2.11.2012 | 14:30
Heyr á endemi!
segir maður eftir að lesa leiðara Morgunblaðsins í dag.
Svo virðistsem mikill hluti Alþingsmanna okkar hafi ekki andlega burði til að skilja hvað þeir eru að samþykkja þegar kemur að innleiðingu Evrópuparagraffa.
Svo stendur í leiðaranum:
"En lýðræðishallinn er víðar. Fullyrða má að lagafrumvörp, sem lögð eru fyrir íslenska þingið með þeirri forskrift úr ráðuneyti að um »ees-mál« sé að ræða, fái ekki raunverulega lagasetningarmeðferð, nema að formi til. Slík mál eru fyrst lögð fyrir ríkisstjórn og fara þar í gegn umræðulítið og oftast umræðulaust.
Og það er ekki aðeins að núverandi forsætisráðherra lesi þau ekki fremur en önnur frumvörp, það gerir enginn ráðherra annar. Raunar er gjarnan sagt að slík lög virðist enginn hafa lesið nema þýðandinn.
Hvernig stendur á þessu? Það er örugglega einkum vegna þess að allir þeir sem koma að málinu vita að þeir geta ekki haft nein áhrif á þessa lagasetningu. En það alvarlega er að hvergi fer fram raunveruleg könnun á því hvort lagasetningin er hverju sinni óhjákvæmileg nauðsyn vegna EES-samningsins. Og nú þegar »samningaviðræður« standa yfir um aðild að ESB hefur ástandið versnað um allan helming.
Allir vita að engar raunverulegar samningaviðræður fara fram. Óheiðarlegir stjórnmálamenn og óheiðarlegir eða meðvirkir embættismenn og svokallaðir »samningamenn« Íslands lúta hverri kröfu embættismanna ESB um aðlögun og hún er send í gegnum þingið á færibandi þess undir þeirri forskrift að »aðeins sé um ees-mál« að ræða.
Meira að segja þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ekki skorist úr þessum ljóta leik. Engin lýðræðisleg skoðun á sér stað. Enginn veltir fyrir sér hvort breytingarnar séu hollar íslenskum hagsmunum.
Sjálfsagt hefur meirihluti núverandi þingmanna enga burði til að leggja sjálfstætt mat á framangreinda hluti. En að auki er við ofurefli að etja og til lítils að lyfta litla fingri.
En svo aftur sé horft til Bretlands þá varð þar töluverður þinglegur atburður í vikunni. Samsteypustjórnin varð undir í máli sem varðaði fjárframlög til Evrópusambandsins. Forsætisráðherrann hefur þóst góður að orða það viðhorf að hann vilji vera á móti því að útgjöld sambandsins hækki á næstunni meir en sem nemur hækkun verðbólgunnar á svæðinu. En útgjöld ESB hafa þanist út á margföldum hraða hennar síðustu árin. En mörgum þingmönnum, þar á meðal »óþægum« þingmönnum Íhaldsflokksins, þótti betur fara á því að útgjöld ESB hækkuðu minna en verðlag á þeim tíma sem sambandið er sérstaklega herskátt að herja á útgjöld í aðildarlöndunum.
Verkamannaflokkurinn, sem hefur verið mjög hallur undir ESB, en ekki þó beinlínis í bandi þess eins og Frjálslyndi flokkurinn, sá sér leik á borði. Hann studdi þá óþægu og ríkisstjórnin varð undir í atkvæðagreiðslu í fyrsta sinn á kjörtímabilinu. Það þótti niðurlæging fyrir forsætisráðherrann.
En þá er bent á að forsætisráðherrann sé alls ekki bundinn af niðurstöðu þingsins í þessu máli! Hann geti gegn vilja breska þingsins samþykkt á leiðtogafundi að auka útgjöld ESB, sem sendir stóran hluta þess reiknings til breskra skattborgara. Það er eitt dæmi af mörgum um hvernig ESB-aðild hefur smám saman plokkað fullveldi af þjóðum, án þess að þær hafi gert sér grein fyrir hvernig komið væri."
Á skal að ósi stemma sagði Ása-Þór kastaði steini að tröllkonunni Gjálp sem stóð klofvega yfir árfarveginum og gerði Þór flóð honum til drekkingar. Eigi missti hann þess sem hann kastaði til. En íslenskir Alþingismenn láta flóðið ganga yfir höfuð sér og skilja ekki hvað gerir það. Þeir geta ekkert gert fyrir ofurveldi kratismans sem flæðir yfir þessa áður sjálfstæðu og stoltu þjóð.
Er ekki kominn tími til að endurskoða þennan EES samning sem fátt hefur fært okkur áþreifanlegra en sjálft hrunið. En það er ekki það eina heldur er þjóðfélagið orðið morandi í allskyns reglugerðum og gerningum sem engin ástæða var til að taka upp við okkar íslensku aðstæður sem eyja út í hafi.
Okkar ráðamenn eru svo dómgreindarlausir að hlutir eins og Schengen, uppskipting orkufyrirtækjanna í framleiðslu og sölu og nú næst hækkun byggingaskostnaðar með nýrri Byggingareglugerð svo dæmi séu tekin renna yfir þá án þess að þeir hugleiði hvort ástæða sé til að gera eitthvað annað. Án þess að gera sér ljóst að það þurfti ekkert að fara eftir þessu frekar en við vildum sjálfir og flest önnur ríki notfæra sér undanþágur eftir því sem þeim hentar. En Íslendingar? Þeir eru kaþólskari en páfinn og gleypa allt hrátt sem að þeim er rétt. Alþingismenn bregðast þjóðinni því þeir vinna ekki vinnuna sína. Þeir láta Humpfrey eftir að setja sér fyrir.
Flest allt verður almenningi til bölvunar sem frá tröllskessunni EES rennur og íslenskir Alþingismenn hafa greinilega ekki burði til að að spá í hvaðan flaumurinn kemur eða hvað hann inniheldur. Og embættismennirnir grípa hvert paragraf til að gera lífið erfiðara og verra fyrir allan almenning.
Svo heimta þeir Alþingismenn virðingu okkar í ofanálag. Og núna telja þeir sig sjálfkjörna til að sitja áfram á Alþingi og veita flóðinu áfram yfir okkur. Við verðum að endurkjósa þá alla helst svo þeir geti haldið áfram að sitja yfir hvers manns diski. Nefnið eitt atriði sem frá Alþingi hefur komið á síðustu árum sem léttir ykkur lífið. Ég held að ykkur verði svarafátt þegar grannt er skoðað. Sífellt auknar álögur og kröfur. Aldrei neitt til bóta.
Það eru mikil endemi að hugsa til þess hversu komið er fyrir Alþingi Íslendinga þegar þingmenn hafa ekki andlega burði til að skilja hvað þeir eru að samþykkja. Maður batt þó þær vonir við suma hverja einhverju sinni. En sú vona dvín með degi hverjum.
Þetta er endemislið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Finnst þessi pistill Davíðs eins og að pissa í buxurnar. Hvað ætli hlutfallið milli fjölda laga byggða á tilskipunum ESB og EES sem samþykkt voru þegar hann var forsætisráðherra og svo aftur nú þegar Jóhanna er forsætisráðherra sé. Held að það sé örugglega 80% á móti 20% . Og ég held að Davíð hafi varla lesið mikið meira af þeim. Enda hafa engir Sjálfstæðismenn lagt neina sérstaklega áherslu á að fjalla sérstaklega um þessi mál á Alþingi. Ekki heyrt Bjarn Ben fjalla sérstaklega um þetta. Sem og að við erum í þeirri stöðu að við erum með milliríkjasamning um að taka upp þessar tilskipanir en þar sem við erum ekki í ESB höfum við engin áhrif á þær.
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.11.2012 kl. 20:50
Góði Magnús, þú heldur að hægt sé að bera saman reglugerðir EES og ESB. Davíð var ekki forsætisráðherra í öll þessi ár án víðtækrar þekkingu á eðli þessarar sam-steypu. Mér hefði aldrei dottið í hug að kjósa þessa flokka til áhrifa,enda hafa þeir sýnt hvernig þeir beita blekkingum,æ oní æ og skammast sín greinilega ekkert fyrir.Gerðu þér grein fyrir að peðin í Samfylkingunni eru undir hælnum á forsætisráðherra og gera það sem henni þóknast.Aldrei fyrr í sögu lýðveldisins hafa þegnar þess átt meira undir andstöðuflokkunum í komandi kosningum og núna,enda munu þeir verja fullveldið af öllum kröftum.
Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2012 kl. 00:26
Þeir pissa mikið samfestingarnir. Að mestu röklausir er Davíð hirtir þá. EES kölluðu þáverandi enn rauðir á báða vanga kommatittirnir , ekki grænir á annann eins og nú, Landráð.
K.H.S., 3.11.2012 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.