Leita í fréttum mbl.is

"Eftir að hafa farið vandlega yfir málið

með samninganefnd íslenska ríkisins sannfærðist ríkisstjórnin um að ekki væri hægt að ná betri samningum án þess að taka enn frekari áhættu með framhald endurreisnarstarfsins sem nú stendur yfir. Lengra yrði ekki komist án harkalegra árekstra við alþjóðasamfélagið eða mikilla tafa á endurreisnarstarfinu. Skiptir þar sköpum það 7 ára svigrúm sem gefið er til að nýta sem best eignir Landsbankans til að borga upp skuldina, áður en til ábyrgðar eða útgjalda íslenska ríkisins gæti komið."

-(Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í grein í Morgunblaðinu 9. júní 2009.)

Þetta var mat íslenska forsætisráðherrans á stöðu Icesave eftir glæsilegan samning Steingríms J. og félaga Svavars. Þjóðin og Forsetinn tóku þá í taumana og stöðvuðu þær fyrirætlanir sem hefðu líklega hneppt þjóðina í þrældóm til áratuga.

Ekki var hikað þá. Ef til vill líka vegna þess að alger ósigur hefði neytt Íslendinga til að afsala sér fullveldinu og ganga í Evrópusambandið í von um björgun. Féll vel að áætlunum Samfylkingarinnar til lengri tíma litið.

En þessi var dómgreindin þá. Jafnvel með "óháðan" háskólasérfræðing í ríkisstjórninni sem hótaði okkur með að við yrðum "Kúba norðursins" ef við ekki samþykktum.

Sama liðið situr nú niðri við Austurvöll og ætlar að keyra ofan í okkur nýja stjórnarskrá. Maður myndi ef til vill spyrja hvort það sé gert að jafn vandlega athuguðu máli og fyrra tilvikið?

Skiptir kannski ekki öllu máli þar sem um ómerkilegt innanlands stjórnarskrármál og afturkræft er að ræða í þessu tilviki.

En maður spyr sig? Er þessu fólki treystandi til nokkurs skapaðs hlutar í ljósi Icesave I? Hvar er "framhald endurreisnarstarfsins sem nú stendur yfir" statt í ljósi sögunnar síðan þá? Hversvegna fóru allar þessar þúsundir fólks úr landi eftir sem þetta allt var skeð? Er afnám haftanna í augsýn?

Eftir að hafa farið vandlega yfir málið treysti ég þessu fólki ekki til neins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað virðist nú birkikrossviðurinn vera farinn að mygla á háaloftinu hjá mannvitsverkfræðingnum.

Icesave-langavitleysan var nefnilega hafin þegar Jóhanna lánlausa og Steingrímur Langanesgoði tóku við stjórnartaumum - illu heilli.

Uppslagið að IceSlave-samningnum var tekið á síðustu mánuðum Hrunstjórnarinnar.

Ég man eins og gerst hefði í gær þegar talsmenn Radda fólksins heimsóttu Geir H. Haarde (þú manst eftir honum Dóri minn) um áramótin 2008 - 2009.

Geir, nafni minn, hafði engan áhuga á að ræða undanlátssemi íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga. Helsta áhyggjuefni hans var að væntanlegur landsfundur FLokksins (blámannabandalagsins) færi sem best fram!

Kújónar eins og þú, Dóri minn, halda nefnilega að þeir geti logið að þjóðinni með verkfræðilegri nákvæmni þegar þeim hentar.

Þjóðin hefur hins vegar sýnt það að hún lætur ekki ljúga að sér - ekki lengur.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 19:53

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Er þetta ekki örugglega nýjasta myndin af þér Hilmar minn?

Halldór Jónsson, 10.12.2012 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband