Leita í fréttum mbl.is

Nýtt fjölmiðlafrumvarp

og að þessu sinni andhverfa hins fræga frumvarps Davíðs á árunum er lagt fram.

Pressan birtir aðsenda greina frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra:

"Banki þjóðarinnar, Landsbankinn, hefur frá hruni afskrifað á kostnað almennings milljarða á milljarða ofan vegna fjölmiðlareksturs Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Því til viðbótar berast reglubundnar fréttir af því að ríkisbankinn semji æ ofan í æ um endurfjármögnun á þessum rekstri - til að tryggja áframhaldandi eignarhald og yfirráð Jóns Ásgeirs á 365, sem er langstærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins.

Ofan á þetta bætist að nú liggur fyrir Alþingi ríkisstjórnarfrumvarp sem árlega mun flytja 300-400 milljónir króna af auglýsingatekjum frá RÚV beint í vasa 365 og Jóns Ásgeirs, sem fyrir er með um 60% af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi.

En þar með er ekki allt upp talið. Það liggur líka fyrir ríkisstjórnarfrumvarp sem fjallar um eignarhald á fjölmiðlum og tryggir að ekki verður hreyft við einsmanns eignarhaldi Jóns Ásgeirs á meira en helmingi íslenskra fjölmiðla, sé miðað við veltu.

Af hverju stendur ríkisvaldið þennan grimmilega og grímulausa vörð um hagsmuni og ítök Jóns Ásgeirs Jóhannessonar? Skuldar þjóðin honum eitthvað? Skulda stjórnmálaflokkarnir honum eitthvað?"

Er ekki nokkuð ljóst ef menn lesa Fréttablaðið hvað Samfylkingin skuldar Jóni Ásgeiri? En það ber nýrra til ef frá RÚV kemur svona kvörtun þar sem sú stofnun hefur legið undir talsverðu ámæli fyrir þjónkun sína við sama stjórnmálaflokk.

Má skilja bréf Páls Magnússonar þannig að honum finnist Samfylkingarspillingunni misskipt? Nýtt fjölmiðlafrumvarp skilji RÚV eftir útundan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420144

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband