Leita í fréttum mbl.is

Kaus ég hann?

Helga Magnússon sem er formaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna?

Hann skrifar lærða grein í Morgunblaðið um nauðsyn þess að Lífeyrissjóðurinn komi myndarlega að því að kaupa hlutafé í bönkunum. Ekki síður í þeim sem Steingrímur gaf til hrægammasjóðanna, Íslandsbanka og Aríon banka heldur en Landsbankans sem má alls ekki vera í ríkiseign nema að hluta.(sic?) Ástæðan er sú að lífeyrissjóði vantar tilfinnanlega fjárfestingarmöguleika?

Ég er hættur að muna hvað minn lífeyrir hefur veri skertur oft vegna feilspekúleringa lífeyrissjóðsins míns á undanförnum árum til dæmis í hlutabréfum í bönkum. Aldrei fékk ég að kjósa neinn sem því stýrði frekar en þennan Helga sem ég veit ekki haus né sporð á. Hvað skyldi hann hafa í kaup eða fríðindi fyrir að stjórna mínum lífeyrissjóði fyrir mig?

Sem þrautreyndur maður í hlutabréfum í bönkum er ég ekki sannfærður um ágæti þess að kaupa hlutabréf í bönkum sem snillingar á borð við Jón Ásgeir og Lárus Welding kunna að ná völdum í og stjórna. En auðvitað er miklu léttbærara að tapa annarra manna peningum en sínum eigin og því skil ég djörfung og víðsýni Helga Magnúsonar þegar kemur að bankahlutabréfum.

En ef lífeyrissjóðir eru að taka peninga af launþegum bara til þess að tapa þeim í verðbólgu þá er eitthvað annað að en "skortur á fjárfestingarmöguleikum". Það er kerfisvilla fyrir hendi sem þarf að leiðrétta launþeganna vegna. En auðvitað er það gamla spurningin um apann og oststykkið sem á við um Helga og lífeyrissjóðina.Kerfið er orðið sjálfnærandi og það er orðið atvinnugrein að lifa á því að éta annarra ost.

Lífeyrissjóðakerfið er löngu búið að sanna sig með að hafa verið ein allsherjar della frá upphafi. Það þjónar engum tilgangi öðrum en að hlaða völdum undir svona kalla eins og Helga Magnússon og aðra stjórnendur og færa eigendunum tapsáhættu. Allt féið hefði betur verið lagt í Seðlabankann á nafni hvers launþega. Þannig hefði það varðveist betur en hjá öllum þessum þorgeirum og helgum og án alls þessa gríðarlega kostnaðar tuga lífeyrissjóðastjórna.

Ég kaus ekki þennan Helga og mér líst illa á að hann komi nálægt því að krukka í Lífeyrissjóðinn minn til ávinninga fyrir fjármálageira, suðumenn og sjömílnahlaupara framtíðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband