Leita í fréttum mbl.is

Guðlaugur Þór

er í framboði til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Ég hef ekki atkvæðisrétt í því kjöri. En ef ég hefði hann myndi ég styðja Guðlaug Þór í það sæti sem hann sækist eftir sem er 2. sætið.

Fáir þingmenn hafa verið rægðir annað eins og Guðlaugur Þór. Að baki rógnum standa auðvitað þeir pólitísku andstæðingar sem óttast Guðlaug meira en nokkuð annað. Því hann hefur sýnt það og sannað að hann er með duglegustu og skarpskyggnustu þingmönnum. Oftlega veltir hann upp málum sem aðrir hafa enga eftirtekt veitt og málflutningur hans hefur ítrekað orðið til þess að þjóðarvá hefur verið bægt frá. Hann hefur látið skuldir heimilanna miklu varða og gengið fram fyrir skjöldu í því að reyna að leggja þeim málum lið.

Hann varaði fyrstur manna við því hvílík hætta stafar af svokölluðum nauðasamningum bankanna þar sem skilanefndir skipaðar handvöldu fólki eru að sýsla með gejaldeyrisgetu þjóðarinnar langt út yfir þolmörk í stað þess að gera búin gjaldþrota og deila útúr þeim í íslenskum krónum.

Guðlaugur hafði einn fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins þrek til þess að láta ekki kúga sig til að greiða Icesave llI atkvæði sitt á Alþingi sem það samþykkti en sem svo þjóðin kolfelldi í atkvæðagreiðslu. Hann mat það mál rétt sem fleiri þau mál sem krefjast almennrar dómgreindar og ískalds mats.

Guðlaugur sannaði það í ráðherratíð sinni að hann er maður röskur tl verka. Einn fárra ráðherra sem aflaði sér fylgis við störf sín og aðgerðir út fyrir flokk sinn. En fjöldi fólks úr heilbrigðisstéttum úr öðrum flokkum hefur lýst því að þau telji störf Guðlaugs hafa skarað fram úr störfum annarra sem gegnt hafa starfi heilbrigðisráðherra.

Guðlaugur var öðrum mönnum röskari við að safna fé til prófkjörsbaráttu sína.Það er satt. En það var fyllilega lögmætt á þeim tíma. Hann hefur gert grein fyrir ráðstöfun fjárins sem ekki verður sagt um ýmsa aðra sem fremst fara í andstæðingahópi hans.

Hann felldi Björn Bjarnason í prófkjöri sem er ekki svo auðveldlega fyrirgefið þó árin líði. Hann safnaði fé fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem er síblánkur. Honum er sjálfum brugðið um persónulega spillingu fyrir að hafa leitað til óvinsælla aðila með framlög til flokksins síns.

Hann er sakfelldur meðal almennings fyrir margt sem hann kom ekki nálægt eins og gang ýmissa mála hjá Orkuveitunni.

En það er sama með Guðlaug og aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hversu oft sem þeir útskýra málin þá vefst það ekki fyrir andstæðingunum að byrja bara aftur á sömu tuggunni eins og þeir hafi ekki heyrt neitt. Og af því að Sjálfstæðismenn eru ekki þeirrar gerðar að liggja í sífelldu persónuníði þá sleppa til dæmis þingmenn Samfylkingar og hún sjálf við alla skoðun þó ástandið sé þar jafnvel mun verra. Sjálfur nennir Guðlaugur því ekki að liggja sífellt í endurtekningum heldur vill fást við aðkallandi málefni sem ríður meira á fyrir þjóðina.

Ég vona að Sjálfstæðismenn láti Guðlaug Þór njóta sannmælis í prófkjörinu á laugardaginn. Sé hann metinn af verkum sínum og framgöngu í starfi sínu þá hefur hann sýnt það að hann er traustsins verður.

Guðlaugur Þór er heiðarlegur maður í hvívetna. Svo er hann skemmtilegur maður til viðbótar, fullur af fjöri, gríni og elskulegheitum.

Það geislar af Guðlaugi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála. Guðlaugur stóð sig afburða vel sem heilbrigðisráðherra.

Hann villtist inn á ómarkað svæði stjórnmála og viðskipta en viðurkenndi mistök sín. (Það er meira en flestir hafa gert) Öllum kappsömum mönnum verða einhvertíma á mistök en Gulli vex af verkum sínum.

Sigurður Þórðarson, 21.11.2012 kl. 12:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Éf þú vilt virkilega láta Gunnlaug njóta sannmælis ættir þú að hringja upp í Borgarnes og spyrjast fyrir um kappann.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/11/21/gunnar_kaerir_gudlaug_thor/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.11.2012 kl. 15:10

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Éf þú vilt virkilega láta Gunnlaug.... átti þetta að vera.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.11.2012 kl. 15:10

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvernig er þetta - ég kem þessu ekki rétt frá mér - auðvitað heitir maðurinn Guðlaugur, óþarfi að nauðga nafninu á hamingjuhrólfinum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.11.2012 kl. 15:33

5 identicon

Halldór ég sem hef alltaf haldið að þú værir verkfræðingur, en nú sé ég að þú hefðir átt að vera prestur. Sérð það góða í öllum mönnum, líka þeim sem hafa átt erfitt með að halda sér á hinum þrönga vegi dygðarinnar.

Einmitt í gærkveldi fór ég í labbitúr með góðum vini mínum. Þá gerist það að snögg vindkviða tekur af mér hattinn. Okkur var litið upp og þá sáum við engil fyrir ofan höfuð okkar. Þóttumst þekka svipinn en trúðum ekki. Nú hefur þú staðfest grun okkar. Þetta var þá Guðlaugur Þór, sennilega á vafri um höfuðborgarsvæðið í leit sinni að tækifærum til að gera góðverk.

Svona, fallegur, skemmtilegur og eins og þú orðar það, ,,heiðarlegur í hvívetna".

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.11.2012 kl. 16:25

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Reykvíkingar eiga að tryggja Guðlaugi Þór öruggt þingsæti.

Óðinn Þórisson, 21.11.2012 kl. 17:21

7 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þessi umræða um Guðlaug Þór og hans meintu glæpi er óttalegt andskotans stagl. Fyrir áhugamenn um staðreyndir skal bent á nokkrar, en ég ætla mér ekki að gera betur en Guð almáttugur, honum hefur ekki tekist að ná til allra og hvað þá mér.

1) Guðlaugur Þór þáði 25. milljónir í styrki. Á þessum tíma voru allir frambjóðendur að safna styrkjum, Guðlaugi tókst það betur en flestum, en á meðan enginn bendir á frambjóðenda sem setti hámrak á styrki þá er ekki hægt með rökum að segja þetta óeðlilegt í ljósi aðstæðna á þesum tíma. Engum hefur tekist að sýna fram á að Guðlaugur hafi hyglt þeim sem styrktu hann þannig að þetta mál er markleysa hjá hugsandi fólki.

2) Guðlaugur tók vel í beiðni Valhallar sem oft vantar peninga, eins og þú bentir á Halldór. Hann reddaði 50. milljónum fyrir flokkinn en ekki sjálfan sig, enginn hefur bent á að þeir sem lögðu til peninganna hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu, þvert á móti voru Landsbankamenn ekki sáttir við sjálfstæðismenn þegar bankarnir hrundu.

3) Tryggingafélagið sem Guðlaugur keypti og seldi, slíkt gera margir, að kaupa og selja fyrirtæki, ekkert óeðlilegt við það og sá sem að telur Guðlaug hafa hagnast á þeim kaupum, þeir verða að vera áfram í eigin heimsku, eins og ég benti á fyrir ofan, fyrst Guði sjálfum hefur ekki tekist að sannfæra heimskingja þá er það ómögulegt fyrir mig.

Í frjálsu samfélagi er heimskan lögleg og lygin því miður líka. Vitanlega vlæri réttlætanlegt að setja í lög, ákvæði þess efnis að hver sem ber sakir upp á fólk, án þess að sannanir lægju fyrir, ættu að þola þunga dóma. Besservisar netheima hefðu gott af rasskellingu, þótt ekki væri nema að fá þá til að þegja á opinberum vettvangi og láta sér nægja að bulla við sína líka.

Svo nenni ég ekki þvargi við bullukolla, geti menn ekki sannað sitt mál, þá þýðri ekkert við þá að tala.

Það eru veik rök að benda á ákæru frá Gunnari Andersen sem var rekinn sökum þess að hann lak upplýsingum í fjölmiðla. Ef dómsstólar dæma Guðlaug sekan,sem me´r finnst ólíklegt þá er mér ljúft og skylt að draga allt til baka. Skynsamt fólk virðir grundvallarreglu réttarríkja sem segir að enginn sé sekur nema að sektin sannist. Sumir hunsa þessa reglu en þá skortir dómgreind til að átta sig á ljótleika þeim sem felst í því að bera upplognar sakir á fólk.

Jón Ríkharðsson, 22.11.2012 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband