Leita í fréttum mbl.is

Truntusól

má nefna þá sól sem skín frá ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar á Alþingi. Hugsanlega eru þetta áhrif frá stíl sem forsætisráðherrannn hefur tamið sér í gegn um sinn langa þingferil. Margir samstarfsmenn lýsa aðferðafræði forsætisráðherrans einmitt á þann veg úr fyrri ríkisstjórnum, að hún heimti og krefjist þess með truntuskap að sólin skíni á sig fremur en að hún leiti að yfirleitt að mýkri leiðum.

Hún krefst þess að fjárlög verði samþykkt án umræðna. Hún krefst þess að ný stjórnarskrá verði lögfest hið snarasta án samráðs eða samstöðu við hálfa þjóðina. Hún krefst inngöngu í ESB. Hún krefst þess að einhver rammáætlun um virkjanir verði samþykkt þó vitað sé að hún nýtur ekki ekki frekar stuðnings þjóðarinnar en stjórnarskrármálið. Hún bara krefst.

Það gætir vaxandi óþols á flestum sviðum á stjórnarheimilinu líklega vegna þess "að framar ei frestur gefst né færi á að ráðstafa nokkru betur" vegna þess að kjörtímabilið er að enda og fæst hefur gengið eftir af því sem lagt var uppúr. Nema kannski niðurlagning hálstauja, almennrar kurteisi og háttvísi í umgengni á þinginu. Það er vandséð út á hvað þetta alþingi krefst virðingar almennings á sjálfu sér þegar truntuskapurinn hefur náð nýjum hæðum í helgigöngum þingmanna yfir framan sjónvarpsmyndavélarnar.

Fyrir litla manninn er það hinsvegar fagnaðarefni að það verður langt í það að flest af þessu þingliði komi þangað aftur. Vonandi kemur eitthvað dannaðra fólk til Alþingis að vori en nú vermir þar bekki og önnur vorsól en þessi truntusól skíni yfir landslýðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Truntusól er nú uppnefni á geðlyfinu tryptesol að mig minnir og kom fram í titli gagnmerkrar bókar Sigurðar okkar Guðjónssonar forðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.12.2012 kl. 09:32

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Jón Steinar,

stundum lendir maður í hugrenningatengslum í daglega lífinu þegar maður horfir á æði og athafnir.

Halldór Jónsson, 5.12.2012 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband