Leita í fréttum mbl.is

Skilja stjórnvöld ekki hvað fram fer?

í landinu, Skilur forsætisráðherra Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir ekki tengslin á milli skattahækkana og verðbóta?

Guðlaugur Þór ber fram eina afmarkaða spurningu á Alþingi ( Tekið skal fram að Alþingi er opinber vettvangur þjóðarinnar og grafalvarleg löggjafarstofnun en ekki Spaugstofa svo menn taki eftir því) og segir að:

"Upplýst hefði verið á fundi efnahags- og viðskiptanefndar þingsins í morgun að eingöngu hækkun á tóbaksgjaldi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu yrði til þess að hækka skuldir heimilanna um þrjár milljarða króna."

Hann segir svo:

"Mjög mikilvægt er að forsætisráðherra upplýsti þjóðina um það hver hækkun lána heimilanna yrði vegna hækkana ríkisstjórnarinnar samkvæmt frumvarpinu."

Jóhanna svarar þessu þannig:

"Það er verðbólgan sem skiptir máli í þessu og hún hefur ekki hækkað hér á síðari hluta ársins og það hefur ekki verið talin ástæða til þess að breyta verðbólguspánni frá því að fjárlögin komu fram og það er það sem hlýtur að skipta máli."

Hvað finnst mönnum um svona svar? Er þetta út í hött aða skil ég ekki svarið?

Guðlaugi finnst þetta greinilega of rýrt svar og áréttar að mjög mikilvægt sé að forsætisráðherra upplýsti þjóðina um það hver hækkun lána heimilanna yrði vegna hækkana ríkisstjórnarinnar samkvæmt frumvarpinu? Þá spurði hann ennfremur hvers vegna ekki væri reynt að miða hækkanirnar út frá hagsmunum heimilanna í landinu?

Jóhanna svarar aftur og nú kemur þetta:

"...að hún kippti sér lítið upp við það þó Guðlaugur réðist að sér úr ræðustól Alþingis. "Það er regla frekar en undantekning hjá háttvirtum þingmanni að gera það og hann er oft að leika sér hér í ræðustól og það er kannski það sem ég á við þegar ég er að tala um það."

Jóhanna beindi síðan orðum sínum að forseta Alþingis og spurði "hvort hann teldi að Guðlaugur hefði haft fyrir því að reikna út áhrif gjaldtöku þeirrar ríkisstjórnar sem hann hefði setið í á verðbólguna sem hefði verið töluverð?"

(Muna menn eftir Ingibjörgu Sólrúnu formanni Samfylkingarinnar sem sogaði inn loft um leið og hún sagði ef gagnrýni kom fram á hana og R-listanna: EEENNNNNNnnnn Sjálfstæðisflokkurinn!,- innskot bloggari)

Sagði hún "að þingmaðurinn ætti frekar að horfa til þess jákvæða sem finna mætti í fjárlögunum fyrir heimilin í landinu eins og til að mynda varðandi fæðingarorlof, vaxtabætur og barnabætur."

Guðlaugur brást skiljanlega öndverður við þeim ummælum Jóhönnu að hann væri með fyrirspurn sinni að leika sér með einstaka liði frumvarpsins.

Guðlaugur sagði ennfremur að ef það væri ein manneskja á Íslandi sem ekki gerði sér grein fyrir þeim vanda sem íslensk heimili stæðu frammi fyrir þá væri það forsætisráðherra sem hefði afhjúpað sig í umræðunni og ekki svarað þeirri spurningu hvaða áhrif fjárlagafrumvarpið hefði á lán heimilanna.

Ítrekaði hann fyrirspurn sína til Jóhönnu og bað hana að kalla málið ekki leiki.

Ekki komu fregnir af frekari svörum frá forsætisráðherra Íslands.

Getur verið að Jóhanna Sigurðardóttir hafi ekki tíma til að kynna sér samhengi hlutanna í efnahagsmálum? Steingrímur blandaði sér heldur ekki í umræðuna. Er eins ástatt hjá honum?

Veit hún? Skilur hún? Kann hún? Eða er hugurinn svona bundinn úti í Brussel?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hún hefur enga hugsun lengur, það vefst fyrir henni hvar hún er stödd hverju sinni...

Vilhjálmur Stefánsson, 5.12.2012 kl. 19:47

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

HEYR - - HEYR ! ! !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.12.2012 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband