Leita í fréttum mbl.is

Mun eitthvað breytast?

spurði ungi maðurinn sem eg var að spjalla við.

Umræðuefnið var núverandi ástand í þjóðafélaginu. Við voum sammála um að það væri kreppa. Arvinnutækifæri væru fá. Mikið af iðn-og tæknifólki væri farið úr landi. Jafnvel hlutfallslega meira af stjórnarandstæðingum en hinum. Við vorum nokkuð sammála um að efast um að þetta fólk væri líklega ekki nokkuð að snúa heim jafnvel þó atvinna hérlendis ykist eitthvað. Þetta fólk væri að festast í betri kjörum. Hér myndi ekkert breytast hratt. Allt myndi taka langan tíma. EES myndi láta vinnufúsu fólki fyrr snjóa hér inn áður en Íslendingar flykktust í störfin.

Munu gjaldeyrishöftin nokkuð fara þó að ný stjórn taki við spurði hann? Mér vafðist tunga um tönn. Mun atvinnuástandið batna ef farið verður í virkjun ? Verður ekki heimtað að setja allt á yfirsnúning, allt skal klárað á methraða í þágu vaxtanna? Alveg eins og í Kárahnjúkum? Þegar fólkið fæst ekki innanlands, því margt fólk er búið að venja sig á atvinnuleysið sem lífsstíl, verður þá ekki  flutt inn fólk?  Þúsund Kínverjar, voru þeir ekki auðfengnir í Kárahnjúkum?  Innlent iðn-og tæknilært fólk er orðið fáséð í landinu sagði hann. Menn auglýsa eftir slíku fólki og það kemur nánast enginn. Og þeir sem koma eru áberandi óhæfir og ætla sér ekki í neina vinnu? Koma jafnvel drukknir?  Og nú eiga sveitarfélögin að taka við stvinnuleysisboltanum og fyrirfram er vitað að þau geta ekki neitt fjárhagslega og eru mjög ráðalaus til viðbótar.

Hverju ætlið þið Sjálfstæðismenn að breyta spurði hann?  Ætlið þið að taka á skuldavanda heimilanna og vísitölulánunum? Ég sagði að við hefðum verið að tala um þeta á  landsfundinum síðast  en þetta hefði verið talað niður vegna lífeyrissjóðanna og bankanna.  Og þið hafið ekki minnst á þetta síðan sagði hann. Ég sagði að við hefðum verið valdalausir. Munuð þið gera eitthvað afgerandi á fyrstu hundrað dögunum? Þið fáið ekki lengri tíma áður en fólkið snýst gegn ykkur og lemur pönnurnar á Austurvelli sagði hann.

Aftur vafðist mér tunga um tönn. Treysti ég svo mikið á okkar fólk? Er það svona yfirmátalega líklegt til stórræðana? Eru vandamálin ekki svo hrikaleg líka? Tekur ekki tíma að koma stóru skipi úr langlegu á siglingu?

Ég fór svo að lesa bók Styrmis Gunnarssonar um valdabröltið í Sjálfstæðisflokknum fyrir rúmum aldarþriðjungi. Fyrst brosti ég nú yfir því hvernig höfundur reynir að gera sjálfan sig að miðpunkti sögunnar ef ekki aðalgeranda í stjórnmálum sem var ekki mín upplifun atburðanna þá. En svo fór að daga upp fyrir mér við lesturinn að flestar þessar stórstjörnur flokksins míns virtust vera meira uppteknir af sjálfum sér og sínum hagsmunum en þjóðarinnar. Þetta virtist vera endalaust skæklatog og tafl um embætti og vegtyllur sjálfum sér til handa meðan verkefnin sátu á hakanum. Óðaverðbólgan æddi áfram og þeir gátu ekkert gert lengst af. Voru þeir ekki miklu meira uppteknir af sjálfum sér og sínum  hagsmunum en öðrum  málum?  Þó gerðist auðvitað margt merkilegt á þessum árum. En var ekki hægt að gera miklu betur?  Mér fór að líða verr og verr við lesturinn.  Verður þetta ekki bara eins núna? Þeir munu ekkert gera því allur tíminn mun fara í þá sjálfa og þeirra eigin völd og bitlinga. Hafa þeir eitthvað breyst?

Ég varð að viðurkenna að ég hafði ekki haft svör af sannfæringu við öllum spurningum unga mannsins. Framtíðin er ekki björt þó margt geti breyst. Það er hinsvegar  útséð um að ekkert breytist með að kjósa núverandi valdhafa áfram.Um það vorum við sammála.

En mun eitthvað afgerandi breytast þó við kjósum öðruvísi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór.

Hjartanlega til hamingju með opinberunina ásamt þessari yfirlýsingu sem í henni felst. Þú sannar eftirminnilega að allir mælar fyllast að lokum og meira að segja tryggir flokks jálkar á borð við þig (að þinni eigin sögn) geta greinilega fengið sig fullsadda af ósómanum. Ég dreg þá ályktun af hugarfars breytingu þinni, að fjöldi heiðvirðra og sannra sjálfstæðismanna muni fylgja sannfæringu sinni og fordæmi þínu og sitja heima eða kjósa önnur framboð í næstu kosningum, fremur en að veita laskaðri og illræmdri forystu flokksins brautargengi í komandi kosningum. Spá mín er annars sú að núverandi formaður muni sjá sóma sinn í að bíða eftir hentugri ástæðu til að stíga til hliðar fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem gæti þá hugsanlega bjargað flokknum frá algjöru hruni, þrátt fyrir orðspor og afrek helstu meðreiðarsveina sinna

Jónatan Karlsson, 26.12.2012 kl. 16:47

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Jónatan og gleðileg jól

Því miður er þetta kolröng ályktun hjá þér. Að sitja heima eða kjósa önnur framboð er sagt skýrum orðum að sé vegurinn til glötunar. Hugleiðingin er um það hvort við munum bera gæfu til að duga Sjálfstæðismenn. Hvort við töpum okkur í eiginhagsmunapoti og vegtyllusókn. Það er martröðin sem ég er að lýsa.

Forysta okkar er ekki endilega illræmd nema hjá öfgafólki. Hún er eitthvað löskuð af stöðguri illmælgi og rógi ykkar andstæðinganna. En ég hef áhyggjur af dug hennar. Dugir hún?

Atkvæði greidd framboðum eins og til dæmis bjartri framtíð í stað núverandi stjórnarflokka eru atkvæði út í bláinn og geta engu breytt. Hefurðu trú á að Hreyfingin muni breytast til batnaðar?

Nei vinur. Þá er nú blái borðinn illskárri fyrir þig og þína líka. Þú getur líka gegnið í liðið og orðið þjóðinni að liði um leið. Það er að segja ef þú þá vilt breyta einhverju?

Halldór Jónsson, 26.12.2012 kl. 17:16

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Styrmir er sannarlega góður.  Veit ekki hvort ég kýs í Rvk-n.  En ef ég geri það mun ég allavega ekki kjósa svokallaða "Bjarta framtíð" það er að minnsta kosti alveg öruggt.  Var að klára Höskuld Skarphéðinsson skipherra um landhelgisdeiluna frá 1951 - 1976. Og er langt kominn með Magnús Þór í Dumbshafi.  Hlakka til að byrja á Styrmi. Það eru ekki bara sjálfstæðismenn sem þurfa að skoða sinn hug, það þurfa Íslendingar að gera á sínum forsendum.

Sigurður Þórðarson, 26.12.2012 kl. 18:13

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll aftur Halldór og auðvitað gleðileg jól til handa þér og þínum.

Ég þakka umhyggjuna, en minni á að maður getur sem betur fer rakað sig, án þess að skera af sér hausinn. Með því meina ég einungis að þrátt fyrir stórfelld afglöp eða hrein og klár auðgunarbrot eða í það minnsta vafasama fjármála gjörninga margra forystumanna "flokksins" eins og þér er full kunnugt um, án þess að ég fari frekar að rífa hrúðrið af þeim kaunum, þá þýðir það ekki að ég eða aðrir fyrrverandi Sjálfstæðismenn (með stóru essi) fari að styðja aðkeyptan og uppspunnin stuðningsmanna hóp Samfylkingarinnar, á borð við "Bjarta framtíð" Það er nú líka hægt að skjóta föstum skotum, en miðað eigi að síður fyrir ofan beltisstað. Aðeins eitt að lokum. Hefur þú gaumgæft alvarlega stefnumál Hægri grænna?

Jónatan Karlsson, 26.12.2012 kl. 19:21

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Jú, ég hef skoðað þau og les allt sem frá þeim Kjartani og Guðmundi kemur, margt þrælgott enda eru þetta allt góðir sjallar í anda eins og við báðir. Ég er bara yfirlýstur andstæðingur smáflokka, finnst alltaf gefast verr heimskra flokka ráð sem fleiri koma saman, ef maður lítur yfir söguna. Ég vil heldur vera með einn öflugan trukk í forinni sem margir eru til að ýta á heldur en 10 smábíla sem hver er með fáa til að ýta. Það er árangurinn sem skiptir máli. Og hann ræðst ekki ef vel er ýtt bara af eiginhagsmunum elítunnar, þeir eiga að þurfa að hlusta á okkur ýtarana, Þó gera þeir hluti eins og Icesave lll án þess að tala við kóng né prest og þykjast alltíeinu vera þriggjapela flöskur sem taka pott eða meira þó þeir séu bara pelar.Það er eins og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins missi stundum jarðsambandið meira en aðrir flokkar. Sem eru eiginlega ekki flokkar heldur spilaklúbbar eða nöldurskjóður eins og þessi sem kaus Steingrím J. með 199 atkvæðum. Okkur vantar ekki meira svoleiðis skítamoj.

Halldór Jónsson, 26.12.2012 kl. 23:07

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað segja sjálfstæðismenn um hugmyndir formannsins um einkavæðingu Landsvirkjjunar? Verða börnin okkar índíánar í "eigin" landi? Eiga menn ekki að staldra við á þessum óvissu tímum?

Sigurður Þórðarson, 28.12.2012 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 84
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 131
  • Frá upphafi: 3420050

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband