3.12.2012 | 21:07
Einkavæðing
Sementsverksmiðjunnar árið 2003 vakti nokkra furðu á sínum tíma. Sagt var að einn kaupandinn hafi þá skuldað verksmiðjunni margfalt kaupverðið og hann hafi þar með fengi vald yfir skuldum sínum og þær hafi týnst í framhaldinu. Hvað er hæft í þessu hefur aldrei verið upplýst opinberlega mér vitanlega. Stendur kannski ekki til í stíl við við aðra leyndarhjúpa sem umlykja oft einkavæðingu ríkiseigna eins og banka-og símabrandarana hér um árið. En einkavæðing Símans eins og sér held ég að hafi verið eins stærstu mistök sem framkvæmd hafa verið á þessu landi þó hitt hafi nú verið nógu vitlaust að einkavæða krónuna.
Nú er búið að skila Sementsverksmiðjunni til slitastjórnar pappírsfélags þeirra sem keyptu. Eigendur þess og ábyrgðarmenn sitja miskeikir eftir. Búið er að borga ríkissjóði sem seljanda 12 milljónir króna. Spurning er hver á þá verksmiðjuna með hurðum og gluggum? Verður hún auglýst til sölu eða fær ríkið hana afhenta til baka þar sem þeir fengu hana aldrei borgaða? Munum við einhverntímann fá innlent sement aftur?
Það var mikið stolt yfir því þegar Íslendingar fóru að framleiða sitt eigið sement og áratuga draumar margra manna rættust. Handritin heim og meira sement var æpt á stúdentafundum við hátíðleg tækifæri. Stöðug tækniþróun við íslenskar séraðstæður leiddi til þess að sementið varð mjög góð vara. Síðan kom Aalborg Portland með samkeppni til landsins og líklega setti verksmiðjuna okkar á hausinn í skjóli EES og EFTA. Svo kom hrunið og lítið er notað af sementi hérlendis miðað við það sem áður var.
Íslendingar áttu líka Áburðarverksmiðju sem fór svipaða leið og er ekki til lengur. Kaupendur höfðu engan hug á því að framleiða áburð heldur bara hreinsa út það sem hægt var að nota og gerðu það. Samt var áburðarframleiðslan byggð á innlendri orku að miklu leyti. Áburðurinn var afbragðs sprengiefni og var undirritaður í hópi þeirra alfyrstu sem það notfærðu sér upp úr 1962.
Nú er hún Snorrabúð stekkur eins og þar stóð. Svona er nú feðranna frægð, fallin í gleymsku og dá. Verkfræðingar og brautryðjendur eins og Haraldur Ágeirsson, dr. Jón Vestdal, Hjálmar Finnsson, Runólfur Þórðarson og margir fleiri horfnir sýn. Síðustu stjórnendurnir dr. Guðmundur Guðmundsson og Gylfi Þórðarson hættir. Aðeins tóftirnar á Akranesi og í Ártúnshöfða og bryggjurnar vitna um gengna daga áður en verslunarhagsmunir kratismans og Thatcherismans urðu einráðir. Sementsskipið safnar þara og hafnargjöldum í höfninni á Akranesi. Er nettóniðurstaðan sú sem nokkurn óraði fyrir?
Kannski eigum við eftir að horfa á tóftir landbúnaðarins gnæfa við loft þegar honum hefur verið hætt eftir formúlu kratanna, sem vilja kaupa alla vöru erlendis frá, helst niðurgreidda frá ESB, því við höfum ekki ráð á smérgerð sjálfir frekar en íslensku sementi, Gefjunarfötum eða skóm hvað þá íslenskum áburði. Sic transit gloria mundi.
Einkavæðingin er það sem kom í staðinn fyrir skrautbúin skip fyrir landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég hef nú aldrei heyrt að þetta hafi verið mjög gott sement sem hér var framleitt. Var flutt inn frá útlöndum ef ætlast var til að byggingar stæðu lengur en 10 ár.
Þannig er einokunin víst.
Áburðarverksmiðjuna fengum við gefins - svolítið skrítið þess vegna að hún gæti ekki borið sig.
Það er hreint ólíklegt hvernig mönnum gengur illa að reka fyritæki hérna.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.12.2012 kl. 22:33
Tilkoma kísilryksins úr Járnblendinu gerði mikið til aukinna gæða Ásgrímur, sló á alkalíið og jók styrkinn.
Halldór Jónsson, 3.12.2012 kl. 23:55
Það væri gaman að sjá samantekt á því hvaða einkavæðingar hafa tekist. Hinn listinn er mun lengri og leiðinlegri......
Ómar Bjarki Smárason, 4.12.2012 kl. 00:43
Ég man eftir einni Ómar Bjarki. Það var þegar faðir minn heitinn og félagar hans keyptu lager Raftækjaeinkasölu Ríkisins ég held 1942 og stofnuðu Raftækjasöluna hf sem enn starfar í eigu sonar míns Péturs Hákonar rafverktaka. Kögun er hugsanlega önnur þó framkvæmdin þyki mögum furðuleg. Bifreiðaeftirlitið, Rafmagnseftirlitið þetta fór allt í einkarekstur. Hvítabandið var held ég ríkisvætt eftir að hafa verið stofnað af einkaðilum. En að einkavæða Símann var eins og að einkavæða vegakerfið eða fiskimiðin, lögregluna og grunnskólann.
Og með því að selja bankana var krónan og peningamálastjórnunin seld einkaaðilum, algalið og bí bí fyrir þjóð með Seðlabanka og bankamargfaldarann ótakmarkaðan í höndum bófa. Lestu bara Frosta Sigurjónsson um það hvernig þetta virkaði. Seðlabankinn hækkaði stýrivextina sem jók á innflutning gjaldeyris sem var lánaður almennngi út á lágum vöxtum til húsbygginga, snjóhengjan hlóðst upp, Icesave og allt það. Gat það orðið vitlausara?
Halldór Jónsson, 4.12.2012 kl. 08:39
Þakka góðan pistil sem og athugasemdir, Halldór.
Sérlega athyglisvert er að einn kaupandinn (líklega BM Vallá) hafi skuldað verksmiðjunni margfalt meira en kaupverðið. Hef einnig heyrt að sami aðili hafi verið í stjórn lífeyrissjóðs VR og dælt þaðan peningum í fyrirtæki sitt, sem aldrei voru greiddir til baka.
Sveinn R. Pálsson, 4.12.2012 kl. 09:26
Maður heyrði að bankastjórar landsbankans hafi fengið sínar fyrirgreiðslur í næsta banka, Búnaðarbankanum og öfugt. Lífeyrisisjóðamenn hafa kannski haft það eins. Forstjórinn var mikill atkvæðamaður í viðskiptalífinu og bráðintelligent líka. Hann var útsjónasamur í rekstri og harðduglegur til viðbótar.
Halldór Jónsson, 4.12.2012 kl. 11:37
Var altalað um árið að Víglundur hafi haft fyrirtækið BM Vallá af vinkonu Bensa með klókindum. Illur fengur forgengur.
K.H.S., 4.12.2012 kl. 13:19
KHS, nei ég held að ekkert sé hæft í þessu. Víglundur átti þetta með syni Benedikts í mörg ár. Þeir skildu í bróðerni held ég vegna mismunandi framtíðarsýnar. Ég þekki þá báða persónulega og fullyrði að þetta er báðir sómamenn. BM Vallá varð hruninu að bráð enda hafði það þanist mjög út á undanförnum árum og líklega of hratt eftir á séð. Grýtingin lætur ekki á sér standa um leið og gæfunni hnignar og Gróa á Leiti fer af stað.
Halldór Jónsson, 4.12.2012 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.