Leita í fréttum mbl.is

Var þetta sniðugt?

þegar þingflokksformaður VG og þingmaður Samfylkingar gengu með spjöld fyrir framan ræðustól þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem á stóð "Málþóf". Þetta snéri að sjónvarpsvélunum þannig að hugsanlega gat forsetinn úr þingflokki VG ekki kynnt sér málið og tók því ekki afstöðu.

Kjósendur hafa nýverið tekið afstöðu til áframhaldandi þingmennsku þessara umræddu merkisbera. Lítil von virðist því vera til þess að þessi hegðun þeirra verði langæ á Alþingi sem skortir víst virðuleika í hugum fólks ef marka má skoðanakannanir.

Það má velta því fyrir sér á hvern hátt Alþingi og Alþingismenn öðlast virðingu kjósenda. Það er varla að leita að henni utan þingveggjanna finnist hún ekki innan þeirra. Líklega er sitjandi Alþingi eitt það sérstæðasta og margbreytilegasta í persónum og klæðaburði frá upphafi og fleiri þingmenn farið á milli flokka en oft áður.

Skyldu kjósendur ekki annars kjósa flokka frekar fyrir stefnumál þeirra en einstök andlit? Dr. Ólafur Þ.Harðarsons prófessor telur svo vera og færir gild rök fyrir. Hvernig munu þá frábrigði frá yfirlýstri grunnstefnu virka á kjörfylgi flokka? VG hlýtur því að verða stjórnmálafræðinni verðugt viðfangsefni eftirt næstu kosningar.

Ef við grípum niður í stefnuskrá VG þá eru þessar línur að finna:

"Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of."

Hvernig finnst fólki þetta ríma við stjórnarathafnir flokksins? Vilja kjósendur trúa flokki fyrir atkvæði sínu sem getur sýnt einsleitni sína með því að vitna í reynslu síðustu fjögurra ára? Fleira er hægt að tína til úr stefnuskránni og spyrja spurninga úr henni. En "...frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað " er býsna afgerandi fullyrðing. Verður flokkurinn að breyta henni fyrir kosningar?

Hvað mun Steingrímur J. Sigfússon segja við væntanlega kjósendur sína? Að hverju munu þeir spyrja á móti? Er einhver maður svo mikill málflutningsmaður að hann geti komist í gegn um þetta við hylli kjósenda? Talað bara um eitthvað annað fallegra sem sjálfsagt þykir? En hversu lengi trúðu menn stráknum sem kallaði úlfur, úlfur?

Er þetta kannski sniðugt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband