignast Arion banka og Íslandsbanka. Það dugar ekki að keyra þrotabúin í gjaldþrot því hrægammarnir munu kaupa hlut þrotabúanna og ríkisins í nýju bönkunum til að tryggja stöðu sína. Á Alþingi er frumvarp til umfjöllunar sem veitir fjármálaráðherra leyfi til að selja eignarhlut ríkisins í nýju bönkunum. Frumvarpið er skýrt merki um að stjórnvöld átta sig ekki á hættunni sem stafar af hrægammasjóðum. Á meðan hver og einn hrægammasjóður er minnihlutaeigandi í nýju bönkunum eru þeir hæfir eigendur samkvæmt íslenskum lögum. Hins vegar er ljóst að bankar í eigu margra hrægammasjóða munu ógna fjármálastöðguleika þjóðarbúsins. Hrægammasjóðirnir munu sem eigendur bankanna beita öllum tiltækum ráðum til að hámarka endurheimtur og flýja með fé sitt út úr hagkerfinu um leið og tækifæri gefst...."

Hvaðan kemur Lilju sú viska að sjóðirnir muni kaupa hluti föllnu bankanna í nýju bönkunum? Fá menn ekki úthlutað úr þrotabúum eftir niðurstöðutölu eigna og skulda?

Enn segir Lilja:

"Ég er þeirrar skoðunar eftir að hafa kynnt mér sögu hrægammasjóða að það þjóni engum tilgangi að semja við þá. Þeir munu ekki fást til að semja um að fá aðeins rétt rúmlega það sem þeir greiddu fyrir kröfurnar þar sem þeir hafa engra hagsmuna að gæta hér á landi. Ef alþjóðaþrýstingur myndast á þá að semja við okkur, þá er alltaf hætta á að þeir flyti kröfurnar sem þeir hafa samið um lækkun á yfir í nýtt eignarhaldsfélag (sbr. Líbería). Nýja eignarhaldsfélagið kemur svo með kröfu um fulla endurgreiðslu krafnanna.

Marinó G. Njálsson hefur lagt til að ríkið yfirtaki kröfur á þrotabú föllnu bankanna með eignarnámi. Eignarnámsvirðið sem ríkið þyrfti að greiða fyrir kröfurnar yrði sennilega mun hærra en verðið sem hrægammasjóðirnir greiddu fyrir þær. Eignarnámið fælir hrægammasjóðina frá bankakerfinu en ekki frá landinu, þar sem þeir eiga kröfur á önnur fjármálafyrirtæki, aflandskrónur og ríkisskuldabréf sem borið hafa háa ávöxtun frá hruni. Ísland losnar ekki undan hrægammasjóðunum nema með því að taka upp nýkrónu. Hrægammarnir sitja þá uppi með kröfur og eignir í gömlum krónum sem þeir þurfa að skipta yfir í nýkrónu á gengi sem endurspeglar verðið sem þeir greiddu fyrir upphaflegu kröfuna og lita sem enga ávöxtun eftir hrun."

Ég viðurkenni að ég skil ekki tillöguna um þörf fyrir nýkrónuna. Ég held að þetta sé ekki vandamál ef við sýnum fyllstu hörku í uppgjöri þrotabúanna sem verða til þegar við lýsum gömlu bankana gjaldþrota og ekki seinna en strax. Og jafnframt held ég að við ættum alvarlega að athuga þær forsendur sem nýju bankarnir fá að stjórna hagkerfi Íslands áfram með rafkrónuútgáfu til framtíðar. Nóg er nú samt af óvinum heimilanna.

Lilja á hinsvegar allar þakkir skildar fyrir að kanna þessi mál hrægammasjóðanna og bætast í hóp þeirra sem vilja fara í slag við þetta lið af hörku en ekki lúta fáranlegri leiðsögn Steingríms J. sem afhenti þeim ótakmarkað skotleyfi á heimilin í landinu. Afrekaskrá þessa manns í fjármálasögu þjóðarinnar er löngu orðin of löng. Þjóðin þolir ekki hrægammabankapólitík hans í fjármálum mikið lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband