Leita í fréttum mbl.is

Af hverju Nýji Landsbankinn

þegar sá gamli er farinn á hausinn?  Hvaða nauðir rekur til þess að halda Landsbankanum í gangi? Með því kostnaðarverði að vandséð er að ríkissjóður lifi það af?

 

Ein afglöp Steingríms J. Sigfússonar í starfi og sem jafnast jafnvel á við Icesave I samninginn hans og félaga Svavars og eru því ekki þau minnstu,  eru að gefa útlendum vogunarsjóðum skotleyfi á íslensk heimili með því að afhenda þeim hræin af Glitni og Kaupþingi í gerfi erlendra kröfuhafa.

 

Í stað þess að gera þessa banka gjaldþrota og greiða úr þrotabúum íslenskra fyrirtækja  gaf hann útlendingum þrotabúin og setti skilanefndir yfir þá, (sem síðan hafa rakað saman ævintýralegum þóknunum sér til handa og hvergi sér fyrir endann á).

Þetta er að koma núna í ljós að það Damoklesarsverð sem yfir landsmönnum vofir vegna þessa nemur um 2500 milljörðum sem að óbreyttu verða borgaðar út í gjaldeyri úr Seðlabankanum í boði þjóðarinnar. Ekkert af þessu fé er til svo vitað sé.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur vakið athygli á þessarri ógn og nauðsyn þess að setja hina föllnu banka í gjaldþrot til þess að koma í veg fyrir að vogunarsjóðirnir borgi sjálfum sér út svona 70 milljarða í arðgreiðslur í erlendum gjaldeyri á þessu ári úr þessum búum í nauðasamningum í stað slitameðferðar.

 

Þingmenn eru sem óðast að gera sér þessa staðreynd ljósa eftir að Seðlabankinn greiddi út 315 milljarða í erlendum gjaldeyri vegna Kaupings. Gjaldeyri sem var auðvitað tekinn að láni eins og allur gjaldeyrisforði Seðlabankans.  Þessi vatnsgusa vakti þingmenn upp af þeirra væra blundi um að í óefni stefndi þó Guðlaugur þór hafi árangurslaust reynt að vekja þá fyrir þennan atburð.

En eru þeir ekki eftir sem áður gersamlega dofnir fyrir því sem Landsbankinn nýji á eftir að kosta þjóðina ef það gengur fram að endurreisa hann eftir forskrift Steingríms J?

 Í Morgunblaðinu í dag er mikil grein um þessi mál sem allti ættu að lesa. Þar setndur m.a.:

 

"..Að lokum er lagt til, að því er fram kemur í minnisblaðinu, að þrotabúin verði skikkuð til að selja allan gjaldeyri til Seðlabankans í skiptum fyrir krónur. Mikilvægt er að það verði gert á hagstæðu gengi fyrir Seðlabankann sem gæti þá í framhaldinu eignast óskuldsettan gjaldeyrisforða. Slíkt gæti flýtt fyrir afnámi hafta að öðru leyti en gagnvart þrotabúunum og aflandskrónueigendum. Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins felast því í þessari leið einnig ákveðin tækifæri, ekki aðeins fyrir ríkið til að eignast óskuldsettan gjaldeyrisforða, heldur einnig sá möguleiki að Seðlabankinn gæti notað gjaldeyrinn til að liðka fyrir láni á milli nýja og gamla Landsbankans og styðja við Orkuveituna og sveitarfélög sem eru með þunga erlenda skuldabyrði..."

Það á nefnilega að gefa út mörghundruðmilljarða skuldabréf í erlendum gjaldeyri af skattgreiðendum til að nauðasamningar gamla Landsbankans geti gengið eftir í stað þess að hræið fari einfaldlega í gjaldþrot og nýji Landsbankinn verði ekki til. Þjóðin mun áreiðanlega fremur lifa af missi hans en Selvogsbanka til Brussel.

Væri ekki óskandi að þingmenn færu að velta fyrir sér hvaða þörf er á endurreisn Landsbankans sem ríkisbanka? Hvaða þörf er svo knýjandi?  Hversvegna þurfum við Landsbanka í eigu ríkisins? 

Vonandi  vakna þingmenn til þess að gera þær ráðstafanir sem duga áður en að Landsbankagerðir Steingríms J. Sigfússonar kosti þjóðina lífið fjárhagslega. Nóg var nú samt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 3419727

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband